Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 51

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 51
árið 1620 Magnúsi Arasyni frá Ögri og hefur hún gefið honum handritið, því hann gefur það Jóni syni sínum með þess- ari áritun: „Mínum unga, elskulega syni Jóni Magnússyni eignast nú þessi bókmeð ástsemd, er hans dyggðaríka móðir gaf mér áður. Og bið ég að ekki í burtu fáist til hans athuga aldurs. “ Síðan hefur það ein- hvern veginn borist í konungsbókhlöðuna í Kaupmannahöfn eins og svo mörg önnur handrit. Halldór Hermannsson, sem ritaði um Jónsbókarhandrit í tímarit sitt, Islandica, árið 1940, telur þessa bók glæsilegasta handritið frá síðari öldum handritagerðar á íslandi. Af hinum fjölmörgu lagahand- ritum, sem varðveitt eru getum við ráðið að lög og fræðsla um þau hafa verið í mikl- um metum um aldir. Á þessum tíma var gotneskur liststíll mestu ráðandi í Evrópu. í fyrstu voru Biblían og önnur trúarleg handrit myndskreytt en síðar voru verald- leg rit einnig skreytt. Skreyting handrita fólst aðallega í skrautlegum upphafsstöf- um og smámyndum (miniatures). Þess háttar myndskreytingar sjást hér á landi fyrst í elstu Jónsbókarhandritunum (frá því um 1300). En snúum okkur nú að handritinu í gömlu konungsbókhlöðunni, Gl.kgl. Saml. 327a, 4°. Titilsíðan er í skrautlegum myndramma í mörgum litum í endur- reisnarsu'l. Halldór Hermannsson lætur sér detta í hug að titilsíðan sé eftirlíking útlendrar titilsíðu, enda margt í handrit- inu sem bendir til þess að erlendar fyrir- myndir hafi verið notaðar. Menn þykjast hafa séð það á klæðaburði, einkum höfuð- búnaði, sem sýndur er á myndunum. Sem dæmi má nefna stóra mynd af kórónuðum konungi þar sem „Réttarbætur" hefjast. Hann er með tvo ráðgjafa sér við hlið. Þessi þrenning sýnir sérkennileg og tákn- ræn svipbrigði, sem gaman er að ráða í. (Sjá mynd). Á einum stað í bókinni er stór mynd af Jesú Kristi með kórónaðan konung sér til hægri handar og lúterskan prest til vinstri. (Sjá mynd). Þess hefur verið getið hér fyrr, að Björn Grímsson mun hafa verið í þjónustu Gísla Hákonarsonar í Bræðratungu en Gísli stundaði nám erlendis og er ekki ólíklegt að hann hafi átt erlendar myndabækur og þaðan hafi skrautritarinn fengið fyrir- myndir sínar. Gísli lögmaður Hákonarson bjó í Bræðratungu frá um 1618 til æviloka 1631, mikill höfðingi og vel virður. í vísitasíu- gerð frá 14. ágúst 1644 segir svo um Bræðratungukirkju: „Kirkjan í sjálfri sér Jesús Krístur með kóng á aðra s/ðu en lút- herskan prest á hina. væn að öllu, alþiljuð fimm stafgólfog kap- ella innan afkór að auk, erlögmaður, Gísli Hákonarson, lét uppgjöra og alla mála með altari og predikunarstól kostulegum ...“. Prédikunarstóll þessi er enn til, nú á Þjóðminjasafninu, er eignaðist hann 1912. Kristján Eldjárn lýsir honum svo í bók- inni, Hundrað ár í Þjóðminjasafni: „Hann er 118 sm. hár, settur saman af þremur hliðum. Framhliðin skiptist í fjóra reiti og spjöld felld í milli strikaðra lista og á sama hátt er hinum hliðunum skipt í tvennt. Vængir hafa verið festir á framhliðina, sem hefur þá verið eins og þrískipt altaris- tafla, en vængina vantar nú. Á öllum list- um hafa verið máluð blóm og margvíslegt skrautverk, sem nú eru að mestu fallið af, en