Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 37

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 37
eftir fæðingu. Og kannski hafa fleiri en Ásgeir Hannes litið á vettvang sinn ein- göngu sem persónupólitískan grundvöll. „Pólitíkin er ekkert annað en hólmgöngu- völlur fyrir mannlegar tilfinningar", skrif- ar hann. Og margur verður að lúta í lægra haldi á þeim velli. En pólitík er líka aðeins víðfeðmari en þetta. Áður var minnst á einlægni höfundar og hve bókin lægi opin fyrir lesendum af þeim sökum. En á henni er önnur hlið, —það verða nefnilega skrambi margir fyrir barðinu á þessari einlægni. Þannig mun bókin að líkindum hvorki stækka né þétta lið borgaraflokksmanna á bakvið Ás- geir Hannes Eiríksson. Máske breytir það litlu, því þessi saga er jafnframt útfarar- saga Borgaraflokksins. Þeim fiokki virðist fyrirmunað að rata lífvænlega leið, — og bókarhöfundur eyðir máske aðeins of miklu plássi í að benda á hvenær og hvernig flokkurinn hefði getað átt mögu- leika á að gera annað en hann gerði. I þeim efnum virðist aldrei hafa verið farið að ráði Asgeirs Hannesar, —enn eitt tilefni sár- inda. Bókin spannar í stórum dráttum tíma- bilið frá 1987 til ársloka 1990. Þarna er rakin athygliverð og spennandi saga, upprisa og hnignun ákveðinnar hreyfing- ar í íslenskum stjórnmálum. Ásgeir Hann- es segir einnig frá tilurð Nýs vettvangs í Reykjavík—,eins og hún kemur honum fyrir sjónir. Flestir vita að í sögu af póli- tískri atburðarás og framvindu hafa allir þátttakendur sína eigin persónulegu upp- lifun, sem þeir eru sannfærðir um að sé hin eina rétta. Og áreiðanlega verða marg- ir til að vitna um að þeir líti liðna tíð öðrum augum en Ásgeir Hannes Eiríksson. Ásgeir Hannes hefur, frá eigin sjónar- hóli, opnað samtíð sinni og framtíð sögu, sem hætt er við að ella hefði glatast. Bókin er eins og vænta mátti af hans hálfu oftast nær skemmtileg aflestrar og víða fyndin. Beiskjan í þessum sérstæða stjórnmála- manni reykvískrar götu og torga kemur hins vegar á óvart. Allir áhugamenn um stjórnmál á íslandi verða að lesa Eina með öllu. PERLUHVÍTAR TENNUR MEÐ Pearl drops TANNKREMI Pearl drops TANNKREMIÐ SEM TANNLÆKNIRINN NOTAR! FÆST I NÆSTU VERSLUN l{ri>tján^on hF FAXAFENI 9 SlMI 91-678800 Öryggi — þægindi ótrúleg ending og ekki spillir útlitið. Smíðum flekahurðir úr lituðu klæðningarstáli eða trefjaplasti fyrir Verksmiðjur Verkstæði Vörugeymslur Bifreiðageymslur o.fl. með eða án glugga íslensk framleiðsla sem stenst samkeppni Stíll aðutan seminnan. Allar frekari upplýsingar fást BIFREIÐA- & TRESMIÐJA BORGARNES BORGARNESI — SÍMI 93-71975 ÞJÓÐLÍF 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.