Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 14
INNLENT De nordiske landes bidrag til UNHCR og UNRWA beregnet i dollars pr. indbygger 7.0 ^Noregur Svíþjóð c Danmörk /Finnland - ísland 6.5 6.0 5.5 5.0 4.5 """ 4.0 3.5 ÍSLEND- 3.0 2.5 INGAR 2.0 1.5 EKKI 1.0 0.5 0.0 MEÐ! 19 84 19 85 19 86 19 87 1988 1989 Framlög Islendinga til flóttamannahjálpar hverfandi. Algjörir eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða. Löggjöfin 25 ára og úrelt — ekkert gert. Aðild að Flóttamannastofnunum í orði — en ekki á borði. Afarfáir útlendingar á Islandi íslendingar taka hverfandi þátt í að leysa flóttamannavandamál heimsins. Þeir sinna ekki því hlutverki sem þeim ber samkvæmt samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Fjárframlög þeirra eru hverf- andi. Þeir taka ekki þann fjölda flótta- manna sem þeim ber. Hérlend löggjöf um eftirlit með útlendingum er 25 ára gömul en annars staðar á Norðurlöndum hafa sambærileg lög verið í endurnýjun á allra síðustu árum. Og þótt Islendingar séu aðilar að alþjóðlegum stofnunum standa þeir ekki við þær skyldur sem sú þátttaka leggur þeim á herðar. Islending- ar eru víðs fjarri þar sem slík mál eru í deiglunni. Lesendum Þjóðlífs eru eflaust í fersku minni skrif blaðsins um gyðinga sem reyndu að leita hælis á íslandi fyrir síðari heimsstyrjöldina. Þá sýndu íslendingar fáheyrða hörku og miklu meiri en aðrar Norðurlandaþjóðir og skipar hún íslend- ingum á spjöld sögunnar sem einhverri ósveigjanlegustu þjóð álfunnar á þeim ár- um. Atburðir sem breyttu viðhorfum heimsins (eins og innlimun Austurríkis og kristalsnóttin 1938) höfðu þá engin áhrif á afstöðu íslenskra stjórnvalda og þau sýndu öllum sömu hörkuna. Það vekur athygli að „Lög um eftirlit með útlendingum" frá árinu 1965 eru að stofni til sömu lög og sett voru 1936 (eins og fram hefur komið í ummælum dómsmálaráðherra í útvarpi og sjónvarpi) og notuð voru í tilfellum flestra gyðinganna. Með öðrum orðum: íslensk stjórnvöld hafa í grundvallaratriðum sömu stefnuna og þau höfðu þá í málum fólks sem hingað reynir að komast frá útlöndum. Á Norð- urlöndum hafa sambærileg lög verið í stöðugri endurnýjun á síðustu árum: norsku lögin eru frá 1990, þau sænsku frá 1989 og þau dönsku og finnsku frá 1983 þótt lögunum hafi verið breytt nokkrum sinnum í báðum löndunum síðan. Þetta vekur athygli í ljósi þess að á síðustu vik- um hafa dómsmálaráðherra og Útlend- ingaeftirlit látið í ljós þá skoðun að löggjöf- in sé úrelt — en samt er ekkert gert. Utlendingar eru fáir á íslandi sé miðað 14 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.