Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 17

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 17
Helgi S. Guðmundsson. Allir hafa þörffyrir andlegt samfélag. Mikil vakning á síðustu fjórum árum. (Mynd: Gunnar H. Ársælsson) með því að engum er boðið í félagið nema hann sé á þessari opnu línu. Það kemur í veg fyrir að öfgar geti þrifist þar. Hefur það frá upphafi verið þannig að gestum er boðið að koma, og hafið þið markvisst boðið fyrirmönnum í landinu til ykkar? — Já, við höfum boðið gestum frá upp- hafi af öllum þjóðfélagsstigum. Hitt er meira tilviljun og meira talað um það þegar ráðherrar og háttsettir menn koma til okkar. En það er engin stefna hjá okkur að velja þannig úr og eins og ég hef sagt, það er fólk úr öllum þjóðfélagshópum í Norðurljósunum. Finna menn fyrir styrkari mætti bænar- innar þegar þeir biðja saman heldur en þegar þeir biðja í hljóði og einrúmi til síns guðs? — Það er náttúrulega mjög sterkt að biðja saman. Menn hafa stuðning hver af öðrum. Menn læra margt í bænalífinu og hinu kristna lífi. Það gefur þeim geysilega mikið sem eru t.d. á kafi í viðskiptum í dagsins önn að hittast á allt öðrum grund- velli. Menn ræða líka ýmislegt sem þeim liggur á hjarta á þessum fundum. Það er þá gefið tóm til samræðna? — Já, eftir bænahaldið borðum við og ræðum saman undir borðum um hvað sem er. Svona samfélag er eins og kirkjan og flestir tala um að Norðurljósin gefi þeim mikið. Allir hafa þörf fyrir andlegt samfé- lag, að eiga vini og kunningja á öðrum grundvelli en í amstri dagsins. Hafa orðið breytingar á trúarvitund fólks þennan tíma sem þið hafið starfað í Norðurljósunum? — Það hefur orðið gífurleg breyting á viðhorfum fólks á þessum fjórum árum sem Norðurljósin hafa starfað. Áður fann maður meira fyrir því að fólk var feimið við að ræða trú sína. Sama átti við um tal um Jesú Krist sem frelsara okkar. Nú leita menn meira eftir að skilja betur kristna trú og leita eftir andlegu samfélagi. Þeir eru meira að segja í ríkari mæli en áður reiðu- búnir til að ræða þessi mál. Menn í ólíkleg- ustu stöðum eru trúaðir. — Það er engin spurning að það hefur orðið andleg vakning í landinu, og hún streymir um kristindóminn. Ég tel reynd- ar að nýaldarhreyfingin muni einnig nema staðar í kristinni kirkju. Fólk er andlega leitandi og margir leita til Norðurljós- anna. Starfið þar hefur líka ýtt undir meira starf tengt trúmálum og andlegri leit manna. Þannig er ég t.d. í átta manna hópi sem hittist vikulega í fyrirtæki hér í borg til að eiga bænastund saman og fleiri slíkir hópar eru til. Þá taka margir Norð- urljósamanna þátt í kyrrðarstund í Laug- arneskirkju í hádeginu á fimmtudögum. Taka eingöngu karlmenn þátt í starfi ykkar? — Nei, margar konur hafa komið á fundi hjá okkur. En hinu er ekki að leyna að þær eru færri en karlarnir. Það er ekki þannig að karlmenn eigi erf- iðara með að koma fram sem trúmenn í návist kvenna? — Alls ekki. í þessu efni hefur orðið mikil breyting, menn eru ófeimnir við að rækta trú sína, ekki síst karlmenn. Ég hugsa að á þessu fjögurra ára tímabili hafi yfir 400 manns komið til okkar í Norður- ljósunum. Sumir koma sjaldan, láta líða langan tíma og birtast svo aftur. En fólk er almennt mjög leitandi í dag og opið gagn- vart þessum málum. Eru fleiri félög hliðstæð Norðurljósun- um starfandi í landinu? — Ekki svo ég viti til, nema Norður- ljósin eru einnig starfandi á Akureyri. Ég er hins vegar einnig í Gideon félaginu, sem er gamalt og traust félag. Markmið þess er að breiða út kristna trú m.a. með því að gefa Nýja testamentið og biblíur inn á hót- el eins og allir þekkja. Það er náttúrulega ekki rekið eins og Norðurljósin, þó það sé einnig gott samfélag. Sjálfsagt eru til margir lokaðir bænahringir, en ég þekki bara ekki til þeirra. Hvert heldur þú að verði framhaldið á þessu starfi? — Ég held að Norðurljósin séu komin til að vera. Rekstur félagsins og umfang er svo lítið; þetta er ekkert bákn, engin skrif- finnska og engir peningar í spilinu. Fólk finnur sig í þessu og nýtur samverunnar. Er einhver pólitískur litur á þessu félagi? — Alls ekki, ég veit ekki til þess að pólitík sé nokkurn tíma rædd þarna. Og fólk úr öllum stéttum og flokkum tekur þátt í starfinu. Ég get alls ekki fundið að trúarþörf sé minni hjá hægri mónnum en vinstri mönnum eða öfugt. Þetta er bara mannlegt eðli. Efnishyggjan er á undan- haldi og alls konar fólk hætt að vilja fórna hverju sem er fyrir eftirsóknina. Við leit- um að friði og menn hlakka til að koma á fundi. Þarna eru engir öfgar, heldur friður og vinátta. Og þarna ríkir að sjálfsögðu alger trúnaður milli manna. 0 ÞJÓÐLÍF 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.