Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 48

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 48
MENNING Ég hneigist svolítið til að vera ekki að einblína á listrænt gildi þó það verði að vera með líka, en mér finnst það einkenna áratuginn hvað voru margar sterkar „týp- ur" í tónlistinni. Þetta er fólk sem kemur upp á yfirborðið á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Það eru nokkrar af þessum sterku „týpum" á listunum hjá mér, en mér finnst semsagt að þessar persónur einkenni fyrst og fremst þennan áratug og hin sterku áhrif þeirra. Svo mætti líka nefna fleiri sem komu fram seinna eins og t.d. Madonnu, sagði Andrea Jónsdóttir. Jónatan Garðarsson, útgáfustjóri Steina hlf Innlent: 1. Bubbi Morthens: Kona 2. Sykurmolarnir: Life's too good 3. Megas: Loftmynd 4. Todmobile: Betra en nokkuð annað 5. Mezzoforte: 4 6. Grafík: Leyndarmál 7. Þursaflokkurinn: Gæti eins verið 8. Valgeir Guðjónsson: Fugl dagsins 9. Risaeðlan: Risaeðlan 10. Bubbi Morthens: Sögur af landi Erlent: 1. Paul Simon: Graceland 2. Sinead O'Connor: The Lion and the Cobra 3. Prince: Purple Rain 4. R.E.M: Murmur 5. Eeek A-Maus: Wa-do-dem 6. U2: Unforgettable Fire 7. Ofra Haza: Yemenite Song 8. King Sunny Ade and his African Brothers: Eri Okan 9. Simple Minds: New Gold Dream 10. Gypsy Kings: Gypsy Kings- I upphafi var það náttúrlega nýbylgjan og pönkið sem blómstruðu hér heima, en erlendis var það bræðingur af nýbylgjunni og öðrum tónlistarstefnuras.s. reggí, jassi og afrískri tónlist, sem mest bar á. Þegar leið á áratuginn þá fjölgaði góðum at- vinnumannahljómsveitum hér heima, að- allega vegna þess að afrakstur nýbylgjunn- ar voru ferskir og jákvæðir straumar í ís- lenskri tónlist. Hljóðverum fjölgaði og það auðveldaði tónlistarmönnum mjög að koma tónlist sinni á framfæri. Erlendis er það gegnumbrot og síaukn- ar vinsældir heimstónlistarinnar og finnst mér það mjög áhugavert. Og framboð þessarar tónlistar, sem var mjög lítið í fyrstu er alltaf að aukast. Það er einnig mjög athyglisvert hvað „gömlu mennirn- Jónatan Garðarsson. Aratugurinn þar sem tónlistarmenn komu fram sem mjög sterkt afí til að umbreyta hlutum. ir" hafa staðið sig frábærlega á áratugnum: Van Morrison, „Rolling Stones", Bob Dylan, Lou Reed, Neil Young svo ein- hverjir séu nefndir. Þetta eru allt saman menn sem maður hefði undir eðlilegum kringumstæðum verið búinn að afskrifa. Það er líka mjög áhugavert hvað konur hafa verið áberandi á þessum áratug og hjá þeim hafa komið fram klassa listamenn á borð við Tracy Chapman og Suzanne Vega. Einnig er mjög athyglisvert hvað tón- listarmenn hafa haft mikið að segja í sam- bandi við mannúðarmál, ég nefni Live Aid, samstarfið við Amnesty Internation- al og Human Rights Now tónleikaferðina. Ekki má gleyma því að Nelson Mandela var að stórum hluta til látinn laus vegna 48 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.