Þjóðlíf - 01.01.1991, Síða 9

Þjóðlíf - 01.01.1991, Síða 9
um að fmna til sveita, þar sem fjárhagslegt bolmagn er ekki til staðar. Herjólfsdalsr- annsóknir sem reknar voru í skjóli Vest- mannaeyjabæjar með tæplega 5000 íbúa eru því einsdæmi hér á landi og þá ekki síður með tilliti til þess að bæjarfélagið varð fyrir miklum áföllum vegna Heima- eyjargossins 1973 eftir að rannsóknirnar hófust.“ Það kann að reynast ýmsum erfiður biti að kyngja að gömlu átrúnaðar- goðin Ingólfur, Garðar og Flóki hafi ekki verið þeir frumherjar í íslensku landnámi eins og stendur í Landnámu. En hvert er þá gildi Landnámu? „Landnáma samanstendur af nokkrum bókum sem kenndar eru við höfunda þeirra eða ákveðnar jarðir. Frásagnir af landnáminu voru fyrst færðar í letur nokkrum öldum eftir upphaf landnáms. Tilgangur Landnámuskrifa var einkum sá að staðfesta tilkall ákveðinna ætta til jarð- eigna, en átökin um jarðeignir og völd komust í algleyming á 13. öld, Sturlunga- öldinni. Völdin höfðu þá færst á hendur örfárra ætta, sem áttu í innbyrðis stríði og tókust jafnframt á við kirkjuvaldið um mikilvægar jarðeignir. Kirkjan, sem þá var orðin voldug stofn- un, gerði tilkall til kirkjustaða sem voru í höndum höfðingja og sem þeir höfðu þén- að á með tíundinni sem greidd var til þeirra. í þessum átökum beita ættirnar fyrir sig ævagömlum norrænum búsetu- rétti, þ.e.a.s. að búsetuhefðin segi til um það hverjir eða hvaða ætt geti gert tilkall til ákveðinna jarðeigna. I því sambandi var mikilvægt að geta skírskotað til uppruna- legra landnámsmanna og ættartölu þeirra. Það var ekki síður mikilvægt, með tilliti til þessarar norrænu hefðar, að hugsanlegir frumbyggjar hafi ekki verið norrænir, heldur írskir. Landnámabók er því frábær endur- speglun átaka milli ævagamalla norrænna ættarhefða annars vegar og réttar sem byggir á kaupum og sölum hins vegar. Þessum átökum lyktaði þannig að ættar- hefðin laut í lægra haldi í lok 13. aldar fyrir eignarhaldi á borð við það sem við þekkj- um í dag. Leifarnar af gömlu ættarhefð- inni má þó finna í óðalsréttinum. Við þessi málalok lýkur hinum eiginlegu Land- „Það er hinsvegar alveg Ijóst að sú byggð sem hér var fyrir 800 var norræn en ekki írsk." „Afrakstur fornleifarannsókna segir okkur að tengsl hafi verið milli Skandinavíu og Bret- landseyja og þar með keltneska svæðisins áður en víkingaferðir hófust. “ (Mynd: Gunnar H. Arsælsson) námuskrifum, eins og réttilega hefur verið bent á. Ef ekki hefði verið um neinn ágreining að ræða, þá hefði hvorki íslend- ingabók né Landnámabók verið skrifaðar, svo mikið er víst.“ að er langur vegur frá að allir íslenskir fræðimenn hafi tekið rannsóknarnið- urstöðum Margrétar opnum örmum og hafa menn beint að henni spjótum sínum úr ýmsum áttum. Það er ekki laust við að maður verði var við vissar efasemdir hjá henni um heilindi gagnrýninnar. „Viðhorfm gagnvart niðurstöðum mín- um sjást kannski best á því að Vísindafélag Islendinga í nafni Háskólans hélt nýverið ráðstefnu, meðal annars um það hvað fornleifafræðin segir okkur um upphaf landnáms. Mér var ekki boðin þátttaka í ráðstefnunni. Hér er ekki bara verið að hundsa Herjólfsdalsrannsóknirnar heldur einnig um leið þá hefð sem norræn forn- leifafræði hefur byggt á, en hún hefur haft töluverð áhrif á fornleifafræðina sem al- þjóðafræðigrein. ÞJÓÐLÍF 9

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.