Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 45

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 45
Jón Páll Bjamason: Ice Heitur ís Nafn þessarar plötu er öfug- mæli því hún er alls ekki köld sem ís, heldur heit og ljúf. Jón Páll Bjarnason á sérkennileg- an feril að baki í jassi. Hann lauk sellónámi frá Tónlistar- skóla Reykjavíkur ungur að árum en þá hneigðist hann til gítarspilamennsku og kenndi sér sjálfur. Og hér er svo sann- arlega „náttúrutalent" á ferð- inni því gítarleikur hans er með afbrigðum góður. Hann flutti til Svíþjóðar og spilaði við allskonar tækifæri í Stokkhólmi. Fyrir tilstilli am- erískra jassara sem hann hafði hitt, m.a. Jimmy Heath og Thad Mitchell, fór hann til fæðingarlands jassins og hóf að spila þar í allskonar „kombó- um", m.a. með stórbandi Buddy Rich og hinum þekkta gítarleikara Joe Pass. Hér- lendis spilaði hann inná Bláa drauma Megasar og Bubba árið 1988. Á plötunni „Ice" spila með Jóni Páli þeir Andy Simpkins á kontrabassa, Lew Malin á trommur og Ray Pizzi á blást- urshljóðfæri. Nær þessi kvart- ett að skapa mjög heilsteypta og áheyrilega plötu með ópus- um eftir ýmsa snillinga eins og Charlie Parker („Moose the Mooche"), Kurt Weil („Speak Low"), Lee Konitz („Sub- Concious-Lee") og Jón Múla. „Vikivakinn" hans er þarna í örlítið hraðari útsetningu en við eigum að venjast, en skemmtilegri. Jón Páll á líka þrjá ópusa á plötunni; hið fjör- uga titillag, „Ice", „My íriená' og „Roberta /." (þar sem Ray fer á kostum á altóf- lautunni og Jón Páll á „Les Paul" gítarnum sínum). Ice er spiluð af topphljóð- færaleikurum og er mjög góð í alla staði. Hér sannar Jón Páll að hann er jassgítarleikari á heimsmælikvarða. Samspilar- ar hans eru það ekki síður. ís- inn er jass að mínu skapi, hér leika sér snillingar. Ýmsir flytjendur: Aftur tilfortíðar Perlur Það er ekki ofsögum sagt að við íslendingar eigum mikinn fjölda góðra dægur- laga. Sum eru frumsamin, önnur ekki eins og gefur að skilja. Til þess að við megum njóta þeirra á eins fullkom- inn hátt og hægt er hafa nú verið gefnir út á vegum Steina h/f þrír safndiskar með helstu perlum dægur- laga tónlistar á íslandi. Það voru þeir Jónatan Garðar- son (sjá annarsstaðar í blað- inu) og Trausti Jónsson veðurfræðingur sem völdu lögin og er val þeirra hnökra- laust svo og vinnan við þessa útgáfu í heild sinni. Öllum þeim er þykir vænt um ís- lenska dægurtónlist er feng- ur í þessum skífum. ÞJÓÐLÍF 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.