Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 19
Hún mótmælti áformum um náðun herforingjanna. Fundurínn erþrunginn reiði og sorg. Margir gráta... eru 35.000 leigubílar í Buenos Aires og þennan eftirmiðdag virðast þeir allir vera í miðborginni. Ég leita hælis frá útblæstrin- um inni á Café Tortoni. Það er elsta kaffi- hús borgarinnar, rekið samfellt frá árinu 1858. Á fyrri hluta aldarinnar var það mið- stöð menningar og lista í Buenos Aires; þangað komu allir sem einhvers máttu sín og tróðu upp eða tóku þátt í heitum um- ræðum. Á tímabili töldu námsmenn það lær- dómsríkara að sitja dagstund á Tortoni en að sækja fyrirlestra í heimspeki og bók- menntum við háskólann. Á kvöldin titraði andrúmsloftið af áköfum Tangó. Veggirn- ir eru þaktir myndum af meira og minna gleymdum stórmennum, rithöfundum og leikurum, bóhemum og tónlistarmönn- um, heimspekingum og stjórnmálamönn- um. Eins og svo margt annað í Buenos Aires bergmálar Tortoni forna frægð, þegar Argentína keppti við Bandaríkin sem land auðs og tækifæra í Vesturheimi. í kreppuhrjáðri Argentínu nútímans eru það einkum ferðamenn sem velgja dimm- rauða leðurstólana á Tortoni. Eg panta kaffi og greiði 15.000 australi fyrir bollann. Fyrir tveimur árum kostaði kaffibolli á sama stað 35 australi og þótti dýr. Verðbólgan er mæld í tugum og hundruðum prósenta á mánuði. Harka- legar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar Carlos Menems fjölga hröðum þeim sem lifa undir fátæktarmörkum. Ég les í dag- blöðunum að næsta skref sé að segja upp 115.000 ríkisstarfsmönnum og selja ríkis- fyrirtæki. Ríkisflugfélagið Aerolinas Ar- gentinas hefur þegar verið selt spænska flugfélaginu Iberia og næst á listanum er Póstur og sími. Fjöldauppsagna er að vænta í kjölfar hagræðingarráðstafana nýrra eigenda. Þrír strákhnokkar laumast inná kaffi- húsið og bjóða mér bókamerki úr plasti til sölu. Betl er ekki jafn áberandi hér og á götum Montevideo eða Rio; hér selja götubörnin alls konar glingur í stað þess að rétta eingöngu út lófann og betla. Þjónninn kemur auga á strákana og rekur þá út. Hann gefur þeim poka með salt- hnetum og áminnir þá um að halda sig frá gestunum. Götubörnin í miðborg Buenos Aires mæta yfirleitt ekki harkalegu við- móti, margir kaupa glingrið eða bjóða börnunum uppá matarbita. í svo ótryggu efnahagsástandi sjá vafalaust margir sína sæng upp reidda og hugsa að á morgun gætu það verið þeirra börn sem betla á götunum. Það stingur í sálina að sjá þriggja til fjögurra ára börn svo umkomu- laus í stórborginni. Ég sting mér út í umferðina og berst með straumnum til Maítorgs. Hópar manna með mótmælaspjöld eru á sömu leið, þeir hrópa vígorð og berja bumbur. Klukkan fimm er boðað til andófs gegn efnahagsráðstöfunum stjórnvalda á torg- inu. Mæðurnar byrja aðgerðir sínar klukkan þrjú. Þær ganga hring eftir hring um torgið, auðþekkjanlegar á hvítum skýluklútum með áletruninni „Las Mad- res de Plazo de Mayo“. Margar bera gulnaðar myndir af ungum mönnum sem brosa í átt að framtíð sem varð önnur en þeir ætluðu sér. Þeir til- heyra þeim 10.000 ungmennum sem her- foringjastjórnin nam á brott og myrti. Það kallaðist „skítuga stríðið“, sá tími er her og leynilögregla gat numið fólk á brott, pyntað og myrt að geðþótta án þess að svara til saka. Ógnarstjórnin stóð í 6 ár, 1976-82. Mæðurnar krefjast upplýsinga um afdrif sona sinna, bræðra og eigin- manna. Þær krefjast þess að morðingjun- um verði refsað. Þær krefjast þess að eng- inn gleymi ógnarstjórninni. Þær hafa safn- ast saman hér vikulega í 10 ár. Herforingjarnir sögðu þær vera vitskertar og héldu að þeir gætu hundsað þær. En fjöldi þeirra óx í réttu hlutfalli við glæpi herforingjanna. Videla, Viola, Galtieri og aðrir höfuðpaurar herforingjastjórnarinn- ar voru settir í stofufangelsi eftir endur- reisn lýðræðis í landinu, en mikið skortir á að búið sé að gera upp reikninginn við þá. Mótmælaaðgerðum mæðranna lýkur með stuttum fundi framan við Casa Rosada eða Bleika húsið, stjórnarráðs- bygginguna við Maítorgið. Ein mæðranna heldur ræðu og brýnir nauðsyn þess að halda aðgerðum áfram. Hún segir böðlana enn hafa mannaforráð innan hersins og stjórnkerfið mori af hlaupatíkum herfor- ingjanna. Þar sitji þeir og bruggi launráð gegn lýðræði og mannréttindum. Hún nafngreinir menn í valda- og áhrifastöðum sem hafi verið flugumenn herforingja- ÞJÓÐLÍF 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.