Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 30

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 30
MENNING IINGUR í HEIMI RÚSTA Hannes Pétursson um sjálfan sig og Þýskaland EINAR HEIMISSON í ljóðum Hannesar Péturssonar er Þýskaland afar nálægt: minningar hans úr sprengdum borgum eftirstríðsáranna eru myndir sem sækja að honum og birt- ast lesendum hans aftur og aftur — ára- tugum síðar. A gamlársdegi 1990, ári sameiningar Þýskalands, spjölluðum við um þessar myndir, þessi brot úr sögu landsins sem Hannes segir sjálfur að hafi gert sig að „skárra“ skáldi. Og hann „verður“ enn að yrkja um þær. Eg fór utan haustið 1952 til að vera á vetrarmisserinu í Köln. Hafði ekkert endilega stefnt að því að fara þangað og var að hugsa um aðra háskóla á meginlandinu til dæmis í Vín. En eitthvað var það sem dró mig til Þýskalands þrátt fyrir ástandið þar. Eitthvað frá því ég var strákur. Ég held að skýringin liggi í barnalegum hlut- um: ég hafði á barnsaldri séð myndir af landslagi í Suður-Þýskalandi, þorpum og húsum og þær höfðuðu einkennilega til mín. Það var nákomin fegurð í þeim. Svo bættist við að ég fór að lesa þýsku róman- tísku skáldin í skóla - og hlusta á tónskáld- in. Hið klassíska stóra Þýskaland fór að setjast fyrir í mér. Ég kom til Kölnar að morgni til, held að klukkan hafi verið hálfsjö, það var frekar dimmt yfir, komið haust og suddi, veðrið grátt. Ég vissi að þetta hafði verið ein af stærstu borgum landsins fyrir stríð og að þar væri stór dómkirkja. Hún tekur strax á móti manni, þessi dómkirkja þegar mað- ur kemur út af brautarstöðinni. Það var geysileg sjón þennan morgun þegar þessi mikla gomeska bygging kom vaðandi á móti mér. Þótt allt annað væri rústað í stríðinu stóð hún sprengingarnar af sér. Þetta er ein af mínum stærstu stundum. Dómkirkjan innan um húsaleifarnar í kring varð mér sífellt augnayndi allan vet- urinn. Ég hef ort um þessa kirkju nokkr- um sinnum. Búið var að reisa stúdentagarð þar sem ég bjó og þar kynntist ég tveimur góðum Þjóðverjum. Þeir tóku mér mjög vel. Við þéruðumst fyrst og drukkum ekki dús fyrr en á karnivalinum með handakrækj- um. Annar var kaþólskur og fylgdi Kristi- lega demókrataflokknum, hinn var lút- erskur og fylgdi Sósíaldemókrataflokkn- um. Þeir áttu oft í miklum samræðum, sem ég hlustaði á meðan ég var að læra málið. Það segir sitt um klofning Þjóð- verja í trúmálum að sá kaþólski kannaðist strax við ísland vegna Nonnabókanna en hinn hafði aldrei heyrt Nonna nefndan. Þeir voru jafngamlir, báðir tuttugu og þriggja ára. Kaþólikkinn, Hans Rothen- berg, var kátari í lund og var að læra við- skiptafræði en mótmælandinn Gunther Schneider var þögulli og alvarlegri og nam lögfræði. Þeir höfðu báðir verið kallaðir í herinn í lok stríðsins, fimmtán eða sextán ára. Hans sagði mér frá því þegar hann og félagar hans voru látnir tefja fyrir skrið- drekum með því að reka niður drumba í veginn. Svo hlupu þeir á eftir í felur, reyndu að skýla sér í heyhlöðum hjá bændum og láta stríðið líða. Þá komu ein- hvers konar kranavélar óvinarins og drógu drumbana hægt og bítandi upp úr jörð- inni. Þetta var eitt dæmi um fáránleika stríðsins sem þessir félagar mínir komust í kynni við. Rothenberg er gyðinglegt nafn, og 30 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.