Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 26

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 26
ERLENT Seinheppinn varaforseti Varaforseti Bandaríkjanna, Dan Quayle 43 ára, átti enn einn afleikinn skömmu fyrir heimsókn til hersveita Bandaríkjanna við Persaflóa. Varaforsetinn heimsótti ill- ræmdan golfklúbb, Cypress Point Club og sló þar í nokkr- ar kúlur í heiðurskyni við meðlimi. Klúbbur þessi var rekinn úrgolffélagasambandi Bandaríkjanna (að vísu ekki fyrr en á sl. ári) og talinn van- hæfur til að standa fyrir alvöru mótum. Ástæðan er sú að einungis hvítir menn mega vera í klúbbnum. Gagnrýn- endur létu strax til sín heyra og bentu á að fjórðungur bandarísku hermannanna viö Persaflóa hefði ekki átt möguleika á að keppa við Konunglegir radíóamatörar Juan Carlos 51 árs konungur Spánar reynir að koma að gagni með tómstundastarfi sínu. Hans hátign er nefni- lega meðal 25 þúsund áhugamanna um fjarskipti, sem geta fylgst með Persa- flóastríðinu í gegnum radíó- tæki sín. Konungurinn hlustar og talar á 30 metra bylgu- lengd og notar ensku. Hann lætur þó aldrei í Ijósi hver hann er í rauninni, — ekki heldur þegar hann talar við aðra konunglega radíó- áhugamenn eins og Hassan kóng í Marokkó eða Hussein Jórdaníukonung um viðburði í stríðinu... (Spiegel/óg) Varaforsetinn reiðir til höggs. Quayle í golfi vegna hörunds- litar. Auk þess hefðu 11% liðs- manna hersveitanna til við- bótar verið útilokuð, en kon- um er meinaður aðgangur að þessum klúbbi. Málið þótti allt dæmigert fyrir Quayle... (Spiegel/óg) Óvinsæll knatt- spyrnukappi Hin þrítuga fótboltastjarna Maradona var kjörinn „hatað- asti maður ársins 1990“ af lesendum ítalska blaðsins La Republica. Og nú hefur Vati- kanið bæst í hóp gagnrýn- enda. Erkikaþólska blaðið Osservatore Romano segir Maradona fyrirlitlega per- sónu og slæma fyrirmynd fyrir ítalska æsku vegna „blygðunarlausrar glysgirni og lélegs smekks“, sem móðgi hvern þann sem hafi lítið eða ekkert handa á milli. Blaðið nefndi sem dæmi um þetta þegar Diego Maradona lét baka demantshringi í brúðartertu sína þegar hann gifti sig 1989 og hégómlega umgengni hans við lúxusbíla. Meira að segja vísaði þjálfari Maradona hjá Napolí ekki þessari gagnrýni á bug, held- ur kvaðst af öllu hjarta vera sammála... (Spiegel/óg) Lina þjáningarnar Eins og tíðkast í styrjöldum er farið að senda skemmtikrafta „að heirnan" til að skemmta vestrænum hermönnum við Persaflóa. Marta Sanchez 24 ára gömul spænsk popp- stjarna fór í slíka ferð og vakti meira en fögnuð hjá her- mönnum sem þar eru á þrem- ur spænskum herskipum. Til nokkurs óróa kom á skipun- um, en söngkonan afsakaði sig. í sjónvarpsviðtali kvaðst hún hafa fengið það verkefni hjá spænska varnarmálaráð- herranum „að hífa upp móra- linn eða eitthvað annaö hjá hermönnunum". Spænska þingkonan Cristina Almeida gagnrýndi þessa söngferð bæði fyrir og eftir og kvað hana virka eins og verið væri að deila síðasta olíudropan- um, og það væri ekki hægt að lina þjáningarnar með Ijóða- söng... 26 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.