hægt er að lesa áletrun, sem er efst á stólnum með fögru gotnesku letri: „Farið út um allan heiminn og predikið evan- gelíum öllum þjóðum“. Á spjöldunum, sem felld eru í hliðar stólsins, eru málverk, sem eru honum mest til gildis og hafa varðveist sæmilega. Á spjöldunum á vinstri hlið eru myndir málaðar með gráu, svörtu og hvítu, að ofan mynd af Móse á fjallinu þegar guð færir honum lögmálstöflurnar, en að neð- an mynd af eirorminum á stönginni, hvort tveggja ágæt verk. í reitunum fjórum á framhlið eru guðspjallamennirnir sýndir á málverkum í mörgum litum. Myndinar eru allar gerðar af mikilli leikni og óvenju- legri tilbreytni um smáatriði. Einkennis- verur guðspjallamannanna fylgja þeim að vanda, en auk þess eru hjá þeim menn, sem ýmist virðast vera á tali við hina helgu menn eða halda á logandi kerti til þess að lýsa þeim við skriftirnar. Myndir þessar eru allar líflega teiknaðar og málaðar af töluverðri kunnáttu og heildarsvipur þeirra samræmur. Sýnilegt er, að höfund- ur þessara mynda hefur ekki verið viðvan- ingur í listinni“. Kristján Eldjárn telur vafalaust að ís- lenskur listamaður hafi málað predikunarstólinn og kapelluna alla, eins og orð vísitasíunnar gefa til kynna. Hann kveður ekki upp úr með það, hver það kynni að hafa verið, en hér er sett fram sú skoðun að það hafi einmitt verið Björn Grímsson. Menn vita lítið um hann, eins og áður segir. Hann var sonur Gríms Skúlasonar í Hruna, en hann hefur skrifað eitt eða fleiri Jónsbókarhandrit sem til eru. Björn var kallaður málari, sem sýnir að hann hefur verið víðfrægur af þeirri list sinni. Um hann er til þessi saga: „Björn var mjög undarlegur maður. Eitt sinn var hann staddur á Hlíðarenda um vetur. Þá gerði mikla snjóaleysingu. Heimti hann þá hest sinn úr húsi með ákafa og bað um fylgdarmann. Lést eiga nauðsynjaerindi til Höllu systur sinnar í Skóga austur. Komst um kvöldið yfir Markarfljót og önnur vatnsföll, er mönn- um sýndust ófær, í miklu regni og leys- ingu til Skóga og bað Höllu systur sína búa sér rúm í kirkjunni og senda sér þangað vinnukonu sína til gamans. Kvað það vera forlög sín að geta þar son. Mundi sá verða prestur, ef hann væri getinn á helgum stað. Halla gerði sem hann beiddi. Björn var þar um hríð og fór burt síðan. Vinnu- konan varð þunguð og ól son, sem Þor- steinn var nefndur. Mun það hafa verið um 1612. Ekki er þess getið að Björn hafi verið við konu kenndur, hvorki fyrr né síðar. Þorsteinn sonur hans varð prestur og fékk Útskála árið 1638. Kvæntist hann Guðrúnu, dóttur Björns Tómassonar £ Skildinganesi og átti með henni tvö börn. En svo varð honum það á að taka fram hjá og missti hann þá prestskap. Það var 1660. Hann var þá holdsveikur og lét aka sér millum búða á Alþingi og deildi á dóm- endur sína. Ekki vildi hann flytja af staðn- um, svo að hann var fluttur þaðan nauðug- ur. Gerði þá minnisstætt skrugguveður og var það eignað gjörningum hans, því hann var talinn fjölkunnugur. Eftir það lifði hann við örbirgð í 15 ár og dó á Setbergi við Hafnarfjörð 1675,63 ára gamall. Hann setti sér sjálfur grafskrift á latínu með íburðarmiklu lofi. Er sagt að hún hafi verið letruð á legstein hans í Garðakirkju- garði.“ 0 ÞJÓÐLÍF 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.