Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 24

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 24
ERLENT KOMMÚNISTAR KVEÐJA Þrír kommúnistaleiðtogar líta misjöfnum augum yfir farinn veg. Jaruzelski kveður og biður um skilning. Zhivkov í Búlgaríu afneitar öllu saman. Kommúnismi kemur aftur, segir Honecker GUÐNI THORLACIUS JÓHANNESSON Fyrrum leiðtogar í Austur-Evrópu hafa að undanförnu verið að tjá sig um ástand mála þar. Ummæli þeirra eru ólík. I kveðjuávarpi sínu til pólsku þjóðarinnar bað Wojciech Jaruzelski, hershöfðingi landsmenn afsökunar. Hann var að láta af embætti forseta og allir vissu hvað hann átti við. Hann sagði að það hljómaði kannski lágkúrulega, en honum sýndist slík orð engu að síður eiga best við. I við- tölum við hershöfðingjann kveður við ei- lítið annan tón. Hann fullyrðir að komm- únismi hafi verið dæmdur til að mistakast og sér hafi orðið það ljóst fyrir nokkrum árum: „Ég viðurkenni að það tók mig langan tíma að skilja þetta, en ég tek fram að ég skipti um skoðun af eigin sannfæringu, ekki vegna breyttra tíma. Ég trúi enn á sumar hugsjónir kommúnisma, en sam- þykki alls ekki hvernig þeim var fram- fylgt. Kerfið þjónaði sínum tilgangi í Pól- landi fyrstu tíu til fimmtán árin eftir seinna stríð, þegar mikillar uppbyggingar var þörf. Svo varð það okkur fjötur um fót. Við reyndum að bæta ástandið, en ekkert gekk. Við misstum allt traust fólks- ins.“ Jaruzelski var samt ekki að biðjast af- sökunar á allri stjórnartíð kommúnista. I desember 1981 kom hann herlögum á í Póllandi: „Ef ég hefði ekki gert þetta, hefði ég verið ábyrgur fyrir því sem annars hefði gerst. Sá harmleikur sem þá hefði orðið hefði haft hrapallegar afleiðingar. Maður eins og Gorbatsjof hefði ekki komist til valda og kalda stríðið geysaði enn. Gorbat- sjof hefur sjálfur sagt mér að hann sé á sama máli.“ Jaruzelski á auðvitað við að Sovétríkin hefðu gert innrás í Pólland, hefði hann ekki gripið í taumana. Það er örugglega rétt hjá honum. Talsmaður hans hefur sagt frá eftirfarandi atviki: Yfirhershöfð- ingi Varsjárbandalagsins, Rússi vita- skuld, bauð Jaruzelski með sér í herkönn- un til pólsks bæjar við sovésku landamær- in. Þeir tóku á loft og lentu heilir á húfi — hinu megin. Þar biðu Júrí Andrópof, þá yfirmaður KGB og Mikhaíl Súslof, annál- aður harðjaxl. Þeir voru ómyrkir í máli: „Reyndu að leysa vandamál Póllands af eigin rammleik. Við viljum helst ekki skipta okkur af, en þú getur verið viss um að það munum við gera, ef þörf krefur.“ Jaruzelski finnst þess vegna að hann hafi átt tvo kosti, báða illa; að örlögin hafi verið honum óvægin. Góður vinur hans segir að hann hafi lagt heiður sinn að veði: „Honum líður ekki vel. Þegar við tölum saman segir hann að hann hafi fyrir löngu fengið nóg af þessu öllu, en hann hafi átt skyldum að gegna.