Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 19
með útsláttarfyrirkomulagi. Tefld voru fjögurra skáka einvígi. 1. umferð: Jón L. Árnason — Rúnar Sigurpálsson 3 - 0 Jóhann Hjartarson — Áskell Örn Kárason 2.5 - 0.5 Margeir Pétursson — Sæberg Sigurðsson 3-0 Héðinn Steingrímsson — Þröstur Árna- son 0.5 —2.5 Friðrik Ólafsson — Jóhannes Ágústsson 3 - 1 Karl Þorsteins — Elvar Guðmundsson 4 - 3 Hannes H. Stefánsson — Ingvar Ás- mundsson 2.5 — 0.5 Þröstur Þórhallsson — Björgvin Jónsson3 - 1 Fjórðungsúrslit: Jón L. Árnason — Þröstur Þórhallsson 1.5 -2.5 Jóhann Hjartarson — Hannes H. Stefáns- son 2.5 — 1.5 Margeir Pétursson — Karl Þorsteins 3 — 4 Friðrik Ólafsson — Þröstur Árnason 3 — 1 Undanúrslit: Þröstur Þórhallsson — Friðrik Ólafsson 2.5 - 1.5 Jóhann Hjartarson — Karl Þorsteins 4 — 2 Úrslit: Þröstur Þórhallsson — Jóhann Hjartarson 2.5 - 1.5 Eins og sjá má voru úrslit ótvíræð í flestum viðureignum í fyrstu um- ferð, enda styrkleikamunur keppenda oft allnokkur. Sigur Þrastar Árnasonar á ís- landsmeistaranum var nokkuð óvæntur. Karl og Elvar tefldu langt einvígi; það var raunar hlutskipti Karls í öllum einvígum hans í mótinu að tefla úrslitaskákir eftir að staðan var 2 — 2 að atskákunum fjórum loknum. I annarri umferð kom glögglega í ljós að róður stórmeistaranna er þungur gegn vel þjálfuðum og fingraliprum andstæðing- um. Einvígi þeirra Jóhanns og Þrastar var æsispennandi eins og sjónvarpsáhorfend- ur urðu vitni að. Jóhann var vitaskuld sigurstranglegri en það kom á daginn að stíll hins 22 ára gamla alþjóðameistara hæfði vel þeim aðstæðum sem atskákin býður upp á; honum tókst sífellt að trufla rökrétta framvindu taflsins með taktísk- um glettum sem settu stórmeistarann úr jafnvægi og sneyddu af naumum umhugs- unartíma hans. Síðasta skákin var sjón- varpsefni í hæsta gæðaflokki og var leidd til lykta á dramatískan hátt. Merkasta nið- urstaða þessa viðburðar var þó tvímæla- laust sú að með góðri dagskrárgerð er at- skákin prýðilegt sjónvarpsefni. Ef til vill ganga með þessu nýir tímar í garð í skák- heimnum. En lítum á augnablikið sem skipti sköpum í umræddri úrslitaskák. Þótt Þröstur sé með tapað tafl tekst hon- um að nýta sér möguleika stöðunnar út í ystu æsar: Jóhann 3 7 vÁmm iggggjjjgi ipi^l 1/1 ”• l'WÍ i jplil] 6 5 1mim 5j" 4 J? “ 3 2 1 1 | Q b c d e f □ h Þröstur 1 Hdl! ógnar með 2 Rd5+ og nú rennur upp fyrir svörtum að menn hans vinna illa saman. Jóhann var með betri tíma er hér var komið við sögu, en það tók hann eina og hálfa mínútu að finna heldur meinlaus- an svarleik. Þetta tímatap réði úrslitum. 1 - Bb5 2 Rd5+ Kf8 3 Hcl Hótar máti! Kg8 4 Hc8+ Kh7 5 Hc7 Þótt svartur hafi tveimur peðum meira þarf hann að vanda sig meðan hvíta staðan teflir sig sjálf og krefst lítils tíma. 5 — Hg2 6 Hxf7 Hxg3+ 7 Kf2 Hd3 8 Rf6+ Kh6 9 Re4 Bc610 Rg5 a5 11 e6! og gagnfæri hvíts dugðu honum út umhugsunartímann. Jóhann féll skömmu síðar á tíma en þá var staðan á borðinu orðin jafntefli. Heunsbikarmót í Reykjavík? Aþessu ári fer af stað nýr umgangur heimsbikarmóta GMA. Þessi mót eru þau veglegustu sinnar tegundar í heiminum, sannkölluð ofurmót þar sem einungis útvalinn hópur sterkustu skák- manna heims fá að vera með. Verðlaun eru og með hæsta móti. íslenskum skákunn- endum mun enn í fersku minni mótið sem Stöð 2 stóð fyrir í Borgarleikhúsinu haust- ið 1988. Ekki mun hafa staðið til að endur- taka það ævintýri að sinni en nýjustu frétt- ir herma að svo geti þó farið. Mikill áhugi hefur verið meðal stórmeistara og hjá GMA fyrir því að fá íslendinga til að sjá um eitt af þessum mótum, enda kunnum við vel að búa mótunum þá umgjörð sem sæmir. Þeirri málaleitan var þó tekið þunglega; mótið er mjög dýrt, Stöð 2 hefur öðrum hnöppum að hneppa og Skáksamband ís- lands á í fjárhagskröggum eins og áður hefur komið fram í þessum pistli. Heim- ildir Þjóðlífs herma að það hafi ekki síst verið fyrir áeggjan hollenska stórmeistar- ans Jans Timman að „guðfaðir“ GMA, belgíski fjármálamaðurinn Bessel Kok (forstjóri SWIFT fyrirtækisins sem sér um alþjóðlega fjármagnsflutninga með fjarskiptum) bauðst til að leggja fram bróðurpart verðlauna, (sem verða $ 370.000, eða rúmlega 20. millj. krónur), ef íslendingar tækju að sér að halda mótið. Þá mun aðild Flugleiða, sem mun vera tilbúið að sjá um ferðir keppenda og uppi- hald, koma að stórum hluta til móts við annan kostnað. Það lítur því allt út fyrir að íslenskir skákunnendur eigi enn eina veisluna í vændum seinna á þessu ári. Alþjóðlegt kvennaskákmót Jafnan hefur farið lítið fyrir skákiðkun meðal íslenskra kvenna og heldur dofnað yfir því litla sem fyrir var hin síðari ár. Skákfrömuðir hafa ekki fundið færa leið til að snúa þessari öfugþróun við, en nú hefur Skáksambandið boðist til að halda hér á Islandi svæðamót kvenna fyrir Norðurlandasvæði FIDE. Mótið er fyrsta þrepið í heimsmeistarakeppninni og munu tvær stúlkur úr því vinna sér rétt til keppni á millisvæðamóti, þar sem áskor- endur heimsmeistarans eru valdir. Verði boðinu tekið yrði hér um að ræða fyrsta alþjóðlega kvennaskákmótið á íslandi. Slíkur viðburður gæti orðið íslenskum konum lyftistöng og vakið athygli á skák- iðkun kvenna. Þá er ekki síður líklegt að upp blossuðu hinar ýkja athyglisverðu umræður um hæfni kvenna til skákiðkun- ar. Hið mjúka og fríða kyn hefur óneitan- lega átt undir högg að sækja á þessum vettvangi og hefur m.a. heimsmeistarinn, sem kunnur er af ýmsu öðru en varfærnis- legum yfirlýsingum, látið hafa eftir sér eitt og annað um konur og skák sem við hirð- um ekki um að endursegja á þessum blöð- um. 0 ÞJÓÐLÍF 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.