Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 13
„Mér sýnist á öllu að konur eigi erfitt uppdráttarinnan Háskóla íslands, enda erþær sjaldnast að fínna ífaglegum áhrifastöðum íþessari æðstu menntastofnun okkar.“ (Mynd: G.H.Á.) þorir Þjóðminjasafnsvaldið ekki í Davíð eftir að hafa farið halloka í deilunum um Viðey. Þar reyndi sama vald að hindra það að Reykjavíkurborg fengi umráðarétt yfir eynni, þó svo í því fælist að hægt yrði að bjarga merkum menningarminjum í eynni frá bráðri glötun. Viðey er eitt af mörgum dæmum um það hvernig einokunarvaldi Þjóðminja- safns er hreinlega beitt til að vinna gegn eða hundsa eðlilega minjavörslu í nafni fáránlegrar valdsmennsku einstaklinga. Þetta sem og fleiri dæmi þekkja alþingis- menn og aðrir valdamenn hér á landi, en samt finnst þeim ekki ástæða til að gera neitt til að skapa fornleifavörslunni eðlileg skilyrði. Sem sagt, nú er búið að innleiða gerræð- isreglur í hvívetna varðandi fornleifarann- sóknir sem eru í líkingu við rannsóknar- réttinn forðum og skal þeim nú beitt af fólki sem hefur takmarkaða þekkingu á fornleifafræði sem fræðigrein.“ argrét telur það afar ólíklegt að henni verði gert kleift að vinna áfram að rannsóknum á fyrstu byggð á Islandi. „í rauninni er það óðs manns æði að ætla sér að reyna að vinna að eðlilegu fram- haldi rannsókna á fyrstu byggð hér á landi við þær gerræðisreglur sem nú er búið að innleiða, nema mann langi til að láta nið- urlægja sig stöðugt af þeim sem greinilega telja að gjaldgengir fornleifafræðingar vinni ekki af heilindum. Hér erum við komin að kjarna þess af hverju menn börðust heiftarlega gegn sjálfstæði forn- leifavörslunnar, þeir töldu greinilega að „Viðey er eitt af mörgum dæmum um það hvernig einokunarvaldi Þjóðminjasafns er hreinlega beitt til að vinna gegn eða hundsa eðlilega minjavörslu í nafni fáránlegrar valdsmennsku..." fagleg umhyggja og gjaldgeng þekking væri ógnun við eitthvað sem þeir gætu ekki staðið við sjálfir. Ég er sannfærðari en nokkru sinni um að hið eina sem getur bjargað íslenskri fornleifafræði og gert hana samkeppnis- færa við faggreinina erlendis, sé að hér verði stuðlað að uppfærslu sjálfstæðrar fornleifafræðistofnunar, þar sem gjald- geng fagmenntun og fagleg gæði verði frá upphafi sett ofar einokun og bönnum. Slík stofnun þyrfti ekki að kosta neitt meira en fornleifadeild í Þjóðminjasafni. Ég verð samt að viðurkenna það, að sé tekið mið af því sem á undan er gengið, þá er ég heldur vonlítil um stuðning fram- kvæmdavaldsins yfirleitt við gildi sjálf- stæðrar fagstofnunar í fornleifafræði; því ég hef ekki orðið vör við að menn almennt hafi mikinn skilning á menningargildi fornleifa hér á landi og enn síður löngun til að gefa innlendri fornleifafræði möguleika á því að þróast við eðlilegar aðstæður! Skilnings á gildi íslenskra fornleifa í fag- legu tilliti verður því enn um sinn að leita utan íslands. Hvað sjálfa mig varðar þá er ég nýkom- in úr för til Þýskalands til fyrirlestrahalds og til að heimsækja rannsóknastofnanir og -deildir í fornleifafræði en Þjóðverjar hafa sýnt rannsóknarverkefni mínu að Gásum og víðar á Norðurlandi eystra áhuga. Þetta verkefni eins og fleira hef ég ekki getað stundað með eðlilegum hætti vegna ýmiss konar vandkvæða innan minjavörslunnar undir stjórn Þjóðminjasafns. Þar sem ég sé ekki fram á að geta stundað útirannsóknir á næstunni vegna þess gerræðislega kerfis sem búið er að leiða yfir íslensk fornleifa- mið, verð ég annað hvort að halda mig eingöngu við skrifborðið í von um betri tíð eða flytja úr landi til starfa. Seinni kostinn er ég að kanna um þessar mundir.“ 0 ÞJÓÐLÍF 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.