Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 14
INNLENT ÓLAFSFJÖRÐUR BÝR SIG UNDIRINNRÁS Múlagöngin munu hafa veruleg áhrif á mannlíf og samstarf sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð. Landsbyggðarvandinn í hnotskurn ÞRÖSTUR HARALDSSON EYJAFIRÐI Munu samgöngubætur við Eyjafjörð hafa þau áhrif að sveitarfélög sameinist og verði fjölmennari og sterkari sam- keppnissvæði við höfuðborgarsvæðið? Eða, munu samgöngubæturnar leiða til enn meiri héraðarígs og sérpots en áður? kömmu fyrir jól var einangrun Ólafs- fjarðar rofin. Þá voru Múlagöng opn- uð - óformlega - fyrir umferð. Samskipti Ólafsfirðinga við umheiminn og um- heimsins við Ólafsfjörð eru nú mun auð- veldari en áður var. Um næstu mánaða- mót kemur svo ráðherrann og klippir á borðann eins og vera ber. Ólafsfirðingar eru þegar farnir að njóta þess að þurfa ekki lengur að treysta á veginn vonda fyrir Múlann. Umferð um göngin hefur verið gífurleg síðan þau voru opnuð og að sögn Bjarna Kr. Grímssonar bæjarstjóra í Ól- afsfirði líkja bæjarbúar akstri um göngin við það að vera í útlöndum eða þátttakend- ur í risastórum tölvuleik. Nú ætti þeim sem áður þorðu ekki að aka fyrir Múlann að vera óhætt að skreppa í heimsókn. En þessi mikla samgöngubót sem Múla- göngin eru mun án nokkurs vafa hafa veruleg áhrif á mannlíf beggja megin Ól- afsfjarðarmúla. Þótt menn séu heldur var- kárir enn sem komið er og vilji sjá hverju fram vindur er ljóst að göngin munu auð- velda samgang og samstarf byggðarlag- anna við utanverðan Eyjafjörð. í þeirri þróun sem hafin er endurspeglast öll helstu vandamál sem landsbyggðin ís- lenska glímir við þessi misserin og því er forvitnilegt að kynna sér málið nokkuð. egar talið berst að samstarfi kaupstað- anna Dalvíkur og Ólafsfjarðar staldra menn strax við hafnarmálin, en í sumar varð nokkur hvellur þegar Eimskip ákváðu að flytja alla starfsemi sína frá Ól- afsfirði til Dalvíkur. Þessu tóku Ólafsfirð- ingar illa og raunar hafði þetta nokkur áhrif á samskipti bæjanna, til hins verra að flestra mati. En þessi uppákoma sýndi einnig glöggt hversu mikilvægar hafnirnar eru í íslenskum sjávarplássum. Því þegar rýnt er í söguna kemur í ljós að bæði Dal- vík og Ólafsfjörður eiga tilveru sína sem sjálfstæð bæjarfélög að þakka ágreiningi um hafnarmál. Ólafsfjörður fékk kaupstaðarréttindi og fógeta á lýðveldisárinu. Helsta ástæða þess að tengslin við sýslunefnd Eyjafjarðar voru rofin var sú að sýslunefndin treysti sér ekki til að ganga í ábyrgð fyrir fjár- skuldbindingar vegna hafnargerðar í Ól- afsfirði. Hafnarskilyrði hafa alltaf verið erfið í Ólafsfirði vegna þess hve mikill framburður er á sandi úr Ólafsfjarðará, auk þess sem sandburður inn fjörðinn er óvenjumikill. Fyrir vikið þarf oft að dæla úr höfninni og skip verða að sigla um þrönga rennu inn í höfnina. Þar má ekki mikið út af bera, einkum ef stór skip eiga í hlut. Öðru máli gegnir um Dalvík, þar eru aðstæður til hafnargerðar eins og best verður á kosið. Þegar íbúar þéttbýlisins á Böggvisstaðasandi hugðu á hafnargerð að loknu stríði mætti það andstöðu í hrepps- nefnd Svarfaðardalshrepps sem Dalvík var hluti af. Bændurnir í dalnum óttuðust að höfnin yrði sveitarfélaginu ofviða og vildu ekki binda hreppnum of stóra bagga. Varð þetta ásamt fleiru til þess að ákveðið var að skipta hreppnum í tvennt og Dalvík öðlaðist því sjálfstæða tilveru árið 1946. Þess þarf varla að geta að áhyggjur svarfdælsku bændanna reyndust ástæðu- lausar. Dalvíkurhöfn reyndist byggðar- laginu enginn baggi heldur mikil lyfti- stöng og nú glotta Dalvíkingar þegar þeir benda á að stór hluti útsvarstekna Svarfað- ardalshrepps verði til fyrir íhlaupavinnu bænda við upp- og útskipun á Dalvík. Þegar þessi saga er höfð í huga er ekkert undarlegt við það að hafnarmálin séu við- kvæm mál á báðum stöðum. ótt ekki sé nema stundarfjórðungs akstur milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar eru þessi bæjarfélög talsvert ólík þegar grannt er skoðað. Báðir staðirnir byggja að vísu afkomu sína að verulegu leyti á sjáv- arútvegi. Það á þó miklu fremur við um Ólafsfjörð þar sem fiskveiðar og útgerð eru allt í öllu í atvinnulífinu en landbúnað- ur í firðinum er að mestu leyti úr sögunni. Meiri fjölbreytni gætir á Dalvík sem nýtur þess að hafa á bak við sig landbúnaðarhér- að sem þarf að þjóna. Einnig er þar rekið eitt mesta uppgangsfyrirtæki íslensks iðn- aðar síðustu árin, Sæplast, og við Dalvík- urskóla er nú að myndast vísir að fram- haldsskóla. Þetta eykur á fjölbreytnina í atvinnulífinu sem er ákaflega þýðingar- mikið fyrir framtíðarþróun byggðarlags- ins, eins og talsmenn landsbyggðarinnar þreytast seint á að ítreka. Á báðum stöðum hafa orðið verulegar sviptingar í atvinnulífinu upp á síðkastið. í Ólafsfirði gekk rekstur Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar brösuglega og endaði saga þess skömmu fyrir jól með því að önnur af tveim helstu „ættunum“ í atvinnulífi stað- arins, kennd við fyrirtækið Valberg hf., keypti Ólafsfjarðarbæ og Hlutafjársjóð út úr Hraðfrystihúsinu. Á Dalvík hefur Kaupfélag Eyfirðinga haft undirtökin í 14 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.