Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 49

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 49
aðgerða tónlistarmanna. Þetta sýnir að stjórnmálamenn eru farnir að taka mikið mark á tónlistarmönnum. En svona í heildina má segja að liðinn áratugur hafi ekki verið tímamótaáratug- ur eins og sá sjöundi og sá áttundi, nema að því leyti að öll landamæri í tónlist hafa opnast og heimur tónlistarinnar minnkað, samruninn og bræðingurinn hefur verið svo mikill, að maður tali nú ekki um hið jákvæða og opna hugarfar sem ríkt hefur til tónlistar á liðnum áratug. Sennilega verður hans minnst fyrst og fremst sem áratugar þar sem tónlistar- menn komu fram sem mjög sterkt afl til þess að umbreyta hlutum. Gunnar H. Ársœlsson, Þjóðlífi Innlent: 1. Sykurmolarnir: Life's too good 2. Þeyr: Mjötviður mær 3. Purrkur Pillnikk: Tilf 4. Todmobile: Betra en nokkuð annað 5. Megas: Loftmynd 6. Bubbi: Sögur af landi 7. Ham:Hold 8. Úr kvikmynd: Rokk í Reykjavík 9. Purrkur Pillnikk: Ekki enn 10. Stuðmenn og Grýlurnar: Með allt á hreinu Erlent: 1. Spliff: Radio Show 2. Echo and the Bunnymen: Heaven up here 3. Paul Simon: Graceland 4. Talking Heads: Remain in Light 5. Peter Gabriel: 3 6. Prefab Sprout: Steve McQueen 7. King Crimson: Discipline 8. U2: Unforgettable Fire 9. R.E.M:Green 10. The Smiths: The Smiths- Það sem er mér efst í huga er sú mikla gróska sem var í íslenskri dægurtónlist á liðnum áratug. Fyrst var það frumkraftur pönksins sem knúði menn áfram í tón- listinni en síðan fóru tónlistarmenn að vinna úr þessum krafti á fagmannlegri nótum. Þetta hefur leitt til þess að gæði dægur- og rokktónlistar eru í dag fyllilega sambærileg við það sem gerist erlendis. Enda er útflutningur á tónlist héðan stað- reynd; „Sykurmolarnir", „Mezzoforte, „Súld" og Smekkleysusveitimar; „Risa- eðlan", „Bless" og „Ham", allt hefur þetta fólk farið í víking og gert virkilega góða hluti. Ekki má gleyma árangri „Stjórnar- innar" í Zagreb í Júgóslavíu þótt uppi séu mismunandi skoðanir á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vonandi verður framhald á þessu á nýjum áratug og ekki væri verra að sjá ný nöfn hefja land- vinninga. Það sorglegasta við þennan áratug er hinsvegar sú staðreynd að stjórnvöld skuli þrjóskast við að fella niður virðisaukaskatt af hljómplötum.Bókin fékk hann niður- felldan og því ekki hljómplatan? Enda hefur það komið í ljós að sala á hljómplöt- Xf Gunnar H. Ársælsson. Innlend tónlist orðin sambærileg við erlenda og útflutningur haf- inn. um fyrir jólin dróst saman um 25% meðan bóksala jókst um 40%. Hér er verið að mismuna listgreinum gróflega og er þetta algerlega óþolandi ástand. ASKRIFENDUR! Munið að greiða gíróseðlana Þji II ÞJÓÐLÍF 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.