Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 16

Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 16
ANDLEG VAKNING AISLANDI Segir Helgi S. Guðmundsson frumkvöðull Norðurljósanna, bœnafélags sem starfar í Reykjavík í rúmlega fjögur ár hefur verið starfandi bænafélag í Reykjavík, Norðurljósin, þar sem nokkrir tugir manna koma sam- an til bænahalds og borðhalds einu sinni í viku hverri. Akveðin dulúð hefur fylgt félaginu en heyrst hefur að margir ráða- menn þjóðarinnar hafi komið á fundi þess. Þjóðlíf leitaði til Helga S. Guð- mundssonar eins stofnanda Norðurljós- anna og spurði fyrst um aðdraganda að stofnun félagsins: — Aðdragandi að stofnun Norðurljós- anna var nokkuð langur. Ég hef lengi verið virkur leikmaður innan kirkjunnar og í kunningjahópi mínum eru margir prestar. Þeir finna oft til þess að vera dálít- ið einangraðir og fá ekki stuðning frá leik- mönnum. Þátttaka leikmanna er alltof rýr í störfum kirkjunnar þannig að allt byggist á prestunum. Við vildum félag fyrir áhugamenn um kristindóminn, fyrir menn sem vilja styrkja sig andlega. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að menn séu kristnir. Hvenær gerðist þetta og hvað gerið þið á fundunum? — Norðurljósin voru stofnuð 20.októ- ber 1986 og við hittumst á hverjum mánu- degi. Fyrst vorum við á veitingastöðum en að undanförnu höfum við hist í safnaðar- heimili Grensáskirkju, en þar eru góðar aðstæður fyrir bænafélagið. Þar fáum við súpu og brauð í hádeginu. — Fundirnir ganga þannig fyrir sig að við bjóðum alla velkomna, gesti sérstak- lega sem skrá sig í gestabók. Síðan er grundvöllurinn (sjá rammagrein) lesinn og lesið úr Biblíunni. Það er kallað eftir bænarefnum fyrir fundi og þau skrifuð í sérstaka bænabók. Sá sem les úr Biblíunni byrjar á bænalestri og síðan taka aðrir við ef menn vilja. Þegar þessu er lokið standa allir upp, haldast í hendur og biðja saman faðirvorið. Eru menn ekkert feimnir til að byrja með? — Við verðum vör við það þegar menn eru að koma í fyrsta skipti til okkar í Norð- urljósunum að þeim bregður þegar þeir sjá og heyra ólíka menn, verkamann og for- stjóra biðja upphátt. Það er afþví að menn hafa alltaf verið þiggjendur í kirkjunni, þeir hafa ekki verið virkir þátttakendur. En strax eftir fyrsta fund er öllum þetta eðlilegt. Eftir hverju eru menn að sækjast? — Ég hef fundið það í mínu starfi í samræðum við fólk að menn út um allt eru í þörf fyrir svona andlegt samfélag. Þetta á ekki síst við um stjórnendur fyrirtækja. Mönnum finnst þeir ekki fá það sem þeir voru að leita eftir í kirkjunni og sækjast eftir innilegri tengslum við trú og annað fólk. Er það tilviljun að stjórnendur fyrirtækja eru áberandi í Norðurljósunum? — í félaginu eru jafnt verkamenn, þingmenn sem forstjórar fyrirtækja. En stjórnendur fyrirtækja eru e.t.v. fleiri en aðrir. Ætli ástæðan sé ekki sú að menn sem hafa mannaforráð eru oft einangraðir, en þeir eru oft andlega hugsandi og hafa þörf fyrir samfélag eins og þetta. — Upphaflega fékk ég þá hugmynd að kalla saman menn, sem eru áhugasamir um kristið starf og vilja lyfta undir kristna trú. TO að byrja með voru margir úr hin- um frjálsu kristnu samtökum í Norður- ljósunum. Jafnvel fólk utan þjóðkirkjunnar? — Jafnvel, vegna þess að ein hug- myndin á bak við þetta var að geta samein- að þessa hópa, því eitt geta menn verið sammála um í kristninni og það er bænin. Við tökum enga afstöðu til deilumála milli safnaða eða þess háttar. Eru Norðurljósin þá frjálslynd í trúmál- um? — Nei, það er ekki hægt að orða það þannig eins og sést á grundvellinum. En þau eru frjálslynd að því leyti að það er rúm þar fyrir öll kristin samfélög. Enda taka menn þátt í félaginu hvaðanæva að; kaþólikkar, úr Veginum, Fíladelfíu o.s.frv., en flestir eru úr Þjóðkirkjunni. Eining okkar felst í einingu um grundvöll- inn sem lesinn er í upphafi samveru- stundar. Telur þú þá enga hættu á öfgum eða ofstæki í félaginu? — Nei, það tel ég ekki vera. Við kom- um eiginlega í veg fyrir að svo geti orðið GRUNDVÖLLUR BÆNAFÉLAGSINS: Við erum hér saman komin í dag til að lofa Guð og biðja. Grundvöllur okkar er einn og hinn sami: trúin á Guð, foður, son ogheilagan anda, eins ogfram kem- ur í hinni postullegu trúarjátningu. Við komum frá hinum ólíku stéttum og stigum. Samfélög og kirkjudeildir marka enga múra okkar í miilum. Við komum saman með svo sérstæðum hætti, sem raun ber vitni um, til að freista þess að ná til sem flestra, sem ella færu á mis við snertingu heilags anda og endurnýjun trúarlífsins. Þungamiðja starfs okkar er bænahald. Við viljum biðja fyrir hinni íslensku þjóð, ráða- mönnum hennar og öllum landsins lýð. Við komum saman einu sinni í viku hverri eina klst. í senn, gjarnan mitt í dagsins önn. Hver bænafélagi má bjóða með sér gestum samkvæmt því, sem honum finnst eðlilegt. Innan viku frá fyrstu samveru hvers gests skal viðkom- andi gestgjafi hafa samband við hann og ganga úr skugga um hvort beðið er um áframhaldandi samfélag við bænafélag- ið. Þaðskal vera skylda hvers fasts félaga aðgera alltsem íhans valdi stendur tilað bæta a.m.k. tveimur nýjum fóstum fé- lögum við félagaskrána á ári hverju. Dagskrá hverrar samveru er einföld: sameiginleg máltíð, stuttur lestur úr Biblíunni, bæn íl5—20mínúturogsíðan andlegt samfélag eftir aðstæðum hverju sinni. Bænir eru frjálsar, allir hafa frelsi til að leggja inn bænarorð, en engum er skylt að biðja upphátt. Hverhópur velur sér fjóra menn til þjónustu sex mánuði í senn. Þeir skulu leiða hverja samverust- und. Við trúum að Guð vilji leiða fram trúarvakningu og endurnýjun hugarfars- ins á Islandi. Þvíleggjum við okkur fram til lifandi þjónustu, Guði til dýrðar, lýð hans til blessunar. Amen. 16 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.