Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 38

Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 38
MENNING TEXTI: EVA MAGNÚSDÓTTIR Jóhannes Bachmann og María Huldarsdóttir Islandsmeistarar sýna rokk. DANS Mikil danshátíð verður haldin í Laugardalshöllinni í febrúar. Dansnám fyrir fatlaða og lamaða verður sérstaklega styrkt. Allir Islandsmeistarar í dansi sýna á hátíðinni Dansdagurinn verður haldinn þann 24. febrúar í Laugardalshöllinni til styrktar Sjálfsbjörgu, landssambandi fatlaðra. Ráðgert er að allur ágóði renni til styrkt- ar dansnámi lamaðra og fatlaðra. Ætlun- in er einnig að kynna dansmennt betur meðal landsmanna og í því skyni kynna dansstúdíóin og dansskólarnir sig og starfsemi sína sérstaklega í höllinni. Aðstandendum „dansdagsins“ finnast fjölmiðlar ekki hafa staðið sig í stykkinu í umfjöllun um dans og dansmennt. Það hafi ekki heldur verið fjallað á neinn hátt um dansinn sem listgrein. Nefndin sem sér um dansdaginn hefur í huga að breyta þessu því hún breytist væntanlega í fjöl- miðlanefnd að dansdeginum loknum. Framkvæmd dansdagsins er aðallega í höndum Harðar Bjarnasonar. Dansskól- arnir sýna endurgjaldslaust á danshátíð- inni alls konar dansa og enn fremur verður íslandsmeistaramót í gömlu dönsunum haldið þennan dag. Síðasta keppni í gömlu dönsunum var haldin fyrir 4 eða 5 árum. Að þessu sinni verður keppt í 5 aldursflokkum; flokki 7 ára og yngri, flokki 8-9 ára, 10-11 ára, 12-15 ára og loks flokki 16 ára og eldri. Þá verða sýningar á Suður-amerískum dönsum, steppi, rokki, djassdansi og er- obikk. Einnig munu atvinnudansarar sýna dansa til að hvíla keppendur. Allir núverandi íslandsmeistarar í dansi sýna í Laugardalshöllinni þann 24. Þar á meðal má nefna núverandi Islandsmeistara í rokki, þau Maríu Huldarsdóttur og Jó- 38 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.