Þjóðlíf - 01.01.1991, Qupperneq 41

Þjóðlíf - 01.01.1991, Qupperneq 41
Akureyri. „Showið“ hefur nú fengið nafn- ið Rokk, trúður og trylltar meyjak‘, segir Jói og heldur áfram: „Söguþráðurinn er frekar einfaldur. Sagan segir frá sveitastráknum Lúðvík Líndal sem kemur í fyrsta sinn til stór- borgarinnar. Hann bregður sér að sjálf- sögðu í betri gallann af þessu tilefni, þ.e. fermingarfötin sem því miður eru orðin tveimur númerum of lítil. Lúlli lendir í ýmsum æfintýrum í borginni áður en hon- um tekst að fá sína heittelskuðu Fríðu. í millitíðinni kastar hann fermingargallan- um og gerist mesti „töffarinn“ á svæðinu. Lúlli verður einnig besti dansarinn á diskótekinu sem hann og vinir hans stunda“, segir Jói. Höfundur, stjórnandi og aðalleikari sýningarinnar er auðvitað Jói rokk. Sýn- ingin hefur notið mikillar hylli og aðsókn- ar í Keflavík og á Akureyri, þar sem sýn- ingar standa enn yfir. „Það er ekki ákveðið hversu lengi við höldum áfram að sýna á Akureyri. Við höldum örugglega áfram eins lengi og áhorfendur vilja“, sagði Jói að lokum. 0 Danskennari í hjólastól Vonast til að Corrie Huaten komi til Islands í lok febrúar og sýni hjólastóladans. „í stað þess að gefast upp ákvað ég að þróa dans í hjólastól“ í lok febrúar er væntanleg hingað til lands hollensk kona sem sérhæft hef- ur sig í hjólastóladansi. Hún var áður atvinnudansar. Vonast er til að hún verði gestur á dansdegi Islands í Laugardalshöllinni þann 24. febrúar. Áhugi á hjólastóladansi fer nú vax- andi um allan heim. Hjólastóladansa- rinn heitir Corrie Quan Huaten og er 47 ára að aldri. Corrie var atvinnu- dansari og danskennari fyrir fimmtán árum. Hún féll saman dag einn er hún var við kennslu í dansstúdíói frænda síns. Sjúkdómurinn sem hrjáði hana olli lömun fyrir neðan mitti. Eftir fimm ára dansleysi fannst henni heilsunni fara hrakandi. „Hugur minn sagði mér að ég yrði að gera eitthvað í málunum. í stað þess að gefast upp fyrir lömun minni fór ég að þróa dans í hjólastólnum“, segir hún. Hún segist nú fara víða um heiminn til þess að deila þessari þekkingu með öðrum. „Ég hef haldið fyrirlestra og námskeið í Ameríku og Ástralíu og í mörgum Evrópulöndum. Á morgun er ég að fara til Þýskalands. Japanir eru einnig mjög spenntir að fá mig í heimsókn. Ég hugsa að ég fari.“ Corrie er forvitin að vita hversu langan tíma taki að fljúga til íslands. Hún hlær innilega þegar henni er sagt að það taki ekki nema 3-4 klukkutíma. Hún reynir að bera það saman við tímann sem tekur að fljúga til Ástralíu. Nú finnst forráðamönnum dansskól- anna hérlendis tími til kominn að fatl- aðir íslendingar fái einnig tækifæri til að læra dans. Aðstandendur dansdags- ins vonast til að Corrie hafi tíma til að halda eins og eitt námskeið á íslandi. 0 ÞJÓÐLÍF 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.