Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 66
66 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 jANNe siGuRðssoN, FoRsTjÓRi FjARðAáLs Von um stækkun 1. Hver verða forgangs verk - efni fyrirtækis þíns næstu sex mán uðina? Við erum að bæta við einum afriðli í rafstöðina okkar og þar með fjölga afriðlunum úr fimm í sex, sem er fjárfesting yfir fjóra milljarða króna. Við erum líka að undirbúa meiri sveigjanleika í vaktakerfinu okkar, bæði til að tryggja að það henti sem flestum og einnig til að við fá­ um fleiri konur til starfa hjá okkur. 2. Hver er kjarninn í stefnu- mótun fyrirtækis þíns? Ál er málmur framtíðarinnar, léttur og umhverfisvænn. En álverð mun alltaf sveiflast til og frá, þannig að við verð ­ um stöðugt að laga okkur að þeim veruleika til að tryggja að reksturinn sé sem hag kvæm­ astur. Það gerum við með því að framleiða verðmætari vörur, sýna aðhald í kostnaði og vonandi þegar fram líða stundir með því að stækka álverið. 3. Hafa tekjur fyrirtækis þíns vaxið frá því í fyrra? Það er erfitt að sjá það á þessari stundu. Álverðið hefur sveiflast upp og niður og við eigum eftir að sjá hver endanleg útkoma verður þegar við gerum árið upp. 4. Hvaða árangur ert þú ánægð ust með innan þíns fyrir tækis á árinu? Við opnuðum nýja kersmiðju í sumar og getum nú endur ­ fóðrað kerin okkar, þannig að þau endist í sjö ár til viðbótar. Hún skapar 60­70 störf á svæð inu hjá VHE sem sér um rekstur hennar. Frammistaða starfsmanna Fjarðaáls við að koma þessari starfsemi á laggirnar var aðdáunarverð, eins og frammistaða þeirra þegar álverið var gangsett. Þeir hafa tileinkað sér nýja þekk ­ ingu á alveg ótrúlegum hraða. 5. Hver er helsti vandinn sem fyrirtæki glíma núna við? Hjá Fjarðaáli tölum við frekar um tækifæri en vandamál og það eru og munu alltaf verða ótal tækifæri fyrir okkur til að bæta frammistöðu okkar í öllum málaflokkum. Við erum alltaf að leitast við að gera betur í dag en í gær. Sveigjanleiki í vaktakerfinu er einmitt dæmi um þetta. 6. Er atvinnulífið enn of skuld ­ ugt til að geta byrjað að fjár - festa? Það er mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki að fjárfesta núna, bæði vegna skulda og alþjóðlegu efnahagskreppunnar. Það er öfugsnúið, vegna þess að það er einmitt leiðin út úr krepp ­ unni að fjárfesta meira. Lausnin er að styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem geta fjárfest, þannig að hjólin fari að snúast og önnur fyrirtæki fylgi í kjöl­ farið. 7. Eitthvert eitt ráð sem þú vilt gefa stjórnvöldum? Það þarf í fyrsta lagi að gera áætlun um hvernig nýta megi auðlindir, eins og til dæmis endurnýjanlega orku til að skapa störf til skemmri og lengri tíma. Í öðru lagi þarf að byggja upp traust, þannig að fólk í viðskiptalífinu hafi á tilfinningunni að það sé hægt að treysta stjórnvöldum og þeim aðgerðum sem þau grípa til hverju sinni. „Við opnuðum nýja kersmiðju í sumar og getum nú endur fóðrað kerin okkar, þannig að þau endist í sjö ár til viðbótar. “ Janne Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.