Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 10

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 10
IN N LE NTIII íilll Vísindi án virkrar gagnrýni eru eins og vélarlaus bíll, aðeins hismi. Málefnaleg gagnrýni er því auðvitað bara af hinu góða. Ég verð þó að segja að mér finnst ýmsar athugasemdir við niðurstöður Herjólfsdalsrannsókna eiga lítið skylt við málefnalega gagnrýni að ekki sé talað um framangreinda framkomu Vísindafélags- manna. Sem dæmi um hæpna gagnrýni má nefna afneitun sumra jarðfræðinga á geislakolsaldursgreiningum (14C) úr byggðinni í Herjólfsdal. Hér er um að ræða birkikol, koluð af manna völdum, sem eru frá 7.-8. öld samkvæmt þessum mælingum. Þessi aldursgreiningaraðferð hefur verið tekin góð og gild innan forn- leifafræðinnar og náttúrufræðigreina hingað til og því afar sérkennilegt að henni sé fundið allt til foráttu hér á landi, ef hún stangast á við ritaðar heimildir sem eru upphaflega skráðar á 12.-13. öld og við þekkjum aðallega í afritum frá 17. öld. Það væri dálaglegt ef Gamla testamentinu væri í dag beítt bókstaflega gegn öllum niður- stöðum og geislakolsaldursgreiningum sem varpað hafa nýju ljósi á þróunarsögu mannsins hér á jörð. Það má einnig láta það fljóta með til fróðleiks að aðrir fornleifafræðingar hafa rekist á aldursgreiningar í byggðaminjum sem ná aftur fyrir 874. Frá uppgreftri sænska fornleifafræðingsins dr. Else Nor- dahl á byggðaleifum í miðbæ Reykjavíkur eru fjórar aldursgreiningar, sem ná aftur á 7.-8. öld og þar að auki fjórar til viðbótar sem ná aftur fyrir aldamótin 900. Hún kaus aftur á móti að láta þessar aldurs- greiningar liggja milli hluta þegar hún birti niðurstöður sínar í sænsku tímariti fyrir tveimur árum." „Eiginlega hefur deilan staðið um tvo þætti, þ.e.a.s. aldur upphaflegs landnáms og aldur landnámsgjóskunnar; sem er ekki eitt og hið sama þar sem elstu byggða- leifarnar undir landnámsgjóskunni hljóta „Þessi aldurs- greiningaraðferð hefur verið tekin góð og gild innan fornleifa- fræðinnar og náttúrufræðigreina hingað til og því afar sérkennilegt að henni sé fundið allt til foráttu hér á landi..." „Frá uppgreftri sænska fornleifafræðingsins dr. Else Nordahl á byggðaleifum í miðbæ Reykjavíkur eru f jórar aldursgreiningar, sem ná aftur á 7.-8. öld og þar að auki f jórar til viðbótar sem ná aftur fyrir aldamótin 900..." að vera eldri en landnámsgosið og landn- ámsgjóskan. Landnámsgjóskan er ösku- lag sem menn eru sammála um að hafi fallið skömmu eftir að byggð hófst á Is- landi. Hugtakið „skömmu eftir" getur hins vegar verið afar teygjanlegt þegar tímatal er annars vegar. Ég varpaði því fram í ritgerð minni um Herjólfsdalsrannsóknir að landnáms- gjóskan gæti verið allt að 200 árum eldri en haldið hefur verið fram af sumum jarð- fræðingum, en það er að hún sé frá því um 900. Ef ég hefði sleppt öllum tilgátum um aldurinn á landnámsgjóskunni þá hefði umræðan vonandi fjallað um það sem mestu máli skiptir, það er aldur elstu byggðar óháð þessu gjóskufalli eða elds- umbrotunum sem hún er upprunnin frá. Landnámsgjóskan hlýtur að vera eldri en frá því um aldamótin 900. En jafnvel þó þetta öskulag væri frá því um 900 er alger- lega útilokað að öll sú byggð sem hægt er að greina undir landnámsgjóskunni og nær allt upp í Þjórsárdal, hafi náð rótfestu á 26 árum. Enda benda rannsóknir mínar til þess að fyrsta byggð nái aftur á 7.