Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 13
Tafla 6 „Hvaða íslenskur stjórnmálaleiðtogi vildir þú helst að yrði forsætisráðherra eftir næstu alþingiskosningar?“ Afstaða m.v. stjórnmálafl. Alþýðu- flokkur Framsókn- arfl. Sjálf- stæðisfl. Alþýðu- bandalag Kvenna- listi Aðrir flokkar Óráðnir Davíð Oddsson 11.1 4.8 62.2 0.0 6.3 0.0 23.1 Jón Baldvin H. 30.2 0.0 0.8 0.0 3.1 14.3 1.9 Ólafur Ragnar 4.8 0.0 0.4 30.8 0.0 0.0 1.0 Steingrímur H. 31.7 88.9 12.0 56.4 31.3 28.6 52.9 Þorsteinn Pálss. 3.2 0.0 22.9 0.0 3.1 14.3 5.8 Ýmsir 19.0 6.4 1.6 12.8 56.3 52.9 15.4 Fjöldi 63 126 249 39 32 7 104 620 Alls 10.2% 20.3% 40.2% 6.3% 5.2% 1.1% 16.8% 100.0% um, það sé ósanngjarnt að ýta honum frá. Mörgum finnst sem endurtekning á leikn- um við Friðrik Sophusson á síðasta lands- fundi, nú gagnvart Þorsteini, leiði til þess að Davíð hnjaskist innan flokksins. Valdataka Davíðs var aðeins spurning um tímasetningu og framkvæmd. Og það hlýtur að vera mikið álitamál fyrir hann persónulega og flokkinn hvort að það hafi borgað sig að láta til skarar skríða nú. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar um næsta forsætisráðherraefni eru um margt merkilegar; áður hefði verið „eðlilegt“ að formenn flokka fengju stuðning til æðstu metorða nokkurn veg- inn í samræmi við stuðning viðkomandi flokka. En nú er það svo að vinsælasta forsætisráðherraefnið er formaður milli- flokks og næst vinsælasti maður er vara- formaður stærsta stjórnmálaflokksins. Stuðningur við þessa menn og þó sérstak- lega Steingrím Hermannsson kemur frá fólki úr öllum stjórnmálaflokkum. Hann er hafinn yfir hin hefðbundnu og þröngu flokkamörk. Davíð borgarstjóri hefur heldur naum- an vinning yfir Steingrím á höfuðborgar- svæðinu, en hins vegar er gífurlegur mun- ur á fylgi þeirra á landsbyggðinni, þar sem Steingrímur nýtur tæplega 49% stuðnings meðan Davíð nýtur þar um 19% stuðn- ings. Athyglisverður er einnig sá munur sem er á afstöðu karla og kvenna til forsætis- ráðherraefnanna; Steingrímur nýtur fylg- is ámóta margra kvenna og karla, en Da- víð nýtur fylgis einungis fjórðungs kvenna meðan 35.5% karlanna styðja hann. Jafn- ræði er og meðal kynjanna í stuðningshópi Þorsteins Pálssonar. A hinn bóginn virðist Ólafur Ragnar Grímsson eiga við svipað- an „ímyndarvanda" að etja og Davíð; karl- ar eru þrisvar sinnum fleiri en konur í stuðningshópnum. Jón Baldvin, hins veg- ar, nýtur meiri kvenhylli en fylgis karla. Þá er einnig einkar athyglivert að bera saman fylgi þeirra Steingríms og Davíðs meðal ólíkra aldurshópa, þar sem munur- inn er verulegur. Steingrímur nýtur nefni- lega mun meiri stuðnings meðal yngri kjósendanna 18 til 24 ára og 25 til 39 ára heldur en Davíð og sömuleiðis meðal elstu kjósendanna 55 til 75 ára. Hins vegar hef- ur Davíð vinninginn meðal kjósenda í ein- um aldurshópi, þ.e. milli 40 og 54 ára. Það má sjá að yfirburðir Steingríms yfir Davíð og aðra eru meiri en tölurnar gefa beint til kynna; hann hefur fylgi frá öllum flokkum, jafn mikið fylgi frá konum og körlum, nýtur trausts bæði í þéttbýli og dreifbýli og öllum aldursflokkum. Aðrir stjórnmálamenn hafa „dauð svæði“ meðal kjósenda, þannig að möguleikar Stein- gríms til víðtækari tilhöfðunar eru mun meiri en allra annarra. Þannig má lesa margvíslegar vísbend- ingar út úr meðfylgjandi töflum. Sjálf- stæðismenn gætu t.d. lesið út hver ætti að verða formaður Sjálfstæðisflokksins. Það mætti og lesa út líklegt ríkisstjórn- armynstur samkvæmt vilja fylgismanna flokkanna. Steingrímur Hermannsson hefur yfirburðastöðu meðal fylgismanna Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags — og vel að merkja meðal fylgismanna Kvennalistans. Þessi niður- staða er enn ein staðfesting á traustri stöðu núverandi ríkisstjórnar — og opnar fyrir möguleika á framhaldi í svipuðum dúr; ef Kvennalisti vill í ríkisstjórn í sæmilegri sátt við fylgismenn sína, er forsætisráð- herraefnið eitt og hið sama; Steingrímur Hermannsson. Verður ný ríkisstjórn, rík- isstjórn Steingríms Hermannssonar með Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Al- þýðubandalagi — og Kvennalista? 0 Halldór næstur hinna Halldór Ásgrímsson var langefstur þeirra sem næst komu leiðtogunum sem eru í töflunum, eða með 15 til- nefningar, þ.e. 2.4% svarenda. Guðrún Agnarsdóttir fékk 10 til- nefningar, Jón Sigurðsson 9, Jó- hanna Sigurðardóttir 6, Svavar Gestsson og Þórhildur Þorleifsdóttir 4, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 3, Friðrik Sophusson og Kristín Hall- dórsdóttir 2. Eftirtaldir stjórnmálamenn fengu eina tilnefningu: Árni Gunnarsson, Björn Bjarnason, Hjörleifur Gut- tormsson, Ragnar Arnalds, Haraldur Ólafsson og Eyjólfur Konráð Jóns- son. 0 ÞJÓÐLÍF 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.