Þjóðlíf - 01.01.1991, Qupperneq 26

Þjóðlíf - 01.01.1991, Qupperneq 26
ERLENT „Væri ég hermaður" Fyrstir fyrrverandi austur- blokkaþjóöa senda Tékkar hermenn á Persaflóasvæðið. 170 manna úrvalshópur í svo- nefndri ABC sveit á að vinna að sérverkefnum á svæðinu. Hópurinn fór frá Prag í des- ember sl. og var kvaddur með viðhöfn á flugvellinum í Prag að viðstöddum Havel forseta Tékkóslóvakíu. Úrvalshópur- inn á að styrkja alþjóðlegar hersveitir undir stjórn Banda- ríkjamanna á svæðinu. Ha- vel: „Verkefni hermannanna verður ekki að berjast við árásaraðila heldur að berjast við hugsanlegar afleiðingar árása.“ Havel kom á óvart með yfirlýsingum um að væri hann hermaður, myndi hann einnig standa við hlið sjálf- boðaliða og berjast fyrir lýð- ræði og friði. Bandaríski flug- herinn annaðist flutning tékknesku sveitarinnar en Saudi-Arabar sáu um kostn- aðarhliðina... (Spiegel/óg) ABC sveitin frá Tékkóslóvakíu. Misheppnuð hjartaígræðsla Skömmu fyrir jólin lést í Þýskalandi Jóhannes fursti af Turn og Taxsis 64 ára gamall. Hann var lengst af mikið uppáhald í kjaftasagnablöð- um, en síðustu árin var hann kvæntur Maríu Gloríu grei- fynju af Schönburg- Glauchau sem var litlum 34 árum yngri en eiginmaðurinn. Hún verður ekki efnalega á flæðiskeri stödd eftir lát bónda síns, því eigur fursta- fjölskyldunnar eru taldar nema um 145 milljörðum króna. Hún er stærsti eigandi skóga í Evrópu og ræður yfir banka, bruggverksmiðjum, iðnaðarhring og fleiru. Á sl. ári var haldið upp á 500 ára afmæli fjölskyldunnar Turn og Taxis, sem löngum hefur verið þekkt fyrir lúxuslifnað og hneykslismál. Aðal erfingi eignanna er Albert, sjö ára gamall sonur þeirra hjóna. En þar til hann verður myndugur mun Gloría greifynja standa fyrir fjölskyldunni í félögum og fyrirtækjum hennar. Jóhann- es fursti lést eftir aðra hjarta- ígræðslu sína í Munchen... (Spiegel/óg) Jegwenij Djugasviii 55 ára gamall ofursti í sovéska flughernum er afa sínum trúr og tryggur þrátt fyrir allar afhjúpanir. Sjálfur sá hann aldrei afa sinn, en faðir hans, Jakow, var skotinn íþýskum fangabúðum eftir að Stalín hafði hafnað fangaskiptum. Ibúð Jegwenitsj erfull afmyndum og minnismerkjum um afa hans, og hann hefur leikið gamla manninn í kvikmyndum. Þá hefur hann setið fyrir hjá Ijósmyndurum við styttu af hinum illræmda afa sínum eins og sjá má af myndinni sem tekin var við Kremlarmúra. Dýraguðsþjónusta og kattaskírn Þó svo margir telji dýr hafa sál hefur farið frekar lítið fyrir því að kirkjunnar menn bjóði dýr- um þá þjónustu sem þeir bjóða hinum tvífættu sóknar- börnum sínum. Prestur nokk- ur í Kaupmannahöfn reyndi að bæta úr þessu ófremdar- ástandi nýlega og bauð sókn- arbörnum sínum og sóknar- dýrum upp á dýraguðþjón- ustu, þar sem sýna átti fram á að Guði sé bæði annt um dýr og menn. En þó andinn kunni að sönnu að vera reiðubúinn er holdið torvelt að temja. Þegar presturinn í upphafi guösþjónustunnar undirbjó hund sinn fyrir að meðtaka guðs orð vildi ekki betur til en svo að sá fjórfætti beit eig- anda sinn í nefið. Prestur lét þetta lítið á sig fá og messaði með plástrað nef við ákafar undirtektir kirkjugesta. —Ekki gekk betur til hjá lútherskum presti og dýravini í Þýska- landi. Stjórn kirkjunnar íThur- ingen hefur leyst prestinn frá störfum eftir að upp komst að hann hafi skírt ketti sóknar- barna sinna sem þess ósk- uöu. Kirkjustjórninni þótti það í hæsta máta guðfræðilega vafasamt að veita köttum að- gang að sakramenti skírnar- innar... bþ/kph 26 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.