Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 31

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 31
Ljóð Morgunn. Og kirkja íþokunni. Þvílíkir turnarl Á hröðu flugi til himins við augum mér! Gotneskir turnar á gnýþungu flugi við rismál upp frá borginni, uppl þar sem ég stóð fákœnn og ungur fyrsta dag minn í heimi rústa. Þessi hróp, þau hrundu þá ekkil í sprengjuregni þegar borgin öll brann sigurhróp felld í steinhleðslur tveggja turna. (Ur Heimkynnum við sjó 1980) Hans vinur minn sagði mér að fjölskylda sín hefði á nasistatímanum lent í stökustu vandræðum þess vegna. Hún vissi sjálf að forfeðurnir voru ekki gyðingar en varð að sanna það. Dugði þá ekki minna en ætt- fræðingur og honum tókst með fyrirhöfn að búa til niðjatal sem sýndi að ættfaðir að nafni Rothenberg var aríi og hafði búið langt suður í landi, gott ef ekki í bæversku Ölpunum. Þarna tókst fjölskyldu Hans Rothenbergs sem sagt að bjarga lífi sínu með hjálp ættfræðinnar, ef svo má segja. í Köln var allt að byrja, Sambandslýð- veldið þriggja ára gamalt, þýska markið fjögurra ára. Þjóðin var þrúguð. í lestar- vögnum var maður alltaf að hitta fólk sem þurfti að segja ævisögu sína. Því lá svo mikið á hjarta. Margt af því var með lítinn farangur og hafði augljóslega lent í mörgu misjöfnu. Sumt blygðaðist sín eflaust fyrir að ferðast á öðru eða þriðja farrými. Það hafði verið efnafólk áður og hélt að það sæist á sér og þess vegna vildi það túlka hvers vegna það væri að ferðast svona. Ekki var hins vegar mikið talað um glæpaverk nasista. Það hafði vitaskuld verið stjórnarstefna á stríðsárunum að halda glæpunum leyndum. Og á eftir hrökk fólkið við. Það var með mikla and- lega timburmenn þegar ég kom þarna. Eina lækningin var vinnan og það að reyna að halda sér uppréttum. Ekki vantaði vinnusemina í Þjóðverja á þessum árum en þeir voru samt farnir að skemmta sér á réttum tímum, halda karnivaJ og reka af sér drungann. Þá þegar voru margir farnir að efnast, auður kominn í landið,verslun- argötur í miðbæinn, hlaðnar glæsivörum og þær gátu eflaust aðeins þrifist ef ein- hverjir áttu peninga. Við dyr þessara glæsiverslana sátu iðulega menn á besta aldri sem örkumlast höfðu í stríðinu, léku t.d. á hljóðfæri eða reyndu með öðru móti að verða sér úti um smáaura. Aðrir borgarhlutar höfðu orðið útund- an og voru enn rústir einar. Því er ekki að neita að það var þrúgandi fyrir mig svona ungan að vera heilan vetur nálægt eyðileggingu stríðsins. Kirkjan hélt and- lega í mér lífinu. ÞJÓÐLÍF 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.