Þjóðlíf - 01.01.1991, Qupperneq 8

Þjóðlíf - 01.01.1991, Qupperneq 8
INNLENT ÍSLAND BY6GT FYRIR 800! Á íslandi var töluverð byggð þegar á 7. og 8. öld, segir dr. Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifafrœðingur. Hún gagnrýnir harkalega vísindastofnanir og viðtekin viðhorf í fornleifafrœði á íslandi „Papa er fyrst getið í íslendingabók Ara fróða, en þá bók þekkjum við í afritum frá seinni öldum. Þar segir að paparnir hafi verið kristnir og að þeir hafi skilið eftir sig írskar bjöllur og bagla og „af því mátti skilja að þeir voru menn írskir". Hér eru tilteknir munir er tengjast þeirra tíma kristni, og því var eðlilegt að menn drægju þá ályktun að eigendurnir kæmu frá ír- landi, því kristni var ekki innleidd í Skandinavíu á þessum tíma, þ.e.a.s. í lok 9. aldar. Ef við lítum hinsvegar til þess hvað nýrri forn- leifarannsóknir hafa leitt í ljós varðandi landnámið, þá eru elstu þekktu byggðaminjarnar norræn- ar en ekki írskar. Þessar minjar eru frá Herjólfsdal í Vestmannaeyjum og úr miðbæ Reykjavíkur, minj- ar sem ná aftur á 7.-8. öld, þ.e.a.s. aftur til tímabils- ins sem er undanfari vík- ingatímans. Hingað til hafa engar minjar fundist sem benda til hreinræktaðrar írskrar búsetu hér á landi og því mætti ætla að papar Ara fróða hafi í raun verið nor- rænir menn og heitið hafi ÁSGEIR R. HELGASON þeir hugsanlega fengið þar sem þeir voru kristnir, þ.e. pápískir. Afrakstur fornleifarannsókna segir okkur að tengsl hafi verið milli Skandin- avíu og Bretlandseyja og þar með keltneska svæðisins áður en víkingaferðir hófust. Því má búast við keltneskum áhrifum hér á landi hvort heldur þau bár- ust með kristni t.d. írskum prestum og kristniboðum, þrælum landnámsmanna eða með öðrum hætti. Það er hinsvegar alveg ljóst að sú byggð sem hér var þegar fyrir 800 var norræn en ekki írsk.“ „Þessi fyrsta byggð norrænna manna á íslandi náði allavega til Suðvesturlands- ins, því þar hafa byggðaleifar fundist und- ir svokallaðri „landnámsgjósku“, sem er öskufall frá gosi er átti sér stað skömmu eftir að landnám hófst. Elsta hluta byggð- arinnar í Herjólfsdal er einmitt að finna undir þessari ösku og sú byggð nær aftur á 7-.8. öld. Hversu dreifð þessi fyrsta byggð er utan Suðvesturlandsins geta einungis áframhald- andi fornleifarannsóknir sagt til um. Það er hinsvegar sorgleg staðreynd að skilningur á gildi fornleifafræðinnar sem sjálfstæðrar fræðig- reinar sem lýtur eigin lög- málum, hefur verið skammarlega lítill hér á landi. Til þess að fornleifa- rannsóknir verði efldar þarf að koma til áhugi og aukinn stuðningur frá bæjar- og sveitarfélögum utan suð- vesturhornsins, eða þá frá áhrifamönnum sem annt er um menningarsögu sinnar heimabyggðar. Áhuga á fornleifum og fornleifa- rannsóknum virðist eink- Dr. Margrét Hermanns Auðardóttir Margir hafa efast um hina stöðluðu frásögn um upphaf íslands- byggðar. Það var því hvalreki fyrir þessa efasemdarmenn, þegar Margrét Hermanns Auðardóttir varði doktorsritgerð sína í forn- leifafræði umfyrstu byggðfyrir874. Þarfærirhún rökfyrirþví aðá íslandi hafi verið all útbreidd byggð norrænna manna fyrir 800. Hún varði doktorsritgerð sína við Háskólann í Umea í Svíþjóð 1989. Hún hefur fengist við skriftir og ýmiss verkefni tengd forn- leifarannsóknum hér á landi m.a. á verslunarstaðnum að Gásum í Eyjafirði. Undanfarin 3 ár hefur hún gegnt rannsóknarstöðu í fornleifafræði við Háskóla íslands og hefur t.d. stundað rann- sóknir á víðáttumikilli járnvinnslu til forna í Fnjóskadal í Suður— Þingeyjarsýslu. Margrét býr með Auði Ýrr dóttur sinni í íbúð við Kvisthaga í Reykjavík. Við sóttum hana heim og eftir að hafa hagrætt okkur í stofunni og bergt dálítið á kaffinu barst talið strax að Pöpum: 8 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.