Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 55

Þjóðlíf - 01.01.1991, Page 55
Ólækmcmdi timbur- Ráð og timbur- mönnum að fornu og nýju Til er egypskt híeróglýfur þar sem lýst er hvernig bæði prest- ar og læknar veita líkn hrjáð- um drykkjumönnum, illa höldnum af timburmönnum. Ef þú hefur einhvern tíma komist í kynni við slæma timb- urmenn er líklegt að þú kjósir fremur líkn prestsins en lækn- isins. Og þrátt fyrir allar þess- ar aldir sem síðan hafa runnið skeið sitt og ómældar þjáning- ar þolendanna kann enginn al- gild ráð til að lina kvalir drykkjumannsins; hvorki læknirinn né presturinn getur linað þjáningarnar fullkom- lega. Timburmenn, eða Þórs- hamrar, eru langdregin en tímabundin röskun á jafnvægi í líkamanum sem stafar af vínandanum sem slævir mið- taugakerfið og ýmsum niður- brotsefnum sem myndast í lifrinni. Að öllu jöfnu fylgir þessu æðavíkkun í heila, aukin tilfærsla vökva og salts til vefja (bjúgmyndun) í slímhúð mag- ans. Jafnframt breytist svefn manna og svo undarlegt sem það er felst breytingin einkum í því að kviksvefninn (það stig svefns sem einkennist af mikl- um augnhreyfingum) lætur ekki á sér kræla, en meðan hann varir nær líkaminn fyllstu hvíld. Afleiðing þessa alls er óslökkvandi þorsti, ólgandi magi, þreyta (mörg myndefni sem fylgja verulega miklu lík- amlegu álagi birtast í blóði), geðvonska og nöldurgirni og jafnvel samviskubit (það fer eftir því hver sá þig ölvaðan!). Afréttari veitir tímabundna líkn en frestar því að fullri heilsu verði náð og kaffi örvar einungis taugakerfið sem þegar er úttaugað og hindrar svefn sem full þörf er fyrir. Við timburmönnum verður því ekkert gert, annað en að leggjast til svefns og hvíla lúin bein og enn lúnari heilafrum- ur. Besta og eina ráðið við timburmönnum er fólgið í svofelldu heillaráði sem flokk- ast undir forvarnarstarf: drekktu aldrei svo mikið að það kalli á eftirköst. Þó mætti hugsanlega kalla til prest, það gafst líklega vel hjá Forn- egyptum! Kannski hann hafi haft með sér ómælt messuvín! 0 Róandi lyf og beinbrot Neysla róandi lyfja eykur líkur á beinbrotum hjá öldr- uðum. Rannsókn sem gerð var á hópi aldraðs fólks leiddi í ljós að sá hluti hópsins sem neytti róandi lyfja varð frekar fyrir því óláni að hrasa og brjóta bein sín en hinn hlutinn sem var án lyfjanna. Beinbrot voru 70% algengari hjá lyfj- aneytendum en hinum. Af lyfjum sem við sögu koma má nefna valíum, dalman og líbríum. Áhrif þeirra felast meðal annars í því að þau draga úr árvekni og samhæf- ingu líkamshreyfinga og fólki verður mun frekar fóta- skortur sem leiðir oft til beinbrots. ÞJÓÐLÍF 55

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.