Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 20
ERLENTf stjórnarinnar. Við háskólann sitji enn pró- fessorar sem framselt hafi róttæka náms- menn í hendur böðlanna. Hún minnir á að frá því að lýðræði var komið á aftur í Arg- entínu hafi uppreisnaröfl innan hersins þrisvar reynt valdarán og varar við að það muni endurtaka sig svo lengi sem her og stjómkerfi hafi ekki verið hreinsað af öfgaöflum hægri manna. Hún mótmælir áformum stjómar Carlos Menems að náða herforingjana. Fundurinn er þrunginn reiði og sorg. Margir gráta. Krepptum hnefum er otað að lögreglumönnunum sem tekið hafa sér stöðu framan við Bleika húsið. Klukkustund síðar hefst andófsfundur verkalýðssamtakanna, sem krefjast af- komuöryggis og nýrra leiða til að mæta efnahagsvandanum. Torgið er þéttskipað og það kemur fram að allir skólar í Buenos Aires séu lokaðir vegna þátttöku kennara- samtakanna í fundinum. Fundarstjóri fullyrðir að þátttaka sé almenn í hálfs dags allsherjarverkfalli í borginni. Vinstri sinn- aðir Perónistar lýsa yfir stuðningi við fundinn, en það kemur fram að hægri sinnaðir Perónistar fordæma hann. I fundarlok kemur til átaka milli fundar- manna og stuðningsmanna stjórnvalda. Óeirðalögregla, táragas, ríðandi hermenn með kylfur, vatnsfallbyssur, handtökur og beinbrot. Fundarmenn sögðu þátttak- endur hafa verið 110.000, lögreglan taldi 20.000. Viku seinna er ég á Eldslandinu, syðsta hluta Argentínu og lendi fyrir tilviljun á sama hóteli og Alfonsin, fyrrum forseti landsins. Það var hann sem tók við þrota- búi herforingjanna og leiddi landið inn á lýðræðisbraut. Ég kemst inn á blaða- mannafund sem haldinn er í leðursófasetti á dyrapalli í hótelinu. Alfonsin er meðal- maður á hæð, þybbinn og ábúðarmikill, en vingjarnlegur og býður af sér mikinn þokka. Hann er spurður hvernig hann vilji að menn minnist hans sem forseta? Svarið kemur eldsnöggt. „Heiðarlegum og hugrökkum, það þurfti eftir herfor- ingjastjórnina!" „Hvers vegna fórstu frá völdum, hvers vegna tókst þér ekki að sannfæra þjóðina um að jafnaðarstefna þín væri rétta leiðin? Hvers vegna komust perónistar aftur að völdum?" er hann spurður. „Mér mistókst að gera upp reikningana við herforingjana, þeir setja ennþá skilyrði fyrir lýðræði í Argentínu." Hann horfir þungbrýndur á mig þegar ég spyr hvort hann sé hræddur, hvort ekki þurfi mikið hugrekki til að vera lýðræðis- sinni í landi sem hafi svo blóðuga sögu, sem svo oft hafi séð valdarán og blóðsút- MARCHA DE LA RESISTENCIA 5 y 6 de diciembre Rebeldía para luchar, coraje para seguir El 5 de diciembre comenzará la 10Q Marcha de la Resistencia. Convocamos a todos aquellos que sienten ganas de luchar contra el indulto, el hambre, la desocupación, la represión, la tortura y la muerte. Desde las 19 hs. del día 5 hasta las 19 hs. del 6, estaremos en la Plaza repudiando la política de entrega y explotación del gobierno de Menem. Resistiendo y Combatiendo en cada provin- cia, en cada ciudad, el pueblo no se calla y se moviliza.Te ^/~Í^< esperamos en Plaza de Mayo para marchar 24 horas en nuestra 10Q Mar- cha de la Resistencia. 1 I : Flugurit mæðranna á Maítorgi. hellingar?" Svarið kemur aftur snöggt og stuttaralegt. „Jú, en við getum ekki skor- ast undan þeirri ábyrgð að taka afstöðu." Nokkrum dögum síðar taka uppreisn- aröfl innan hersins herráðsbygginguna í Buenos Aires, sem stendur spölkorn frá Maítorgi. 19 drepnir, 200 særðir, heil þjóð óttaslegin í þessari fjórðu tilraun á 6 árum til að kollvarpa lýðræði í Argentínu. Upp- reisnarseggirnir krefjast tryggingar fyrir því að þeir sem gerðust sekir um mann- réttindabrot á tíma herforingjastjómar- innar verði náðaðir og fleiri verði ekki sóttir til saka. Þá krefjast þeir hærri launa. Þeir segja uppreisninni ekki stefnt gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn landsins. í desember staðfestir hæstiréttur ákvörð- un Carlos Menems að náða 300 hermenn sem höfðu hlotið dóma fyrir glæpaverk sín í „skítuga stíðinu". Sjö hinna náðuðu eru háttsettir herfor- ingjar, meðal þeirra fyrrum forsetar lands- 20 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.