Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 5

Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 5
FYRST VERÐUR AÐ TEMJA HERINN Tíðindamaður Þjóðlífs, Ólafur Ingólfsson, í spennuþrungnu andrúmslofti í Buenos Aires. Tók m.a. þátt í blaðamanna- fundi með Alfonsín. Segir frá syrgjandi mæðrum og náðuð- um herforingjum... 18-21 ÍSLENDINGAR EKKI MEÐ! Framlög íslendinga til flótta- mannahjálpar hverfandi. Algjörir eftirbátar annarra Norð- urlandaþjóða. Löggjöfin 25 ára og úrelt — ekkert gert. Aðild að Flóttamannastofnunum í orði — en ekki á borði. Afar fáir útlend- ingar á íslandi 14-15 Tíu eftirminnilegustu hljómplötur áratugarins á innlendum vettvangi og erlendum. Bubbi Morthens, Skúli Helgason, Andrea Jónsdóttir, Árni Matthíasson og Gunnar H. Ársælsson spá í athyghverðustu plöturnar og strauma og stefnur áratugarins............... 46 HEILBRIGÐWÍSINDI Kókaín veldur heilarýrnun......... 54 Frestun dauðans................... 54 Syndir mæðranna koma niður á dætrunum ................................. 54 Róandi lyf og beinbrot............ 55 Ólæknandi timburmenn ............. 55 NÁTTÚRA Verða áburðarverksmiðjur óþarfar?.......................... 56 Hvít jól á Mars. Nýjar kenningar um veðráttu á reikistjörnunni Mars ............................. 57 Vitaskuldir ...................... 57 ýmislegt Erlendar smáfréttir .............. 26 Erlendar viðskiptafréttir ........ 52 Krossgáta ........................ 62 Ritskoðuð ótök í þeim ógnvænlegu átökum sem orðið hafa síðustu vikur hafa margir orðið til að lofa „fjölmiðlabyltinguna“ sem verði til þess að fólk geti orðið nánast þátttakendur í átökunum —heima í stofu hjá sér. í framhaldi af því prísa menn „frjálsa fjölmiðla“ og ágæti þeirra. En flestir verða meðvitaðir um skuggahliðar þessarar meintu fjölmiðlabyltingar þegar fram líða stundir. Það er nefnilega líka hægt að halda því fram að þáttur fjölmiðla í heimssögulegri tragedíu hafi verið ömurlegur. Staðreyndin er sú að síðar meir hljóta menn að taka til skoðunar þátttöku fjölmiðla í stigmögnun æsinga fram að styrjöldinni við Persaflóa. I fjölmiðlafárinu hafa fréttir verið yfirborðskenndari en áður, æsingur og fordómar hafa óhindrað sloppið í gegn, öll friðarviðleitni hefur átt erfitt uppdráttar í fréttunum og fréttir og skýringar voru til að byrja með nær einungis fluttar út frá einum þröngum sjónar- hóli. Allar reglur frjálslyndrar fréttamennsku hafa verið settar útí horn. Um svipað leyti og loftárásir bandamanna á írak hófust, gerði Sovétvaldið svívirðilega tilraun til að merja frelsisviðleitni Litháa undir brynbeltum Rauða hersins. Afturhaldsklíkan sem virðist vera við völd í Moskvu herti tökin í löndum Sovétríkjanna og setti m.a. á ritskoðun. Þegar járnkrumlur einræðisins komu þannig í Ijós, mótmæltu menn auðvitað á Vesturlöndum þessari ósvinnu. Ritskoð- uninni var komið á til að tefja framgang frjálsræðis í Sovétríkjunum. Ritskoðun er vopn valdhafa gegn almenningi, áróðursvopn og hún er í eðli sínu vond. Á hinn bóginn hefur ekki farið mikið fyrir mótmælum vegna ritskoðunar á fréttum um gang stríðsins við Persaflóa. Þá fyllast fjölmiðlar á Vesturlöndum góðfúsum skilningi og telja ekki ástæðu til að hafa mörg orð um fyrirbærið ritskoðun. Er þá ritskoðun orðin réttlætanleg? Hvaða fjölmiðill er frjáls við slíkar aðstæður? Gervihnattarstöðvarnar sem hella geislum sínum inní stofur landsmanna á stríðstímunum hafa flutt einhliða áróðursfréttir um Persaflóastyrjöldina. í síbylju. Milljónir manna þ.m.t. íslenskar fjölskyldur voru nánast settar inn á áróðursbæk- istöðvarfjölþjóðahersins til að lifa og hrærast í hugarheimi herforingjanna. Sólar- hring eftir sólarhring eiga menn að deila með þeim spennu fyrir árásarferðirnar og stolti yfir háþróaðri drápstækni og „vel heppnuðum" stríðsaðgerðum. Rafurstöðv- arnar á íslandi hafa slegið taktinn með þessum stöðvum. Hvar voru fréttirnar um hina hlið málsins? Hvar voru fréttirnar um þjáningu manna sem eru fórnarlömb þessa stríðs? Svo forheimskandi fréttaflutningur sem menn hafa notið af Persaflóastríðinu vekur ugg með mörgum. Fjölmiðlar virðast hafa sameinast um að magna upp hvatir eins og þjóðrembu, kynþáttahatur og stríðslöngun. Fjölmiðlar hafa borið sprek í ófriðarbálið og óhjákvæmilegt er að spyrja hver sé þáttur þeirra í þessum ófriði? Margir hafa haft á orði að þessi styrjöld hafi í einni svipan þurrkað burt þá vaxandi von sem virtist eiga sér stoð eftir nokkurra missera þíðu meðal stórvelda, um að hægt væri að leysa ágreiningsmál milli ríkja og þjóða með friði. Líka af þvi að stríð er heimskt [ eðli sínu; það bitnar oftar en ekki á saklausum og það skapar yfirleitt fleiri vandamál en það leysir. Fjölmiðlabyltingin sem átti þátt í að þurrka burt vonina ber líka sína ábyrgð. I stríðsástandi skipar mannúð og skilningsviðleitni ekki háan sess. En slíkt ástand kallar líka á sammannlega skírskotun eins og við höfum einnig sem betur ferorðið vörvið; bænir milljóna manna umfrið. Og sú von lifir eftir að þrátt fyrirallt væri hægt að læra af þessari styrjöld, —ekki fleiri stríð. Óskar Guðmundsson. Útgefandi: Þjóðlíf h.f. Valiarstræti 4, box 1752,121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn: Kristinn Karlsson, Svanur Kristjánsson, Ásgeir Sigurgestsson, Hrannar Björn, Jóhann Antonsson, Margrét S. Björnsdóttir, Hallgrímur Guðmundsson, Guðmundur Ólafsson, Halldór Grönvold og Helgi Hjörvar. Framkvæmda- stjóri: Garðar Vilhjálmsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Setn o.íl.: María Sigurðardóttir. Próförk.: Sigurlaug Gunnarsdóttir. Fréttaritarar: Einar Heimisson (Freiburg) Guðni Th. Jóhannesson, Guðmundur Jónsson (London), Bjami Þorsteinsson (Danmörk), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finn- land), Guðbjörg Linda Rafnsdóttir (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson(New Haven), Þorfmnur Ómarsson (París). Forsíða,hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Skrifstofa m.m.: Pétur Björnsson. Bókhald: Jón Jóhannesson. Auglýsingastjóri: Þórir Gunnarsson. Prentvinnsla: Prentstofa G. Benediktssonar Kópa- vogi. Áskriftasími: 621880. Framkvæmdastjóri 623280. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. Ritstjóri: 28230. ÞJÓÐLÍF 5

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.