-8. öld. Framgrafhar bæjarleifar í Herjólfsdal og Reykjavík eru eins og fyrr segir eftir norræna menn, en ekki íra eða kelta. Þetta er aðal málið og um þetta ætti umræðan að snúast. Það sem styður niðurstöður mínar um hinn háa aldur byggðarinnar í Herjólfsdal er ýmislegt fleira en aldursgreiningarnar með geislakoli (14C), m.a. ýmsir munir er fundust í bæjarhólnum í Herjólfsdal. Af munum má nefna hringprjón og nál- arhús úr bronsi af víkingatímagerð og eins brot úr deiglu (formi sem málmhlutur hef- ur verið steyptur í) þar sem samsetning deiglunnar er af líkri gerð og í deiglum frá víkingatíma m.a. frá Vesturlandi Noregs. Tekið skal fram að aðrir munir úr Herj- ólfsdal eru þess eðlis að þeir geta náð yfir langt tímabil. Þó mátti greina að brýnin úr Herjólfsdal eru af annarri gerð en þeirri sem flutt var út í stórum stíl frá Noregi á víkingatíma og þekkt er frá uppgröftum utan Noregs. Víkingatímamunirnir lágu ofarlega eða efst í mannvistarlaginu, en það er víða mjög þykkt, sem bendir til langvarandi byggðar þegar á 10. öld. I einni húsarústinni mátti sjá að í fremri hlutanum hafi verið fjós og í þeim innri mannabústaður, en þetta fyrirkomulag var algengt á fyrri hluta járnaldar er lýkur um aldamótin 600 á Norðurlöndum, sem styður einnig háan aldur byggðarinnar í Herjólfsdal. Þetta hús er eina þekkta hús- ið með þessu fyrirkomulagi hér á landi, enn sem komið er." Talið barst nú að stöðu kvenna í heimi vísindanna og því hvort rannsóknar- niðurstöður kvenna eigi ef til vill erfiðara uppdráttar en rannsóknir karla. „Hvað mína faggrein varðar í nágranna- löndunum, þá hafa konur verið þar í æðstu fræðimannastöðum og nú eru fleiri konur prófessorar í fornleifafræði í Noregi en karlmenn og kemur þar til að norskar konur standa saman og sýna markvissa samstöðu hver með annarri óháð faglegum ágreiningi. Hér á tímum kvennalista mættu íslenskar konur læra margt af kyn- systrum sínum í Noregi. Mér sýnist á óllu að konur eigi erfitt uppdráttar innan Há- skóla íslands, enda er þær sjaldnast að finna í faglegum áhrifastöðum í þessari æðstu menntastofnun okkar. Það eru alltaf átök í kringum nýjar niðurstöður og þar skiptir auðvitað ekki máli hvort höf- undar þeirra eru karl eða kona. Ráðstefna Vísindafélagsins um land- námið minnir mig þó óneitanlega á ráð- stefnu um íslenska mannfræði í miðvest- urríkjum Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum, þar sem ábyrgðaraðilar ráðstefn- unnar (karlmenn) fóru fram á það við einn ráðstefnugesta, danskan mannfræðing (konu), að hún samræmdi skrif sín að skrifum þeirra karlmannanna. Þessi ókurteisi og yfirgangur olli því að þekktir fræðimenn er voru á ráðstefnunni létu ekki birta fyrirlestra sína í rannsóknarrit- um er gefin voru út síðar, bæði til að sýna samstöðu með danska mannfræðingnum og eins til að mótmæla skorti á óskráðum akademískum siðareglum, er fram kom oftar en einu sinni á þessari ráðstefnu. Danski mannfræðingurinn var í fyrra kölluð í prófessorsstöðu í mannfræði við Kaupmannahafharháskóla, sem sýnir það að hún nýtur mikillar virðingar sem mannfræðingur utan íslensks áhrifasvæð- is. Eg hef oft velt því fyrir mér hvort þessi hegðun, sem er mjög áberandi hér á landi, sé einungis sprottin af skorti á menningar- 10 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.