Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 15

Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 15
við nágrannalönd. Fyrsta desember 1989 voru erlendir ríkisborgarar á Islandi alls 4.774 eða um 1.9 prósent íbúa landsins. I Danmörku er þetta hlutfall 2.8 prósent, í Svíþjóð og Þýskalandi um 5 prósent og í Sviss um 15 prósent svo nokkur dæmi séu nefnd. Um þessar mundir er mjög rætt um hugsanlegar afleiðingar af breyttum að- stæðum í álfunni, meðal annars frjálsu flæði vinnuafls innan hennar. Islendingar hafa allt frá árinu 1983 verið aðilar að frjálsum vinnumarkaði Norðurlanda- þjóða og niðurstaðan er sú að um fimm sinnum fleiri Islendingar hafa leitað at- vinnu á Norðurlöndum en Norðurlanda- búar hér. Á þessu ári kom út í Danmörku bókin Asyl í Norden, sem gefin er út af Flótta- mannastofnuninni þar. Þar kemur meðal annars fram að íslendingar hafa látið lang- minnst af hendi rakna til flóttamanna- hjálpar í heiminum af Norðurlandaþjóð- um — sé miðað við íbúafjölda. Á árinu 1989 létu Norðmenn um 7 dollara á íbúa renna til þessara verkefna, Svíar og Danir um 6 dollara og Finnar um 5 dollara til flóttamannastofnana Sameinuðu þjóð- anna. I bókinni er einnig yfirlit yfir fjölda þeirra flóttamanna sem fengið hafa hæli á Norðurlöndum á sex ára tímabili, frá ár- inu 1984-89. Þar kemur fram að árið 1989 leituðu 10 manns hælis sem pólitískir flóttamenn á Islandi og fengu þeir allir einungis tímabundin dvalarleyfi. Á sama ári leituðu um 30 þúsund manns hælis í Svíþjóð, tæp 5 þúsund í Danmörku, 4500 í Noregi og 173 í Finnlandi. Á árinu 1988 fékk enginn flóttamaður hæli á Islandi. Flóttamenn eru tvenns konar: annars vegar hinir svokölluðu „spontan“-flótta- menn, sem leita hælis sjálfir; hins vegar „kvóta“-flóttamenn, sem stofnanir Sam- einuðu þjóðanna finna hæli í einstökum aðildarlöndum sínum. Flóttamannastofnanir Sameinuðu þjóð- anna eru þrjár: sú mikilvægasta nefnist á ensku United Nations High Commission- er for Refugees og var stofnuð 1951. Mikil- vægasta verkefni þeirrar stofnunar er að tryggja alþjóðlega vernd flóttamanna. Hún leitast við að dreifa flóttamönnum á hin ýmsu lönd heimsins. Önnur stofnun nefnist UNRWA eða United Nations Re- liefand Works Agency for Palestine Refu- gees og hefur það verkefni að sinna sér- staklega flóttamannavanda í Austurlönd- um nær. Þriðja stofnunin er IOM eða International Organization for Migration og var stofnuð 1952. íslendingar eru ekki aðilar að henni. I bókinni Asyl í Norden er gerður sam- anburður á löggjöf þeirri sem í gildi er á Norðurlöndunum um innflytjendur. Rannsókn sú sem birt er í bókinni er unn- in af Dönsku flóttamannastofnununni með stuðningi Norðurlandaráðs. Þar kemur í ljós að meðan aðrar Norðurlanda- þjóðir hafa endurnýjað þessar reglur á Heimilislausir ílóttamenn hljóta litla náð hjá Islcndingum. allra síðustu árum búa íslendingar við lög frá 1965. í þeim er orðið „innflytjandi" til dæmis ekki til. Það er til marks um það hversu lítil endurnýjun hefur orðið á þess- um reglum að konur og karlar voru ekki jafngildar verur gagnvart þeim allt fram til ársins 1989. Fram að þeim tíma var er- lendum konum giftum íslenskum mönn- um ekki gert að sækja um dvalarleyfi eftir tveggja ára sambúð; hins vegar var erlend- um körlum giftum íslenskum konum gert að sækja um slíkt leyfi enn sem fyrr. Regfna Harðardóttir, sem er gift frönsk- um manni, kærði þessa reglugerð til Jafn- réttisráðs og var niðurstaða þess skýr: hún stangaðist gróflega á við Jafnréttislögin frá árinu 1975 og hafði þannig verið ólögleg í alls fjórtán ár! Hörð gagnrýni hefur komið fram á af- stöðu íslenskra stjórnvalda í þessu efni, einkum frá Ragnari Aðalsteinssyni lög- fræðingi. Talað hefur verið um að hér skorti afar margt í löggjöfma, t.d. réttar- stöðu hinna svokölluðu de facto flótta- manna, sem ekki er nauðsynlegt að veita hæli samkvæmt alþjóðlegum samningum en er hins vegar gert af mannúðarástæð- um. Sömuleiðis hafa útlendingar sem hér leita hælis litla sem enga möguleika á að leita sér lögfræðilegrar aðstoðar og svo vitnað sé til orða Ragnars Aðalsteinssonar er „litið á þá sem glæpamenn uns annað sannast“. Dæmi um beitingu þessara reglna er sú málsmeðferð er hópur búlgarskra manna, sem hingað kom í apríl á síðastliðnu ári, fékk. Þeir hugðust nýta sér það frjálsræði í utanríkissamskiptum íslands og Búlgar- íu, sem fest var í samningi frá 10. apríl 1968. Samkvæmt honum skyldu búlg- arskir ríkisborgarar fá að vera hér á landi í 3 mánuði án vegabréfsáritunar. Útlend- ingaeftirlitið úrskurðaði í þessu tilfelli að mennirnir væru komnir í atvinnuskyni og voru þeir umsvifalaust fluttir úr landi aft- ur. Vald Útlendingaeftirlitsins er afar mik- ið samkvæmt núverandi reglum og sam- band þess við Dómsmálaráðuneytið óskýrt. Þannig er óljóst hvenær t.d. brott- vísun er látin koma til kasta ráðuneytis og hvenær ekki. Ráðherra og fulltrúa útlend- ingaeftirlits kemur ekki saman um fjölda þeirra skipta sem það hefur verið gert (eins og kom fram í þættinum Innflytjend- ur á íslandi - RÚV 18. des). Ljóst er hins vegar að útlendingurinn sjálfur hefur ekk- ert áfrýjunarvald fái hann synjun um land- göngu. -óg ÞJÓÐLÍF 15

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.