Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 15

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 15
Munu Múlagöng tengja saman byggðarlögin —eða auðvelda flóttann? fiskvinnslu og útgerð, að hluta til í sam- starfi við bæjarfélagið. I fyrravor kom Samherji svo til skjalanna og keypti 64% hlut KEA í rækjuvinnslu Söltunarfélags Dalvíkur, en bærinn hélt sínum 36%. KEA keypti hins vegar tæplega helmings- hlut Dalvíkurbæjar í Útgerðarfélagi Dal- víkinga og á nú það félag að fullu. Sögulega og pólitískt er líka margt sem skilur bæina tvo að. Ólafsfjörður hefur búið við einangrun í samgöngum og er fyrir vikið rótgrónara samfélag en Dalvík. íbúar í Ólafsfirði voru orðnir tæplega þús- und árið 1950 en þá bjuggu aðeins 640 manns á Dalvík. Þann 1. desember sl. bjuggu 1.170 manns í Ólafsfirði en 1.490 á Dalvík. Þessar tölur sýna að Dalvík hefur vaxið mun örar auk þess sem þar er meiri hreyfing á mannfólkinu. Pólitískt mynstur er afar ólíkt á þessum tveimur stöðum. í Ólafsfirði hafa lengi verið tvær valdablokkir sem ólíklegt má telja að geti nokkurn tíma starfað saman. Annars vegar Sjálfstæðisílokkurinn sem hefur haft meirihluta í bæjarstjórn síðan 1986, hins vegar vinstrimenn sem samein- uðust árið 1978 og voru við völd fram til 1986. A Dalvík hafa framboðslistarnir tek- ið sífelldum breytingum milli kosninga. I síðustu kosningum var ekki um neitt hreint flokksframboð að ræða. Bæði Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn skeyttu orð- unum „og óháðir" við lista sína, hluti Al- þýðubandalags og kratar buðu fram undir merkjum Jafnaðarmannafélags Dalvíkur (óánægðir Allaballar gengu til liðs við Framsókn) og skömmu fyrir kosningar kom fram listi bæjarbúa sem voru óánægðir með áðurnefnd umskipti í at- vinnulífinu og fengu einn mann kjörinn. Eftir þessar sviptingar var svo haldið áfram samstarfi Sjálfstæðisflokks (og óháðra) og Jafnaðarmannafélagsins í bæj- arstjórn. úlagöngin opna fyrir aukið sam- starf sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð. Raunar hafa verið haldnir um nokkurt skeið „leiðtogafundir" framá- manna frá Ólafsfirði, Dalvík, Svarfaðar- dal, Árskógsströnd og Hrísey um hugsan- legt samstarf á ýmsum sviðum, en saman- lagður íbúafjöldi þessara byggðarlaga losar þrjú þúsund. Þeir fundir ásamt mörgu öðru endurspegla þær hræringar sem eiga sér nú stað í íslenskum sveitar- stjórnarmálum og einskorðast langt í frá við Eyjafjörð. Víða um land hafa menn verið að sameina sveitarfélög, nú eða fella það í kosningum að sameinast. Árið 1988 var sýslunefnd Eyjafjarðar lögð niður en í hennar stað var Héraðs- nefnd Eyjafjarðar sett á laggirnar. í henni hafa komið saman fulltrúar allra byggðar- laga við fjörðinn (að Svalbarðsströnd frátalinni), frá Ólafsfirði til Grenivíkur sem raunar tilheyrir Suður-Þingeyjar- sýslu. Raunar ætti það að liggja beint við að íbúar við Eyjafjörð hafi með sér sam- starf, en það er samt ekki einfalt mál. Starf héraðsnefndarinnar skarast til að mynda töluvert við umsvif Fjórðungssambands Norðlendinga sem nær yfir allt svæðið frá Hrútafirði austur á Langanes. Svo er á Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra á Dalvík að heyra að mönnum vaxi í augum kostnaðurinn við að halda báðum þessum apparötum úti, en þá er spurningin hvoru eigi að farga. Þarna þvælist m.a. fyrir mönnum skorturinn á þriðja stjórnsýslu- stiginu sem þingmenn hafa verið að velta á undan sér og þæfa í þingnefndum um ára- bil, landsbyggðinni til mikillar óþurftar. Þótt sýslunefnd Eyjafjarðar sé fokin er sýslumaðurinn í Eyjafirði enn við lýði og nær yfirráðasvæði hans frá sýslumörkum andspænis Akureyri út að Múlagöngum en Ólafsfjörður er sjálfstætt lögsagnarum- dæmi með eigin fógeta eins og áður var nefnt. Þessari skipan una Dalvíkingar illa því þeir þurfa að sækja inn til Akureyrar ÞJÓÐLÍF 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.