Þjóðlíf - 01.01.1991, Qupperneq 53

Þjóðlíf - 01.01.1991, Qupperneq 53
Margvísleg birtingarform Persaflóadeilan tekur á sig margvísleg birtingarform. Þannig er t.d. dýravernd í hættu af hennar sökum í Bangladesh. Af því að olíu- verð hækkaði svo mjög gátu Bangladeshmenn ekki keypt olíu eins og þeir þurftu. Auk þess dró mjög úr fjármagns- streymi til landsins, þar sem tugþúsundir gistiverkamanna þaðan höfðu starfað í Kuweit og víðar á svæðinu og sent mikið fé til ættingja í föður- landinu. Af þessum ástæðum telur ríkisstjórnin í Bangla- desh sig tilneydda að leyfa aftur útflutning á froskalöpp- um (-lærum), en af dýra- verndarástæðum var slíkur Sala ríkisleyndarmála Fjármagnsskortur hefur knúið Moskvu til sölu á ríkis- leyndarmálum. Fyrir tíu mill- jónir dollara eða 550 milljónir íslenskra króna fengu Banda- ríkjamenn nýjustu gerð af litlu kjarnorkuknúnu geimraforku- veri af gerðinni Topas-2. I verðinu er allt innifalið; teikn- ingar, handbækur og hópur sovéskra sérfræðinga sem setur þetta þúsund kílóa þunga „raforkuver“ saman í Bandaríkjunum. Þetta eru fyrstu viðskipti stórveldanna með hátækniframleiðslu af þessum toga. Fyrir tiltölulega skömmu höfðu Sovétmenn þrætt fyrir það að eiga yfirleitt kjarnorkuknúin tól til nota í geimnum. Yfirvöld í Moskvu viðurkenndu fyrst tilvist kjarn- orkuvélanna þegar kjarn- orkuknúið geimfar lenti út af brautu árið 1988 og rétt tókst að koma í veg fyrir að það brotlenti á jörðu. Geimferða- yfirvöld í Sovétríkjunum hafa orðið fyrir heiftarlegum nið- urskurði eða 10% síðustu tvö árin, sem varð til þess að þau fóru út í þessi viðskipti við Bandaríkjamenn. Sovésk Verkaskipting flugfélaga Dótturfélag Lufthansa, Con- dor flugfélagið, sem er næst stærsta leiguflugfélagið í Þýskalandi, hyggst hefja áætlunarflug á þessu ári, til áfangastaða í Karabíahafinu. Á þessari flugleið, sem byggir að miklu leyti á ferðamönnum á ódýrum fargjöldum hefur Lufthansa rekið áætlunarflug með tapi. Condor gæti hins vegar flogið á staði eins og Bahamaeyjar, San Juan og Antigua og Jamaica með mun minni tilkostnaði. Con- dor hefur minni launakostnað og býður upp á minni þæg- indi. Hins vegar hefur félagið ekki átt flugvélar sem henta þessum flugleiðum. Úr því verður bætt og þykir dæmið skynsamlegt fyrir móður- og dótturfélag... (Spiegel/óg) „Víkingar ganga lausir í Evrópu" Ein aðal skýringin á því hvers vegna Svíar telja óhjákvæmi- legt að ganga í EB eru gegnd- arlausar fjárfestingar Svía í ríkjum Evrópubandalagsins. Frá því í janúar 1988 hafa Svíar fjárfest í EB-löndum fyrir hærri upphæð en Japan- ir og Bandaríkjamenn. Ein- ungis á fyrra helmingi sl. árs fjárfestu þeir fyrir um 690 milljarða íslenskra króna í fyrirtækjum í EB. Fjárfesting- arnar voru oft tengdar yfirtöku í ólíkum greinum; pappírsið- naði, bifreiðaframleiðslu (Volvo — Renault), flutninga- fyrirtækjum, útgerð, ferða- mannaiðnaði o.fl. Meira að segja í fasteignafyrirtækjum sóttu Svíar fram. Af því tilefni var í fyrra fyrirsögn í hinu íhaldssama Svenska dagbla- det: „Víkingarnir aftur komnir á kreik á meginlandi Evrópu“... 0 Drengur með froska í Bangladesh. útflutningur með tilheyrandi veiðum bannaður árið 1988. Hagnaðurinn nær þó hvergi að jafnast á við þá upphæð sem gistiverkamenn frá Persaflóasvæðinu hafa sent heim. Síðasta árið sem þessi útflutningur var leyfður seld- ust froskar fyrir um 830 mill- jónir sem er aðeins brot af því sem gistiverkamenn hafa sent heim árlega... (Spiegel/óg) hernaðaryfirvöld reyndu þó í lengstu lög að koma í veg fyrir þessa sölu, m.a. vegna þess að áform um Topas-2 tengist stjörnustríðsáætlun Banda- ríkjamanna. Bandaríkjamenn hafa árum saman unnið að því að leita leiða til að knýja geimför kjarnorku. Sovéskir herforingjar óttast að T opas 2 muni létta þeim vígvæðingu í geimnum... Kubbaframleiðsla hjá Siemens. Stríðsyfirlýsing frá Kóreu Siemens hringurinn í Mun- chen tapar sífellt meira á framleiðslu súpertölvukubba (1 megabit). Þó einungis örfá fyrirtæki í heiminum framleiði þessa súperkubba hefur verðið hríðfallið á einu ári. Ár- ið 1989 þurftu menn að borga ríflega 1000 kr. fyrir hvern kubb en um mitt ár hafði verð- ið fallið um helming. Og nú er hægt að fá svona súperkubb fyrir ríflega 200 kr. Verðfallið hófst fyrir tilverknað risaraf- eindafyrirtækis í Kóreu. Kór- eubúarnirmiðuðu sittstarfvið aö boxa Japani út af vígvelli markaðarins, en hittu jafn- framt fyrir Siemens, sem er eini tölvukubbaframleiðand- inn í Evrópu. Fagmenn segja að framleiðslan geti hvergi borgað sig ef verðið fari niður fyrir 320 kr. á kubb eins og nú er komið. „Verðið á fram- leiðslu Kóreubúanna er því alger stríðsyfirlýsing", er haft eftir sérfræðingi í faginu... (Spiegel/óg) ÞJÓÐLÍF 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.