Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 21

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 21
að ganga í tyrkneska skóla og er bannað að tala eigið mál þar. Til skamms tíma var bannað í Tyrklandi að nota nafnið Kúrd- ar. Erlendur kynntist á þessum árum öll- um helstu forvígismönnum upp- reisnarmanna Kúrda, meðal annarra þjóð- arleiðtoga þeirra Mulla Mustafa Barzani. Þegar Erlendur sneri til Þýskalands á ný hafði hann meðferðis pappíra sem gáfu honum leyfi til að tala máli Kúrda hvar og hvenær sem væri. Forvígismenn upp- reisnarliðsins komu til Evrópu nokkru síðar og reyndu mikið til að fá mál sitt tekið upp hjá Sameinuðu þjóðunum. Tveir þeirra komu til íslands og töluðu við ráðamenn hér. Þáverandi utanríkisráð- herra, Emil Jónsson, er að sögn Erlendar, eini maðurinn sem talaði máli Kúrda við aðalritara S.Þ. en það bar engan árangur. Erlendur heldur enn sambandi við Kúrda í gegnum samtök útlægra Kúrda í París og fær reglulega send frá þeim blöð sem fjalla um mál Kúrda. „Kúrdar hafa alla u'ð í sinni sjálfstæðis- baráttu lagt mikla áherslu á alþjóðlega samninga sem kveða á um sjálfstjórn þeirra og vitna meðal annars oft í samning þann sem gamla Þjóðabandalagið sam- þykkti þegar Bretar slepptu höndinni af írak árið 1930 og gerðu það að sjálfstæðu ríki,“ segir Erlendur. „Irak var í rauninni ekki til sem ríki fyrr en 1918 en þá bjuggu Bretar til þau landamæri sem við þekkjum þar í dag. Fram að þeim tíma var því landsvæði sem nú er Irak skipt í þrjú um- dæmi innan Tyrkjaveldis. En þegar Bret- ar létu af stjórnartaumnum í nafni Þjóða- bandalagsins árið 1930 var það gert að skil- yrði að írakar virtu ákveðna stjórnarskrá þar sem skýrt var kveðið á um réttindi Kúrda í írak. Það plagg var aðeins virt í fyrstu og þegar leið á sjálfstjórnartíð Iraka varð það að marklausum pappír. Kúrdar hafa sterka þjóðerniskennd og hafa alla tíð verið taldir herská þjóð. Þeir áttu af og til í óeirðum við Breta meðan þeir réðu írak en oft voru löng hlé á milli. Árið 1958, þegar herforinginn Abdul Karim Kassim steypti Irakskonungi af stóli, var gengið mjög á réttindi Kúrda en fram að þeim tíma höfðu Kúrdar hvergi notið jafnmikils frjálsræðis. Kassim og fylgismenn hans voru mjög Arabasinnaðir og lögðu megináherslu á að Irak væri ara- bískt ríki. Kúrdar voru á öðru máli og Kassim hóf brátt stríð við þá. Kassim var ýtt frá völdum af Baath- flokknum árið 1963 og Saddam Hussein var einn þeirra sem þátt átti í því valda- ráni. Hann komst sjálfur til valda upp úr 1967. Eiginlegt stríð Kúrda við Araba hófst árið 1969 og hélst með nokkrum hléum fram til ársins 1975. Það ár tókst Persakeisara og Saddam Hussein í sam- einingu að ganga milli bols og höfuðs á Kúrdum með samningum sín á milli sem útilokuðu aðföng fyrir Kúrda í íraska hlutanum frá Iran. Kúrdar höfðu lengi fengið vopn frá Nixon Bandaríkjaforseta, sem var nokkur áhugamaður um málefni þeirra og með þeim hafði Kúrdum tekist að ná yfirráðum yfir allstóru landsvæði. I kjölfar Watergate-málsins missti Nixon öll völd og eftirmaður hans sýndi ekki sama áhuga á vopnaflutningum til Kúrda. Þegar Persakeisari lokaði fyrir alla að- flutninga til íraska hluta Kúrdistans leið ekki á löngu þar til þeir töpuðu öllu landi sínu aftur. íranir höfðu barist fyrir því að fá óskor- aðan siglingarétt til hafnarinnar í Abadan á landamærunum og fengu hann viður- kenndan af Hussein gegn því að hindra aðflutninga til Kúrda í írak. Irökum tókst með þessu að brjóta alla skipulagða mót- spyrnu Kúrda á bak aftur og ganga milli bols og höfuðs á þeim. Þess má geta að í sama samningi Husseins og Persakeisara samþykktu Irakar að reka úr landi íranska útlagann og klerkinn Ayatollah Khom- eini sem fór þá til Parísar, nokkuð sem Persakeisari sá sennilega mikið eftir síðar. ppgang herveldis Araba í írak má að nokkru leyti rekja til stríðsins við Kúrda en þó auðvitað í mun ríkari mæli til stríðsins við Irani. I stríðinu við Irani gengu sumir Kúrdar til liðs við Khomeini en það varð aldrei stór hópur. Meðan á stríðinu stóð og einnig síðar notaði Sadd- am Hussein oft eiturgas gegn Kúrdum og eyddi mun fleiri þorpum á þann hátt en þeim eina bæ sem oft er minnst á í fjöl- miðlum. Það er talið að um 4000 Kúrdar hafi verið myrtir á þennan hátt, næstum allt óbreyttir borgarar í þorpum og bæj- um. Talið er að um 300.000 Kúrdar, mest bændur og fjölskyldur þeirra, hafi verið fluttir nauðungarflutningum frá heim- kynnum sínum til sérstakra búða eða ein- angraðra bæja í hinum arabíska hluta Ir- aks. Undanfarna áratugi hefur Irak verið stjórnað af miklu harðræði og stjórnarfar þar hefur verið mjög frumstætt um langan aldur. Sem dæmi um aðferðir íraskra her- foringja má nefna að þegar Baathflokkur- inn steypti Kassim af stóli þá voru hundr- uð manna myrt á einni nóttu. Kassim var fremur vinstrisinnaður og hafði notið stuðnings Rússa frá því hann steypti Kúrdískir skæruliðar stíga dans fyrir myndavél Erlendar. Þjóðdansar þeirra eru ekki ósvipaðir hringdönsum Færeyinga, forsöngvari kyrjar Ijóðið og dansararnir taka undir í viðlaginu. ÞJÓÐLÍF 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.