“ Sumir dæma hershöfðingjann hart, benda á að hann hafi barið niður verkföll í Póllandi, skirrst við að viðurkenna Sam- stöðu og einnig látið undan síga þegar hjá því varð hvort eð er ekki komist. Aðrir eru umburðarlyndari. I þeim hópi er Lech Walesa, sem margt mátti þola af hendi Jaruzelskis. Walesa kveðst vorkenna hon- um, en vilji ekki leggja mat á verk hans. IBúlgaríu tekur Todor Zhivkov í svip- aðan streng og Jaruzelski. Zhivkov var við völd í 35 ár, þar til honum var steypt af stóli síðla árs 1989: „Já, ég var kommúnisti, en nú verð ég að viðurkenna að þjóðskipulagið sem við bjuggum til var meingallað. Ef ég gæti horfið til baka og breytt einhverju, hefði ég ekki einu sinni gengið í Flokkinn. Ég byrjaði að efast um ágæti kerfisins um miðjan sjötta áratuginn (,,mid-1950’s“), en við vorum fastir í klóm Sovétríkjanna. I dag segi ég hiklaust að við vorum hernum- dir. Mér var ekki beint skipað að hlýða, en ég gat ekki neitað, ekki vegna sjálfs mín, heldur vegna þjóðarinnar.“ Það er erfitt að leggja trúnað á orð Zhivkovs. Undir ofríki hans var Búlgaría eitt þægasta handbendi Moskvu. Meira að segja æskti Zhivkov þess eitt sinn að land- ið yrði innlimað í Sovétríkin. Krútsjof, þáverandi leiðtogi þeirra, bað hann kur- teislega að láta ekki svona. Þetta var nú bara til að sýnast, segir Zhivkov og kveðst vera fullviss um að hann hafi þjónað landi og þjóð sem best hann gat. Víst er að Búlgarar bera þrátt fyrir það og þvert á móti mikinn kala til hans. Hann situr í stofufangelsi og liggur undir kærum um fjárdrátt og alls kyns spillingu. Zhivkov svarar fullum hálsi og vandar arftökum sínum ekki kveðjurnar. Þeir bisa við að innleiða markaðskerfi í þessu lítt þróaða landi sem bjó við áætlunarbúskap í hálfa öld og gengur illa: „Ég spyr, voru búðirnar galtómar í minni tíð? Var svona mikið atvinnuleysi? Voru svona margir glæpir, svona mikil spellvirki?“ nnar sannfærður er Erich Hon- ecker í Austur-Þýskalandi. Hann féll um svipað leyti og Zhivkov. Hann hefur verið þögull sem gröfin, enda sárlas- inn og liggur á sjúkrahúsi Rauða hersins í austurhluta Þýskalands. Hann vissi hrein- lega ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar Berlínarmúrinn hrundi, segir fyrrum læknir hans og hefur líklega verið í hálf- gerðu losti síðan, eða þar til hann ákvað að leysa frá skjóðunni fyrir skömmu: „Það kemur sífellt betur í ljós hverjir stóðu að baki skemmdarverkunum gegn Flokknum. Mikið tjón hefur verið unnið. Ekki mun líða á löngu þar til þessi starf- semi verður afhjúpuð að fullu. Vissulega hefur kommúnistahreyfingin beðið mik- inn hnekk. Hún mun ná sér á strik.“ Honecker lætur að því liggja að menn- irnir í Moskvu hafi unnið gegn honum og er mikið til í því. I kjölfar heimsóknar Gorbatsjofs til Austur-Berlínar sagði Honecker af sér. Þáverandi félagi hans í miðstjórninni heldur fram að eftir fund með Gorbatsjof hafi allir séð að Honecker yrði að víkja. Þýsk yfirvöld vilja nú fá hann í sína vörslu, svo hann geti svarað til saka fyrir ýmis afbrot. Honum er fyrst og fremst kennt um dauða þeirra sem reyndu að flýja vestur, en voru skotnir af landa- mæravörðum. Honecker þverneitar að bera ábyrgð á þessu. Hver bar hana þá? Því svarar hann ekki og helst finnst manni að hann viðurkenni verknaðinn, en ekki að hann hafi brotið í bága við lögin. Þann- ig sést að þessir þrír gömlu samherjar líta á mismunandi hátt yfir farinn veg. 0 24 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.