Þjóðlíf - 01.01.1991, Síða 35

Þjóðlíf - 01.01.1991, Síða 35
Skáldið í Heidelberg árið 1953. ónulegir hlutir, sem rótuðu mikið upp í mér — ástamál. Þau urðu hvati, flýttu fyrir. g hef alltaf hlustað mikið á tónlist þótt ég spili ekki sjálfur á hljóðfæri. Hef mikla innri þörf fyrir hana. Ég hef stundum sagt að ef ég væri einhvers staðar á eyðiey og þyrfti að velja milli tónlistar og bókmennta þá myndi ég taka tónlistina framyfir. Ég held að enginn, sem ekki hefur eyra fyrir tónlist, viti hvað hið innra Þýskaland er. Stóru gömlu rómantísku tónskáldin hafa alltaf mikil ítök í mér — Jóhannes Brahms sérstaklega. Hann hef- ur djúpa skírskotun til mín. Þegar menn skamma Þjóðverja fyrir hroka, yfirgang og tilfinningaleysi þá gleyma menn því hversu mikla tilfinningar eru í fari þeirra og það kemur ekki hvað síst fram í tón- listinni. Hún er einhver fegursti arfur, sem mannkynið á. Svo fer það líka í taugarnar á mér þegar talað er um Þjóðverja í einu lagi — eins og þeir séu allir eins. Ég held að hin prúss- neska Þjóðverjaímynd hafi orðið ofan á út á við. Sjálfur kynntist ég henni hins vegar ekki neitt, umgekkst aðeins Rínlendinga og Suður-Þjóðverja. Innra með mér er ég feginn því að sam- eining Þýskalands varð. Það verður stórt hjarta í Mið-Evrópu. Ég er óttalaus gagn- vart þeim þótt þeir séu vitaskuld stór risi. Þeir munu einnig hafa meira pólitískt vald en áður enda hefur peningavald alltaf haft það í för með sér þegar til lengdar lætur. Þjóðverjar verða ekki lengur efnahagsrisi með pólitískan dvergshaus, sá tími er lið- inn. Þeir hafa einnig aðlagast vel Evrópu- hu^sjóninni, langflestir að minnsta kosti. Eg verð að viðurkenna að ég er hrifinn af Evrópuhugsjóninni, veit þó að henni fylgja ýmis vandkvæði fyrir íslend- inga, og Islendingur vil ég vera. En ég hef alltaf verið Evrópusinnaður, er Evrópu- maður, ekki aðeins vegna þess að ég var ungur við nám á meginlandinu, heldur líka vegna hins að Evrópumaður blundar í mér: hann var í mínu unga hjarta og hann hefur alls ekki Iátið undan síga . . . 0 í styrjöldinni Borgin hrundi, hrunið var allt sem hrunið gat — nema dómkirkjan forna. Hún gnæfði við haustloftið grdtt og svalt. Par geislaði hringing alla morgna. í kórnum inni, á krossins tré hékk Kristur, og mjóan geisla lagði frá glugga-rós á hin krepptu kné. 1 kirkjunni heyrðist rödd er sagði: Myrkur. Þó greini ég andlitin enn. Og öðru hverju blikar á hjálma. Eg heyri grátið, sé hlakkandi menn sé hendur sem upp um krosstréð fálma. í síðu og höndum ég sviðann finn. Sveiti og blóð er sú flík sem ég klœðist. En þú sendir mig, ég er sonur þinn ég er sjálfur þú. Nú dey ég — og fœðist. (Úr Rímblöðum 1971) ÞJÓÐLÍF 35

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.