Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 43
og tekst ekki að halda áhorfandanum við efnið. Líkleg ástæða fyrir þessu er að handritið er ekki nógu íburðarmikið fyrir heila kvikmynd. Leikarahópurinn vinnur vel saman og gefur hann sannfærandi mynd af persónunum. Egill Ólafsson, í hlutverki hins dularfulla Péturs, sýnir stjömuleik og sannar enn á ný að hann er einn besti kvikmyndaleikarinn sem við eigum. Kvikmyndatakan gefur rétta stemningu og lýsing er náttúruleg og fal- leg. Klippingin er ein sú besta sem sést hefur í íslenskri mynd og sá Skafti Guð- mundsson um hana ásamt aðstoðarfólki. Það er leikstjórn og tæknivinna sem gera RYÐ að einni þéttustu og fagmannlegustu kvikmynd okkar. Sýnd í Regnbóganum Tryllt ást (Wild at Heart) - **** Vítamínsprauta örvandi efna beint í æð. David Lynch er bjartasta von þeirra sem hafa unun af hinu óvenjulega. Við fylgjumst með einu ástríðufyllsta pari kvikmyndasögunnar, leikin frábærlega af Nicolas Cage og Laura Dern, og ferðum þeirra í Ameríkunni sem ekki er sýnd í auglýsingum. Það er enginn venjulegur í myndinni og allra síst Bobby, leikinn af Willem Dafoe, sem er einn af þeim ógeð- felldari. Hann er í hlutverki sem hann hefur bersýnilega unun af að leika og minnir mann óneitanlega á voðamennið Frank Booth sem Dennis Hooper lék í síðustu mynd Lynch, Blue Velvet. Úr- vinnsla á Trylltri ást er hrá og villt eins og aðalpersónurnar eru, klippingin frumleg og tónlistin mögnuð. Lynch gerði hand- ritið af Wild at heart eftir samnefndri bók Barry Gifford. Sýnd í Háskólabíó Tryllt ást er ein afþeim bestu. Laura Dern og William Dafoe íblutverkum sínum. Þrenningin úr Baker bræðrunum í ellefta sæti. Hinrik V (Henry V) - ***l/2 Samstarf' William Shakespeare og Kenneth Brannagh hefur getið af sér athyglisverða mynd. Hún einkennist af frumlegri og líflegri uppsetningu og einstökum leik fjölda margra af bestu leik- urum Bretlandseyja. Kenneth stýrir þess- um mikla hóp af stakri prýði og leikur sjálfur Hinrik af svo miklum krafti og sannfæringu að ég fylltist geðshræringu aftur og aftur meðan á myndinni stóð. Helsti, ef ekki eini, vankanturinn var lengd vissra bardagaatriða þar sem sömu atburðirnir virtust endurteknir hvað eftir annað. Hinn reyndi leikari Derek Jacobi fer með hlutverk sögumannsins sem kynnir persónurnar og leiðir áhorfandann milli atburða, frá ákvörðun Hinriks að endurheimta Frakkland fyrir enska kon- ungsvaldið og fram að lokabardaganum og trúlofun konungsins unga og dóttur hins aldraða konungs Frakklands. Eg hvet eindregið alla þá sem unun hafa á verkum Shakespeares og góðum kvikmyndum að fara og skoða útgáfu Kenneth Brannagh á Hinriki V. Sýnd í Háskólabíó. 0 ÞJÓÐLÍF 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.