Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 45

Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 45
JON PALL BJARNASOI RAY PIZZI WOODWINDS ANDY SIMPKINS BASS LEW MALIN DRUMS Jón Páll Bjarnason: Ice Heitur ís Nafn þessarar plötu er öfug- mæli því hún er alls ekki köld sem ís, heldur heit og ljúf. Jón Páll Bjarnason á sérkennileg- an feril að baki í jassi. Hann lauk sellónámi frá Tónlistar- skóla Reykjavíkur ungur að árum en þá hneigðist hann til gítarspilamennsku og kenndi sér sjálfur. Og hér er svo sann- arlega „náttúrutalent“ á ferð- inni því gítarleikur hans er með afbrigðum góður. Hann flutti til Svíþjóðar og spilaði við allskonar tækifæri í Stokkhólmi. Fyrir tilstilli am- erískra jassara sem hann hafði hitt, m.a. Jimmy Heath og Thad Mitchell, fór hann til fæðingarlands jassins og hóf að spila þar í allskonar „kombó- um“, m.a. með stórbandi Buddy Rich og hinum þekkta gítarleikara Joe Pass. Hér- lendis spilaði hann inná Bláa drauma Megasar og Bubba árið 1988. Á plötunni „Ice“ spila með Jóni Páli þeir Andy Simpkins á kontrabassa, Lew Malin á trommur og Ray Pizzi á blást- urshljóðfæri. Nær þessi kvart- ett að skapa mjög heilsteypta og áheyrilega plötu með ópus- um eftir ýmsa snillinga eins og Charlie Parker („Moose the Mooche“), Kurt Weil („Speak Low“), Lee Konitz („Sub- Concious-Lee“) og Jón Múla. „Vikivakinn“ hans er þarna í örlítið hraðari útsetningu en við eigum að venjast, en skemmtilegri. Jón Páll á líka þrjá ópusa á plötunni; hið fjör- uga titillag, „Ice“, „My friend1 og „Roberta (þar sem Ray fer á kostum á altóf- lautunni og Jón Páll á „Les Paul“ gítarnum sínum). Ice er spiluð af topphljóð- færaleikurum og er mjög góð í alla staði. Hér sannar Jón Páll að hann er jassgítarleikari á heimsmælikvarða. Samspilar- ar hans eru það ekki síður. ís- inn er jass að mínu skapi, hér leika sér snillingar. Ýmsir flytjendur: Aftur til fortíðar Perlur Það er ekki ofsögum sagt að við íslendingar eigum mikinn fjölda góðra dægur- laga. Sum eru frumsamin, önnur ekki eins og gefur að skilja. Til þess að við megum njóta þeirra á eins fullkom- inn hátt og hægt er hafa nú verið gefnir út á vegum Steina h/f þrír safndiskar með helstu perlum dægur- laga tónlistar á Islandi. Það voru þeir Jónatan Garðar- son (sjá annarsstaðar í blað- inu) og Trausti Jónsson veðurfræðingur sem völdu lögin og er val þeirra hnökra- laust svo og vinnan við þessa útgáfu í heild sinni. Öllum þeim er þykir vænt um ís- lenska dægurtónlist er feng- ur í þessum skífum. ÞJÓÐLÍF 45

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.