Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 15

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 15
við nágrannalönd. Fyrsta desember 1989 voru erlendir ríkisborgarar á Islandi alls 4.774 eða um 1.9 prósent íbúa landsins. I Danmörku er þetta hlutfall 2.8 prósent, í Svíþjóð og Þýskalandi um 5 prósent og í Sviss um 15 prósent svo nokkur dæmi séu nefnd. Um þessar mundir er mjög rætt um hugsanlegar afleiðingar af breyttum að- stæðum í álfunni, meðal annars frjálsu flæði vinnuafls innan hennar. Islendingar hafa allt frá árinu 1983 verið aðilar að frjálsum vinnumarkaði Norðurlanda- þjóða og niðurstaðan er sú að um fimm sinnum fleiri Islendingar hafa leitað at- vinnu á Norðurlöndum en Norðurlanda- búar hér. Á þessu ári kom út í Danmörku bókin Asyl í Norden, sem gefin er út af Flótta- mannastofnuninni þar. Þar kemur meðal annars fram að íslendingar hafa látið lang- minnst af hendi rakna til flóttamanna- hjálpar í heiminum af Norðurlandaþjóð- um — sé miðað við íbúafjölda. Á árinu 1989 létu Norðmenn um 7 dollara á íbúa renna til þessara verkefna, Svíar og Danir um 6 dollara og Finnar um 5 dollara til flóttamannastofnana Sameinuðu þjóð- anna. I bókinni er einnig yfirlit yfir fjölda þeirra flóttamanna sem fengið hafa hæli á Norðurlöndum á sex ára tímabili, frá ár- inu 1984-89. Þar kemur fram að árið 1989 leituðu 10 manns hælis sem pólitískir flóttamenn á Islandi og fengu þeir allir einungis tímabundin dvalarleyfi. Á sama ári leituðu um 30 þúsund manns hælis í Svíþjóð, tæp 5 þúsund í Danmörku, 4500 í Noregi og 173 í Finnlandi. Á árinu 1988 fékk enginn flóttamaður hæli á Islandi. Flóttamenn eru tvenns konar: annars vegar hinir svokölluðu „spontan“-flótta- menn, sem leita hælis sjálfir; hins vegar „kvóta“-flóttamenn, sem stofnanir Sam- einuðu þjóðanna finna hæli í einstökum aðildarlöndum sínum. Flóttamannastofnanir Sameinuðu þjóð- anna eru þrjár: sú mikilvægasta nefnist á ensku United Nations High Commission- er for Refugees og var stofnuð 1951. Mikil- vægasta verkefni þeirrar stofnunar er að tryggja alþjóðlega vernd flóttamanna. Hún leitast við að dreifa flóttamönnum á hin ýmsu lönd heimsins. Önnur stofnun nefnist UNRWA eða United Nations Re- liefand Works Agency for Palestine Refu- gees og hefur það verkefni að sinna sér- staklega flóttamannavanda í Austurlönd- um nær. Þriðja stofnunin er IOM eða International Organization for Migration og var stofnuð 1952. íslendingar eru ekki aðilar að henni. I bókinni Asyl í Norden er gerður sam- anburður á löggjöf þeirri sem í gildi er á Norðurlöndunum um innflytjendur. Rannsókn sú sem birt er í bókinni er unn- in af Dönsku flóttamannastofnununni með stuðningi Norðurlandaráðs. Þar kemur í ljós að meðan aðrar Norðurlanda- þjóðir hafa endurnýjað þessar reglur á Heimilislausir ílóttamenn hljóta litla náð hjá Islcndingum. allra síðustu árum búa íslendingar við lög frá 1965. í þeim er orðið „innflytjandi" til dæmis ekki til. Það er til marks um það hversu lítil endurnýjun hefur orðið á þess- um reglum að konur og karlar voru ekki jafngildar verur gagnvart þeim allt fram til ársins 1989. Fram að þeim tíma var er- lendum konum giftum íslenskum mönn- um ekki gert að sækja um dvalarleyfi eftir tveggja ára sambúð; hins vegar var erlend- um körlum giftum íslenskum konum gert að sækja um slíkt leyfi enn sem fyrr. Regfna Harðardóttir, sem er gift frönsk- um manni, kærði þessa reglugerð til Jafn- réttisráðs og var niðurstaða þess skýr: hún stangaðist gróflega á við Jafnréttislögin frá árinu 1975 og hafði þannig verið ólögleg í alls fjórtán ár! Hörð gagnrýni hefur komið fram á af- stöðu íslenskra stjórnvalda í þessu efni, einkum frá Ragnari Aðalsteinssyni lög- fræðingi. Talað hefur verið um að hér skorti afar margt í löggjöfma, t.d. réttar- stöðu hinna svokölluðu de facto flótta- manna, sem ekki er nauðsynlegt að veita hæli samkvæmt alþjóðlegum samningum en er hins vegar gert af mannúðarástæð- um. Sömuleiðis hafa útlendingar sem hér leita hælis litla sem enga möguleika á að leita sér lögfræðilegrar aðstoðar og svo vitnað sé til orða Ragnars Aðalsteinssonar er „litið á þá sem glæpamenn uns annað sannast“. Dæmi um beitingu þessara reglna er sú málsmeðferð er hópur búlgarskra manna, sem hingað kom í apríl á síðastliðnu ári, fékk. Þeir hugðust nýta sér það frjálsræði í utanríkissamskiptum íslands og Búlgar- íu, sem fest var í samningi frá 10. apríl 1968. Samkvæmt honum skyldu búlg- arskir ríkisborgarar fá að vera hér á landi í 3 mánuði án vegabréfsáritunar. Útlend- ingaeftirlitið úrskurðaði í þessu tilfelli að mennirnir væru komnir í atvinnuskyni og voru þeir umsvifalaust fluttir úr landi aft- ur. Vald Útlendingaeftirlitsins er afar mik- ið samkvæmt núverandi reglum og sam- band þess við Dómsmálaráðuneytið óskýrt. Þannig er óljóst hvenær t.d. brott- vísun er látin koma til kasta ráðuneytis og hvenær ekki. Ráðherra og fulltrúa útlend- ingaeftirlits kemur ekki saman um fjölda þeirra skipta sem það hefur verið gert (eins og kom fram í þættinum Innflytjend- ur á íslandi - RÚV 18. des). Ljóst er hins vegar að útlendingurinn sjálfur hefur ekk- ert áfrýjunarvald fái hann synjun um land- göngu. -óg ÞJÓÐLÍF 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.