Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 23

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 23
Konur skipa einungis 6% af þingsætum á EB-þinginu. Hér er kvenframbjóðandi frá SPD í Þýskalandi í kosningabaráttu. Að mati gagnrýnenda Evrópubanda- lagsins ber að taka allar spár um fleiri atvinnutækifæri innan EB-ríkjanna með fyrirvara. Það takmark Evrópubandalag- sins að auka hagkvæmni atvinnulífsins getur allt eins haft í för með sér að margir kvennavinnustaðir sem byggja á ýmiss konar opinberri þjónustu án kröfu um arðsemi verði lagðir niður. Það þykir því margt benda til þess að hinn svokallaði innri markaður EB-ríkj- anna auki fátækt kvenna, auk þess sem fátækt muni almennt aukast í Evrópu. I dag lifa 44 milljónir manna eða 14% undir því sem Evrópubandalagið skilgreinir sem fátækramörk. Yfir helmingur þeirra eru eldri konur og einstæðar mæður. Agneta Stark, dósent í viðskiptafræði við háskólann í Stokkhólmi er í hópi þeirra sem halda því fram að sameiginleg- ur markaður Evrópu geti haft slæmar af- leiðingar fyrir konur. Hún hefur bent á að innan Evrópubandalagsins geti m.a. fjöl- skyldupólitík Svía átt undir högg að sækja — pólitík sem byggist á því að um 80% sænskra kvenna stundar launavinnu. I löndum Evrópubandalagsins vinna hins vegar að meðaltali aðeins 20% kvenna ut- an heimilisins. Fjölskyldupólitík Evrópu- bandalagsríkjanna er í veigamiklum atrið- um ólík þeirri sænsku. Hún byggir á því að umönnun barna og eldri borgara eigi sér fyrst og fremst stað á heimilunum, þar sem ólaunað vinnuafl kvenna er að finna. Karlmenn bera ábyrgð á efnahagslegri framfærslu fjölskyldunnar og eiginkonur eru efnahagslega háðar mönnum sínum. Agneta Stark bendir á að með inngöngu í Evrópubandalagið verði Svíar að aðlaga sig þeim efnahagslega veruleika sem ríkir í EB-ríkjunum. Þeir verði ekki einungis að aðlaga sig atvinnuleysinu og skattakerf- inu, heldur einnig því opinbera kerfi sem sé til staðar í þessum löndum. Sameigin- legur markaður minnki fjármagn hins op- inbera, þar sem virðisaukaskatturinn muni lækka, tollar verði felldir niður og tekjuskattar lækkaðir. Velferðarríki að sænskri fyrirmynd muni því eiga erfitt uppdráttar. (Tekjur danska ríkisins eru sagðar hafa minnkað um 20% síðan Danir gengu í EB). Því er oft haldið fram að afstaðan til Evrópubandalagsins snúist um það hvers konar þjóðfélag við viljum; hvort við viljum gallhart samkeppnisþjóðfélag eða mýkra velferðarþjóðfélag. Hug- myndafræði Evrópubandalagsins byggir á einstaklingshyggju; á því að einstaklingar sjái um sig sjálfir, jafnvel hvað snertir þætti eins og ellilífeyris- og örorkutrygg- ingar. Það er gert ráð fyrir að einstaklingar kaupi sér tryggingar sem velferðarþjóðfé- lagið hefur hingað til séð um fyrir þá, eða að þeir semji við atvinnurekendur um slíkt. Ef meirihluti kvenna innan Evrópu- bandalagsins hefur ekki eigin tekjur, er ljóst að slíkt kerfi kemur þeim ekki að gagni. Evrópubandalagið hefur að vísu jafn- réttislöggjöf sem gengur í mörgu lengra en jafnréttislöggjóf Svíþjóðar. En — segja gagnrýnisraddirnar, áralöng reynsla af jafnréttislögum sýnir að lagabókstafurinn einn sér tryggir ekki efnahagslega, félags- lega og pólitíska stöðu kvenna. Því telja margir fulla þörf á að umræða um inn- göngu Svía í Evrópubandalagið verði ekki eingöngu út frá sjónarhóli fyrirtækjanna, eins og hefur verið áberandi hingað til, heldur einnig út frá sjónarhóli hins al- menna borgara og þá ekki síst kvenna, sem eiga sérstaklega undir högg að sækja, verði grundvellinum kippt undan sænskri velferðarpólitík. (> tCl?7 ALASKA BÍLAVÖRUR í SÉRFLOKKI Heildsöludreyfing: PRbúðin hf. S: 641418
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.