Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 12
Formennirnirhafa komið fram á forsíðum Þjóðlífs, —og er oft athyglivertíljósiþróunar að sjá hvernigþeirhafa lesið íspilin á hinum ýmsu tímum. AÐEINS EINN FORMAÐUR í FLOKKNUM' yMDLts* ®Síf ) IW • »'0 I4»0 UIMUwt» «SO,- JF' tiötal >iö Olaf Ragnar (iríms&on fjármálaráðhtrra tungulipurð eða hugmyndamýkt sem þyrfti til að sameina alla jafnaðarmenn í landinu. Þeir virka alltof oft of stuðandi á þessu gerjunartímabili. Við skipan framboðslista hjá Alþýðu- bandalaginu má glöggt sjá hvernig þau frjálslyndu öfl sem þar hafa verið innan stokks eru horfin á braut. Alþýðubanda- lagið hefur þannig séð ekki haldið þeirri breidd, sem það hafði. Hins vegar þarf það ekki endilega að koma flokknum að sök í kosningabaráttu, því hann getur sýnt skýrari ímynd, „hreinni prófíl“. Og um leið er von til þess að innanflokksátök séu úr sögunni, þannig að hann geti einbeitt sér meira að pólitík — jafnvel samstarfi við aðra flokka. Og þá komið hugsanlegri samvinnu við fyrrverandi félaga sína á betri grundvöll en meðan þeir störfuðu í sama ranni. Sú þróun sem orðið hefur síðastliðin ár í átt til sameiningar jafnaðarmanna virðist stundum ekki eiga mikinn hljómgrunn í Alþýðubandalaginu. I taugaveikluninni í upphafi kosningabaráttu réðst formaður Alþýðubandalagsins harkalega gegn Al- þýðuflokknum og engu var líkara en búið væri að gefa út nýja dagskipun; reisið múrana, endurreisið múrana! En sú uppá- koma hlýtur að flokkast undir þau mistök sem menn gera í hita leiksins og áður var minnst á. Framsóknarflokkurinn stendur einnig frammi fyrir gjörbreyttri stöðu. Áður fyrr var veldi Sambandsins og flokksins sam- ofið í vitundinni, en eftir að eðlisbreyting hefur orðið á kaupfélagaveldinu, þá breyt- ist þetta. Sérstaða flokksins að þessu leyti er horfm. Hitt er og auðsætt að flokkurinn er á leið til byggða, og dorgar þar á at- kvæðamiðum þéttbýlisins eins og hinir. Davíð Oddsson er kominn með yfir- burðastöðu meðal stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins. Valdataka hans hlýtur á hinn bóginn að valda miklum sárindum og erfiðleikum. Sumir benda á að Þorsteini Pálssyni hafi tekist að sameina Sjálfstæðis- flokkinn að nýju og að það sé öfugsnúið að varpa formanni fyrir róða, einmitt þegar flokkur hans nýtur einna mests fylgis í sögu sinni samkvæmt skoðanakönnun- Tafla 5 „Hvaða íslenskur stjórnmálaleiðtogi vildir þú helst að yrði forsætisráðherra eftir næstu alþingiskosningar?“ Atvinnustaða svarenda Verka afgr. Iðn verkstj. Skrifst. þjónust. Sérfr. atvrek. Sjómenn bændur Ekki útiv. Davíð Oddsson 24.4 42.9 34.4 38.9 21.6 25.6 Jón Baldvin H. 5.4 0.0 4.1 6.3 3.9 3.3 Ólafur Ragnar G. 1.2 4.4 4.1 3.2 5.9 0.0 Steingrímur H. 47.6 38.5 32.0 28.4 58.8 43.3 Þorsteinn Pálsson 9.5 6.6 9.0 17.9 2.0 17.8 Aðrir 12.0 7.7 16.3 5.3 7.8 9.9 Fjöldi Alls 168 27.2% 91 14.7% 122 19.8% 95 15.4% 51 8.3% 90 14.6% 617 100.0% 12 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.