Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 54

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 54
HEILBRIGÐI UMSJÓN: HÁLFDAN ÓMAR HÁLFDANARSON OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR Kókaín veldur heila- skemmdum Nú þykir sannað að kókaín- neysla getur valdið heila- skemmdum. Það sem hér fer á eftir ætti að vera þeim sem neytt hafa kókaíns áhyggjuefni og jafn- framt fæla þá frá neyslu sem saklausir eru af því óráði en hafa gælt við tilhugsunina. Taugalífeðlisfræðingurinn Alvaro Pascual-Leone hefur skýrt frá því að heili kókaín- fíkla rýrni við langvarandi neyslu. Rýrnunin greinist á sérstökum tölvusneiðmynd- um. Þegar myndir af heilabúi fíklanna eru bornar saman við sneiðmyndir af fólki sem ekki hefur neytt efnisins kemur í ljós verulegur munur. Heili fíklanna líkist einna helst þornaðri og samanskroppinni valhnetu í skel sinni. Tauga- virkni í heila fíklanna er enn- fremur talsvert minni en í óskemmdu fólki og kókaín- neytendur fá oft ýmiss konar köst sem rekja má til heila- skemmda. Frestun dauðans Það eru ekki ný sannindi að eitt sinn skal hver deyja. Það eru hins vegar ný tíðindi að svo virðist sem unnt sé að slá á frest komu mannsins með ljáinn. Niðurstöður rannsóknar sem var gerð við háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum bendir til að þessi sé raunin. Rannsóknin beindist að Bandaríkjamönnum af kín- verskum uppruna. Fylgst var með dauðsföllum meðal þeirra Syndir mæðranna koma niður á dætrunum Konur sem neyta fituríkrar fæðu meðan þær ganga með meyfóstur sín auka hugsan- lega líkur á því að dætur þeirra fái síðar krabbamein. Rannsóknir við Ríkishá- skólann í Michican í Banda- ríkjunum hafa leitt í ljós að þetta á að minnsta kosti við um mýs. Rannsóknirnar voru gerðar á tveimur hóp- um músa sem fengu misjafn- lega fituríka fæðu og jafn- framt var fylgst með af- kvæmum þeirra. Dætur þeirra músa sem átu matinn þar sem ríflega var stungin tólgin fengu krabbamein fimm sinnum oftar en þær mýs sem aldar voru af mæðr- um sem fengu fitusnauðan mat. Fiturík fæða móður á meðgöngu virðist raska eðli- legri þroskun undirstúku hjá meyfóstrum og líklegt þykir að eftir fæðingu losi gölluð undirstúkan frá sér hormón sem stuðlar að tilteknum krabbameinsafbrigðum í æxlunarkerfi þeirra. á árabilinu 1960-1984 og þá kom í ljós afar skýr fækkun dauðsfalla á tilteknum tíma ársins, nánar tiltekið í vikunni fyrir uppskerutunglið. Þá er haldin hátíð sem er helsta sam- verustund hverrar kínverskrar fjölskyldu. Jafnframt kom fram greinileg fjölgun dauðs- falla strax að afstaðinni hátíð- inni. Það styrkir enn frekar þá kenningu að dauðanum sé ein- faldlega slegið á frest þegar mikið liggur við. Þessa varð einkum vart hjá rosknum, kín- verskum konum sem bera hit- ann og þungann af undirbún- ingi hátíðarinnar. Til samanburðar var fylgst með hópi Kaliforníubúa sem ekki tengdust þessari hátíð neinum tilfinningaböndum. Meðal þeirra greindist engin sveifia í dauðsföllum. 54 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.