Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 11

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 11
„Elsta hluta byggðarinnar íHerjólfsdal er einmitt að fínna undirþessari ösku og sú byggð nær aftur á 7. -8. bld", segir dr. Margrét. Myndin er frá uppgreftrinum íHerjólfsdal. (Mynd: Sigurg. Jónasson Vestmannaeyjum) legri fágun og akademískri ögun eða hvort hún beinist einkum að konum?" Margrét taldi að erfitt væri fyrir sig að leggja mat á eigin niðurstöður í víðu faglegu samhengi. Viðbrögð virtra forn- leifafræðinga í Norður-Evrópu bentu þó til þess að þeir telji að niðurstöður Herj- ólfsdalsrannsókna hafi þegar haft áhrif á afstöðu fagmanna þar varðandi flutning norrænna manna út til Norður-Atlants- hafseyjanna, áður en víkingaferðir hófust. „Það var vitað að menn fluttust frá Nor- egi til skosku eyjanna, Hjaltlands og Orkneyja fyrir 800 og þar má greina merki um friðsamlegt þjóðfélag bænda, sem voru nokkuð jafnir innbyrðis, en engir víkingar. Ég varpa því fram í ritgerð minni að fyrsta landnámssamfélagið hér á landi hafi einkennst af sömu þáttum og því hafi þeir er síðar komu (landnáms- menn íslendingabókar og Landnámu) getað náð yfirráðum hér án mikillar fyrir- stöðu, hvort heldur gripið var til vopna eða öðrum ráðum beitt. Niðurstöður Herjólfsdalsrannsókna eru einnig taldar geta haft áhrif á mögu- leika okkar til að greina á milli víkingatím- ans annars vegar og tímabilsins næst á undan, meróvingertímans (frá ca. 600-800 e.Kr.). Meróvingertíminn er nokkurs konar myrkar aldir í norrænni fomleifa- fræði og hefur einkennst af því að fáar „En jafnvel þó þetta öskulag væri frá því um 900 þá er algerlega útilokað að öll sú byggð sem hægt er að greina undir landnáms- gjóskunni og nær allt upp í Þjórsárdal, hafi náð rótfestu á 26 árum. Enda benda rannsóknir mínar til þess að fyrsta byggð nái aftur á 7.-8. öld..." byggingaleifar eru þekktar frá þeim tíma, en elsti hluti Herjólfsdalsbyggðarinnar nær aftur á meróvingertíma." En hvert er síðan eðlilegt framhald rann- sóknanna í Herjólfsdal? „Eg óttast verulega, að ekki verði hægt að stuðla að fornleifarannsóknum með eðlilegum hætti hér á landi í náinni fram- tíð. Á fyrra ári voru samþykkt ný þjóð- minjalög, en fagleg endurskoðun laganna var, ólíkt því sem gerist erlendis, sett í hendur þeirra sem beinna hagsmuna höfðu að gæta af endurskoðuninni. Þó almennt sé viðurkennt að fornleifa- varslan hafi lengi verið bágborin undir stjórn Þjóðminjasafns, þá var endurskoð- unin sett í hendur safnsins, sem þýddi að hagsmunaaðilar í safninu unnu leynt og ljóst að því að styrkja völd sín á kostnað faglegra þátta. Ég reyndi mikið að koma á framfæri hugmyndum úr fornleifalöggjöf nágrannalandanna, sem ég hafði sniðið að eigin hugmyndum og íslenskum raun- veruleika, en án árangurs. Hugmyndirnar fólu meðal annars í sér að fornleifavörslu og yfirumsjón fornleifarannsókna yrði ÞJÓÐLÍF 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.