Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 56

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 56
NATTURA UMSJÓN: HÁLFDAN ÓMAR HÁLFDANARSON OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR Verda áburdarvcrk smiðjur óþarfar? Áttatíu milljón tonn af köfnunarefnisáburði borin á akra jarðarkringlunnar árlega. Gífurleg mengun. Vonir um að líftœkni leiði til lausnar Ör þróun líftækninnar hefur gert það að verkum að víða um heiin hafa menn lengi leit- ast við að finna stofna nytja- plantna sem væru sjálfum sér nægir um öll helstu næringar- efni. I þessu samhengi hefur einkum verið litið til plantna sem eru svo vel settar að hafa í rótum sínum gerla sem vinna köfnunarefni (nitur) úr andrúmsloftinu. Til glöggvunar skal þess getið að tilbúinn áburður inni- heldur einkum köfnunarefni, fosfór og kalk, helstu nauð- þurftir plantna. Miklar fram- farir í líftækni hafa þrátt fyrir allt ekki gert það kleift að flytja þessa mikilsverðu eiginleika frá rótarhýðisplöntum (sem eru aðallega ýmsar belgplönt- ur, t.d. lúpína) til mikilvæg- ustu nytjaplantna mannsins. Rannsóknir á þessu sviði hafa þó staðið árum saman en borið sáralítinn eða engan árangur. Nýlega vöknuðu þó nokkrar vonir um að takast mætti að hrinda úr vegi helstu hindrun- um á þessu sviði. Árlega eru um áttatíu mill- jón tonna af köfnunarefnis- áburði borin á akra og tún jarð- arinnar til að auka uppsker- una. Það er því ljóst að það veltur á miklu að megi auðnast að gera þennan áburðaraustur óþarfan. Auk þess er líklegt að mengun minnki í kjölfarið, einkum þegar þess er gætt að svokölluð ofauðgun í vötnum og ám stafar fyrst og fremst af of miklu magni næringarefna í umhverfinu. Hópur fræðimanna frá Ástralíu og Kína hefur skýrt frá árangri tilrauna sem lofa vissulega góðu og ættu að vekja áhuga allra þeirra sem fást við ræktun. Rannsóknir vísindamannanna beindust að því að finna úrræði til að láta hveitiplöntur framleiða sitt eigið köfnunarefni. Þeir telja að þeim hafi tekist ætlunar- verk sitt og til þess notuðu þeir niturbindandi gerla og gróður- eyði, svo undarlega sem það hljómar. Ef þetta reynist raun- in geta hveitibændur hætt kaupum sínum á tilbúnum áburði. Það skal nú þegar upplýst að ýmsir fræðimenn hafa lýst yfir efasemdum sínum og erfða- fræðingurinn Barry Rolfe við Háskólann í Canberra í Ástra- líu hefur sagt að hann þurfi að sjá frekari staðfestingu á þess- um niðurstöðum áður en hann tekur þær gildar. „Við viljum ekki að þetta reynist kaldur samruni landbúnaðarins." Ýmsir setja það fyrir sig að til að koma niturnáminu í kring þurfi gróðureyði, —efni sem hlýtur ætíð að vera til óþurftar í umhverfinu. Þær tilraunir sem best hafa Leysir líftæknin ábwðarverksmiðjuna á Gufunesi afhólmi? (Mynd: G.H.A.) tekist til þessa voru gerðar á Englandi, nánar tiltekið í Nottingham. Aðferðin sem beitt var til að koma niturbind- andi gerlum af ættkvíslinni Rhizobium inn í rætur hveiti- plantna fólst í því að baða ræt- ur ungplantna með ensím- lausn en ensímið veikti veggi rótarfrumanna svo mjög að gerlarnir áttu greiða inngöngu og mynduðu rótarhnýði. Sá ágalli var þó á þessu öllu að ekki varð vart við neina mæl- anlega aukningu á magni nit- urs og plönturnar uxu ekki betur en ella. I Kína hafa menn einnig fengist við áþekkar rannsókn- ir. YanFú Nie er kínverskur plöntulífeðlisfræðingur sem hefur unnið að rannsóknum á þessu sviði með Áströlum. Þeir böðuðu rætur ungra hveitiplantna með illgresiseyð- inum 2, 4-D sem eyðir ein- göngu breiðblaða plöntum en ekki grastegundum. Þessi ill- gresiseyðir breytir á einhvern ókunnan hátt þroskun rótanna þannig að rótarhnýðisgerlar komast inn í rótarfrumurnar og fjölga sér þar. Enn sem fyrr skorti á að niturnáms yrði vart hjá hveitiplöntunum, þrátt fyrir myndun rótarhnýðanna. Hins vegar brá svo við þegar þeir reyndu sömu aðferð með gerlum af annarri ættkvísl að vart varð við mikla aukningu í niturnámi plantnanna. Gerl- arnir sem um ræðir eru af ætt- kvíslinni Azospilillum og aukning niturnámsins var fimmtugföld sem hlýtur að teljast veruleg aukning. Þessar tilraunir eru á algjöru frum- stigi og niðurstöður þeirra voru kynntar á ráðstefnu nit- urnámsfræðinga í Ástralíu í janúar. Aðstandendur þessara til- rauna benda á að björninn sé alls ekki unninn. Engan veg- inn sé ljóst hvort þetta muni eiga sér stað utan veggja rann- 56 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.