Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 36

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 36
MENNING EIN MEÐ OLLU OSKAR GUÐMUNDSSON i Ásgeir Hannes Eiríksson Ein með öllu, áfangaskýrsla frá áhorf- anda, 231 bls. Fróði h.f. 1990. Bók Ásgeirs Hannesar hefur áreiðan- lega ekki átt að vera uppgjörsbók. Engu að síður hefur hún orðið það; hún er t.d. uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn. Allt frá því að Frjálslyndi flokkurinn gekk til liðs við íhaldsflokkinn 1929 og Sjálfstæð- isflokkurinn varð til hafa frjálslyndir verið í eins konar herkví innan flokksins að mati höfundar. Meginkenningin er sú að íhald- ið, flokkseigendafélagið, í Sjálfstæðis- flokknum hafi haldið frjálslyndu öflunum niðri í flokknum, en þau hafi stundum brotist fram, einkanlega þegar hæfileika- ríkir leiðtogar komu við sögu og buðu íhaldinu byrginn. Gunnar Thoroddsen var mestur slíkra áður en kom til stofnun- ar Borgaraflokksins. Og hefði ekki heilsu- PERLUHVÍTAR TENNUR MEÐ Pearl drops TANNKREMI Pearl drops TANNKREMIÐ SEM TANNLÆKNIRINN NOTAR! FÆST I NÆSTU VERSLUN hjrbtján^on hF FAXAFENI 9 SlMI 91-678800 leysi hrjáð dr. Gunnar hefði hann getað Ieitt frjálslyndu öflin í flokknum úr her- leiðingunni árið 1983. Fram kemur að Gunnar átti dýpri rætur í Sjálfstæðis- flokknum og hafði víðtækari tilhöfðun þar heldur en Albert Guðmundsson, en e.t.v. réðu tilviljanir nokkru um að það varð hlutskipti Alberts að etja kappi við „fiokk sinn" í síðustu kosningum. Bjargaði það Sjálfstæðisflokknum þegar til lengri tíma er litið að það var Albert sem átti hlut að máli? Það gæti maður ályktað við lestur bókarinnar, því fram kemur það mat, að Albert hafi aldrei viljað ganga svo langt að stofna flokk. Heitfengi stuðningsmanna og æsileg at- burðarás hafi hrundið honum til þess. Og Ásgeir Hannes rekur margt sem styður þá kenningu að Albert hafi aldrei verið nema hálfur í nýja flokknum sínum. Þar til hann fór svo allur úr honum til Parísar. „Albert Guðmundsson er einn af þeim mönnum sem mér þykir vænst um og eru mér kærastir", skrifar Ásgeir Hannes en pólitískt ástarsamband þeirra drengja er langfrægt og mótsagnakennt. Bókarhöf- undur lýsir því á dramatískan hátt, en frá stofnun Borgaraflokksins hefur æ oftar hlaupið snurða á þráðinn í þessu sam- bandi. Það gætir mikillar beiskju í garð Alberts, sem hvað eftir annað hefur brugðist þessum dygga pólitíska syni sín- um. Samt er leyndur þráður þeirra á milli, sem aldrei slitnar. Asgeir Hannes getur ekki leynt biturð sinni gagnvart Albert, Júlíusi Sól- nes og þróun Borgaraflokksins. Albert virðist aldrei hafa verið gefið um frama Ásgeirs Hannesar, hvort sem um er að ræða vænlegt framboðssæti til þings eða framboð til varaformennsku í Borgara- flokknum. Albert virðist ekki hafa gert sér grein fyrir þýðingu bókarhöfundar í öllu brölt- inu, þó á hinn bóginn hafi alltaf verið pólitískir kærleikar með þeim. Ekki er annað að skilja en Albert hafi brugðist pólitískri tryggð við samverkamenn sína í Borgaraflokknum og því fór sem fór. Ásgeir Haanes Eiríksson. Háðskur, fyndinn, beiskur. Reyndar er sú kenning til að bræðralag og tryggð Alberts við aðra hafi ævinlega kall- að á samúð, virðingu — og fylgi. Þegar hann svo bregst tryggðinni missi hann fylgið. Og þetta er e.t.v. lögmál sem er fyrirferðarmikið í íslenskum stjórnmál- um, jafnvel Islandssögunni. Ásgeir Hannes er afskaplega einlægur í þessari bók. í því felast miklir kostir fyrir lesanda og rýnendur. Hann dregur t.d. ekki fjöður yfir pólitísk mistök sín í Borg- araflokknum, sem hafa valdið því að hann er nú einangraðri en nokkru sinni í þeim hópi manna sem enn hanga í flokki Borg- ara. En gremja hans, jafnvel réttlát reiði, við samflokksmenn er mikil. Núverandi formaður og Guðmundur Agústsson fá ekki háa einkunn, og óneitanlega virðist sem Asgeir Hannes eigi fáa vini eftir þar á bæ, nema Aðalheiði Bjamfreðsdóttur og Óla Þ. Guðbjartsson. En þau vega líka þungt í pólitík og vandséð t.d. hvernig núverandi ríkisstjórn hefði orðið til nema vegna þeirra og Ásgeirs Hannesar. Eftir framboð Borgaraflokksins og burtför Alberts hefur sjálfsagt verið óvinnandi vegur að halda flokknum sam- an, því það þarf öðruvísi pólitík að koma til er aldurinn færist yfir heldur en rétt 36 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.