Alþýðublaðið - 28.11.1919, Síða 1

Alþýðublaðið - 28.11.1919, Síða 1
Alþýðublaðið Grefið út af Alþýðullokknum. 1919 Föstudaginn 28. nóvember 27. tölubl. ^HþýðubraaÍ gerðin. cKásetafélagið heldur fund í Bárubúð sunnud. 30. þ. m. kl. 4 e. h. cftfar~áríéanéi að Jjölm&nna. Stjóvnin. Fyrri hluta ársins 1917 þótti almenningi hór í bæ tíðar og óþarf- ^ega miklar verðhækkanir á brauði hjá bökurunum, og styrktist og ■studdist það álit manna við út- reikninga verðlagsnefndarinnar, ■sem þá átti í sífeldu stríði við ^akarana en kom þó engu til leiðar. Var þá farið að tala um í verk- lýðsféiögunum að þau gengist íyrir stofnun brauðgerðarhúss1). Fulltrúaráðið tók málið að sór og firauðgsrð alþýðufólaganna var stofnuð. Skyldi fyrirtækið vera ®>gn félaga þeirra í Reykjavík, sem 1 Alþýðusambandinu eru, en til reksturs þess var leitað lánstillaga 'hjá verklýðsmönnum. Og þegar 'tillit er tekið til þess, hve bág- staddur almenningur var það haust sökum atvinnubrests og dýrtíðar, ^nátti heita að fjársöfnunin gengi Vel og kom inn i lánstillögum lið- lega 3 þús. kr. frá nokkuð á 3ja 'hundrað manna, og framlögin því íurðu almenn, eftir atvikum. Það sýndi sig brátt, að brauð- ■gerðin átti miklum vinsældum að fagna. Byrjaði hún fyrst starfsemi ■sina í bakaríinu í Fischerssundi, «n eftirspurnin eftir vörum brauð- gerðarinnar varð meiri en svo, að hægt væri að fullnægja hönni tar. Tók Fulltrúaráðið þá á leigu, °g keypti skömmu síðar, bakaríið á Laugavegi 61 þar sem brauð- gerðin heflr starfað síðan. Brauðin eru svo almenn neyzlu- vara, að lítilsháttar hækkun á Mm munar einstaklingana tals- verðu, og bæjarfélagið í heild sinni stórfé. Síðan Alþýðubrauðgerðin tók til starfa, hafa brauðin held- 1) Sambandsstjórnin hafði athugað Petta mál árið áður, og meðal annars att í bréfaskriftum við erlent félag, um öyggja hér brauðgerðarhús fyrir Verkalyðsfélögin; var af þessum plögg- Um böfð nokkur hliðsjón, þegar fyrir- tsekið var stofnsett. ur lækkað í verði — gagnstætt því sem flestar lífsnauðsynjar hafa hækkað, sumar stórkostlega —; þarf ekki frá því að segja, svo er það alkunnugt, að það var Al- þýðubráuðgerðin sem fyrst lækk- aði brauðin, og hinir neyddust síðar til að fylgjast með. Hafði brauðgerðin frá upphafl selt flest- ar brauðtegundir nokkru lægra verði en aðrir bakarar, og enn eru nokkrar tegundir seldar þar lægra verði en annarsstaðar. Þó að Alþýðubrauðgerðin haíi selt vörur við lægra verði, og það svo, að hvern einstakan muni dá- litlu, og fyrir fyrirtækið sjálft er það stórfé — 1918 var lægra verð á seldum vörum áætlað hjá henni um 10 þús. kr. —, þá er það í sjálfu sér smáræði móti því, að brauðgerðin er sá hemill á brauð- verðinu, að það verður ekki hækk- að nema nauðsyn beri til og ekki meira en þörf er á. Hefir þetta líka komið sannanlega fram, Jví í fyrra um mánaðamótin okt. — nóv. gerði bakarafélagið út menn á fund stjórnar Alþýðubrauðgerð- arinnar til þess, að fá þá til að vera með í því að hækka brauð- in að nokkrum mun; sú hækkun fórst fyrir, og er ekki ósennilegt, að nokkru hafl um valdið, að stjórn Alþýðubrauðgerðarinnar vildi ekki „vera með“. Tilgangurinn með stolnun þessa fyrirtækis var vitanlega ekki sá, að keppa svo í verðlagi við aðra bakara, að þeim væri ekki líft af atvinnu sinni; þeir eiga auðvitað, eins og aðrir, að hafa sæmilegan hagnað af framleiðslu sinni. ITeld- ur var tilgangurinn sá, í fyrsta lagi að framleiða eins vandaða og góða vöru og kostur er á, og í öðru lagi að vera mælikvarði til að hafa sanngjarnt verð á þessum lífsnauðsynjum. Þó að Alþýðubrauðgerðin njóti og hafi notið almennrar hylii bæj- armanna, og það komi daglega fram, þá heflr hún þó ekki, eða öllu heldur þeir menn í stjórn og Fulltrúaráðinu, sem unnið hafa að stjórn hennar og framkvæmdum, sloppið alveg við lastmæli. En þó að slíkar raddir hafl heyrst, þá eru þær ekki háyærar, og þeir sem með fara, biðja „blessaðir um að hafa það ekki eftir sér“. Róg-slæðingur þessi snýst um það, að nú séu forgöngumenn Al- þýðubrauðgerðarinnar, þegar hún sýndist vera arðvænlegt fyrirtæki, í þann veginn, eða þegar búnir, að leggja fyrirtækið undir sjálfa sig (= líklega þá sem eru í stjórn- inni og Fulltrúaráðinu), og „keypt" aðra „hluthafa" burt til þess að geta setið einir að krásinni. Þó að allur þorri manna í bæn- um viti vel hve gersamlega til- hæfulaus þessi rógburður er, þá þykir rétt að kveða hann niður, svo enginn leggi trúnað á hann. Því skeð gæti, ef ómótmælt væri, að einhverjir, sem heldur vildu heyra ilt en gott um náungann, leiddust til að trúa illmælunum og halda þeim á lofti. Eins og sagt er hér að framan, var það í upphafi ákveðið, að Al- þýðubrauðgerðin skyldi vera eign verkiýðsfélaganna. Illjóðar 1. gr.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.