Þjóðlíf - 01.01.1991, Síða 42

Þjóðlíf - 01.01.1991, Síða 42
FIMMTÁN BESTU MYNDIRNAR1990 KRISTÓFER DIGNUS PÉTURSSON Kvikmyndaárið 1990 var óvenju gott, margar athyglisverðar myndir sýnd- ar, og aðstaða í kvikmyndahúsum til sóma. Af kvikmyndum sem gagnrýnandi Þjóðlífs skoðaði á ári liðnu voru það nokkrar evrópskar perlur og frumlegar myndir frá Bandaríkjunum sem eru hvað eftirminnilegastar. Hér á eftir er listi þeirra 15 kvikmynda sem báru höfuð og herðar yfir aðrar myndir á árinu. 1. The Cook, the Thief, his Wife and her Lover **** Væntanleg í Háskólabíó (sjá nánari umfjöllun í 10. tbl. Þjóðlíf 1990) 2. Góðir gæjar (Goodfellas) **** Sýnd í Bíóborginni 3. Tryllt ást (Wild at heart) **** Sýnd í Háskólabíó 4. Fæddur fjórða júlí (Born on the 4th of July) ***172 Var sýnd í Laugarásbíó 5. Vinstri fóturinn (My left foot) ***I/2 Var sýnd í Háskólabíó 6. Cinema Paradiso ***l/2 Var sýnd í Háskólabíó 7. Nikita ***l/2 Sýnd í Háskólabíó (sjá gagnrýni í 10. tbl. Þjóðlíf 1990) 8. Óvinir ástarsaga (Enemies a love story) ***l/2 Sýnd í Bíóborginni (sjá umfjöllun í 8. tbl. Þjóðlíf 1990) 9. Breyttu rétt (Do the right thing) ***l/2 Var sýnd í Laugarásbíó 10. Siðanefnd lögreglunnar (Internal affairs) *** Var sýnd í Háskólabíó 11. Baker bræðurnir (The fab. Baker boys) *** Var sýnd í Háskólabíó Ung hóra frá Mars í mvndinni Total recall, sem er númer tólfá listanum. Þjófurinn að verki í myndinni sem gagnrýn- andi Þjóðlífs setur númer eitt á listann. 12. Fullkominn hugur (Total recall) *** Var sýnd í Bíóborginni-höllinni. 13. Sex lies and video tape *** Var sýnd í Bíóborginni 14. Henry og June *** Var sýnd í Laugarásbíó 15. Krays bræðurnir *** Var sýnd í Háskólabíó STJÖRNUR RYÐ - *** Ryð er öruggasta íslenska kvikmyndin til þessa. Hún er látlaus, blátt áfram, og fagmannlega unnin. Það vill oft koma fyrir að í íslenskum myndum eru þættir sem valda vonbrigðum svo sem leikur, tækni og úrvinnsla á efni. Það er ekki svo með RYÐ. Hér eru fagmenn að verki og ber myndin öll merki um góða leikstjórn, sem var í höndum Lárusar Ymis Óskars- sonar. Kvikmyndin er byggð á leikriti Ól- afs Hauks Símonarsonar Bílaverkstæði Badda og hefur vegnast vel ferðalagið af sviðinu og á tjaldið enda sá Ólafur um kvikmyndahandritið. Eins og áður segir er myndin látlaus; það látlaus að hún þjá- ist fyrir það og verður á köflum langdregin 42 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.