Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 23

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 23
sér hugsjón. Hann er staðráðinn í að undir hans stjórn leiði Irak Arabaheiminn.“ „Eg viðurkenni fúslega að ég bjóst ekki við að hann réðist á Kúvæt (Walker fór í frí til Englands 10 dögum áður og var nokkuð fundið að því þegar svo fór sem fór). Mér fannst hótanir Saddams í garð Kúvæta bara vera dæmigerður yfirgangur og þeir myndu láta undan að lokum; af- skrifa gömul lán og veita ný, draga úr olíusölu og hækka verðið og sættast á að Irak eignist meiri hlutdeild í olíulindum á landamærum ríkjanna. Hann þurfti alls ekki að beita valdi til að ná þessu fram.“ „I mínum huga leikur núna enginn vafi á hvers vegna mér skjátlaðist. Sovétríkin settu sig ekki lengur sjálfkrafa upp á móti Bandaríkjunum, lýðræði var að spretta upp í Austur-Evrópu. Mér fannst vera aukið raunsæi í alþjóðamálum almennt. Ég hélt einfaldlega að þetta væri það sem koma skyldi. Fyrir mig jafngilti innrásin að vissu leyti atburðarásinni eftir Miinchen forðum daga. Hún var mitt „Miinchen“ (Hitler og Chamberlain hitt- ust í Munchen árið 1938 og breski forsæt- isráðherrann sagðist hafa tryggt „frið um vora tíð“).“ „Saddam varð vitaskuld hrikalega á með því að ráðast á Kúvæt og er það ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þrátt fyrir að hann sé mjög slægur. Það voru til dæmis mikil mistök að fara í stríð við íran og framferði hans í sambandi við vestræna gísla voru önnur mistök, það gerði Vestur- lönd enn harðari í afstöðu sinni. Hvers vegna leyfði hann fólkinu að fara? Ég held að Hussein Jórdaníukonungur eigi helst þakkir skilið, ég held að hann hafi talað um fyrir honum.“ „Ég get ómögulega trúað því að Saddam hafi gert ráð fyrir álíka átökum og hann lenti svo í. Ég hugsa að jafnvel í byrjun þessa árs hafi hann reitt sig á að andstæð- ingar hans yrðu ósáttir, að bandarískir kjósendur yrðu áhyggjufullir og svo fram- vegis. Ég hef á tilfinningunni að Saddam hafi svo orðið ljóst að ekki yrði aftur snúið og einungis þá hafi hann ákveðið að ganga til þessarar „móðurorrustu“.“ „Ástæða þess að viðbrögð heimsins voru svo harkaleg sem raun bar vitni var að glæpur íraka var svo ótvíræður. Ef það á að reyna að halda uppi lögum og reglu í þessum heimi gengur ekki að eitt ríki Sameinuðu þjóðanna innlimi annað með ofbeldi. Það hefði ekki breytt neinu þótt Kúvæt hefði flutt út tómata, en ekki olíu. Þess vegna kom líka mjög lítið til kasta diplómata og samningaleiða þeirra. Það Ekki fyrsta stríðið sem Hussein efnir til. var ekkert að semja um, írak varð að fara frá Kúvæt. Auðvitað voru margar leiðir nefndar í því skyni, en írakar léðu aldrei máls á að yfirgefa landið.“ „Ég get ekki annað en vonað að þessir atburðir allir leiði mönnum fyrir sjónir, einnig þeim sem hafa ekki látið segjast í áratugi, að í raun er ekki hægt að búast við varanlegum friði í Austurlöndum nær, nema reynt verði að leysa Palestínumálið. Sjálfur er ég ekki bjartsýnn á að lausn finnist, ég held að engin lausn sé til.“ „Og þar að auki eru fleiri vandamál í augsýn. Ég hef sérstaklega í huga hvernig hægt verður að tryggja öryggi ríkjanna við Persaflóa. Aftur verð ég að segja að ég er nokkuð efins um að endanleg lausn náist. Það er frumskilyrði og ég held að Banda- ríkin séu á sama máli, að valdamenn á svæðinu ráði fram úr því sjálfir. Ef Vestur- lönd reyndu að þröngva sínum áformum á Persaflóaríkin, brytist út óvild, hatur og linnulaus áróður gegn þeim — og ríkjum þeim hliðhollum." „Hér veldur miklum vandkvæðum að vellauðug ríki eins og Kúvæt, Bahrain og Sameinuðu furstadæmin eru lítil, fámenn og engin herveldi. Þau eru freistandi. Ef- laust er ráðamönnum þeirra hugsað til gömlu góðu daganna þegar við Bretar sá- um um varnirnar, en þeir kepptust við að dæla upp olíu og lifa lífinu. Þeir tímar eru liðnir. Ég er fullviss um að hvorki við né Bandaríkjamenn myndum fallast á að hafa mikið setulið þarna. Ástæðan er einföld, við höfum ekki efni á því lengur. Það þýð- ir að þessi ríki verða að styrkja sig sjálf og reyna að bindast sterkari böndum, sem reyndar er ólíklegt og vissulega verða Vesturlönd að gefa loforð um að koma til aðstoðar, verði á þau ráðist.“ Sendiherrann er því alls ekki bjartsýnn á að allt falli í ljúfa löð í Austurlöndum nær þegar fram líða stundir. í stuttu máli segir hann að þeir séu margir, lausu endarnir og eins líklegt að allt fari í hnút enn og aftur. 0 ÞJÓÐLÍF 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.