Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 57

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 57
Þegar þú fæddist voru í þér alls 350 aðskilin bein, en sértu orð- inn fullvaxinn eru þau nú ein- ungis 206. Það stafar af því að mörg beinanna renna saman við líkamsþroskunina. Bein eru um fjórfalt sterkari en stál. Samt sem áður brjóta um 2500 íslendingar bein í sér á hverju ári. Á venjulegri nótt breytir sof- andi maður stellingu sinni 40 til 70 sinnum. Það að snúa sér og bylta á þátt í því að viðhalda vöðvaspennu og nauðsynlegri hringrás líkamsvessanna. Eyðimerkur heimsins stækka á ári hverju um 25 þúsundir ferkílómetra. Beinagrind manns er ekki dauður vefur. Hún hefur að geyma fjölda snarlifandi frumna og endurnýjast full- komlega á hverjum tveimur árum. í beinmerg þínum myndast yfir 200 milljarðar nýrra rauð- korna á degi hverjum. sóknarstofunnar. Ungplöntur eru auðveldar í meðförum því að rótarkerfi þeirra er grunn- lægt en rótarkerfi fullvaxinna plantna teygir sig niður á allt að tveggja metra dýpi og það er því utan virknisviðs efna sem eru borin á yfirborð jarðvegs. Þeir eru þó þrátt fyrir allt bjartsýnir á að hér hafi merk- um áfanga verið náð og efast ekki um að það megi finna aðra og hættuminni aðferð til að opna niturnámsgerlum leið inn í rætur nytjaplantna en að nota stórháskalegan gróður- eyði. Ef þeir hafa rétt fyrir sér verða mikil umskipti í ræktun og vonandi mun það koma íbúum fátækra landa til mikill- ar hjálpar. Þar hefur skortur á tilbúnum áburði hamlað rækt- un en með breyttum, nitur- nemandi nytjaplöntum ætti þeim vanda að vera velt úr vegi. Hvít jól ó Mars Nýjar kenningar um veðráttu á reikistjörnunni Reikistjarnan Mars á það sameiginlegt með jörðinni að þar geysa snjóbyljir. Á jörðu er snjórinn reyndar frosið vatn, svo sem allir vita, en á Mars er snjórinn einkum frosinn koltvísýr- ingur, en ef til vill einnig blandaður vatni. Samkvæmt kenningu stjörnufræðinga í Kaliforníu í Bandaríkjunum benda rannsóknarniðurstöður frá könnunarflaugunum Marin- er 9 og Voyager til þess að frostský úr koltvísýringi sé hátt yfir heimskautum Mars en ekki á yfirborði stjörn- unnar eins og talið hefur verið fram til þessa. Stjörnufræðingum hefur lengi verið kunnugt að kol- tvísýringur er meginefni ís- hettanna á skautum Mars, sem stækka á vetrum en rýrna á sumrum. Menn töldu víst að koltvísýringur lofthjúpsins frysi í þeim fim- bulkulda sem þar ríkti og félli sem snjór. Það var hins vegar annmörkum háð fyrir daga könnunarflauga að afla traustrar staðfestingar á þessu því íshettur Mars myndast meðan heimskaut stjörnunnar eru myrkvuð (séð frá jörðu) og því ekki í rannsóknarfæri. Á Mars hefur mælst allt að 145°C frost, sem er vel undir frostmarki koltvísýrings við þau skilyrði sem þar ríkja (-125°C). Nú er talið að þessi kuldi sé ekki við yfirborð stjörnunnar heldur á efra borði snæskýsins sem er yfir hvoru skauti hennar í um 20 kílómetra hæð. Ef rétt reynist að frosinn koltvísýringur myndi ský í þessari hæð er nær víst að mun meiri kuldi ríki þar en við yfirborð stjörnunnar. Við frystingu koltvísýrings- ins losnar storkunarvarmi sem tryggir að hitinn (kuld- inn) helst stöðugur og jafn alla hina löngu marsnótt. Það sem hvað merkilegast þykir við þessa kenningu er að ef hún á við rök að styðjast telja menn að á Mars megi finna vísbendingar um lofts- lag þar árþúsundum saman. Það byggist á því að þegar snjóbyljir geysa safna þeir í sig ryki og vatni á heimska- utunum sem síðan sest til og situr eftir að lokinni sumar- þíðu. Þannig myndast lag- skiptin, rétt eins og í Græn- landsjökli, og í þeim er talin felast vimeskja um loftslag fyrri tíma á Mars. Því er það bara næst að drífa sig á stað- inn og taka borkjarna. 0 ÞJÓÐLÍF 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.