Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 29

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 29
þeir koma yfir í hið margrómaða Vestur. Atvinnuleysi og niðurskurður á félagslegri þjónustu þvinga þá oft á tíðum til að vinna ólöglega með smánarlega lág laun. En jafnvel hin verst launuðu ólöglegu störf í Vestur-Evrópu veita þeim mun meira fjár- hagslegt svigrúm en þau laun sem þeim býðst í heimalandi sínu. I Danmörku hefur á síðustu árum stór- aukist fjöldi þeirra Pólverja sem vinna ólöglega í landinu. Þar sem það er orðið nánast ómögulegt fyrir Pólverja að fá leyfi til aðseturs í Danmörku hefur átt sér stað mikil aukning á umsóknum Pólverja um þriggja mánaða vegabréfsáritun til Dan- merkur. Á síðasta ári komu um 30.000 Pólverjar á þennan hátt til Danmerkur. Flestir þeirra koma ekki til að fara í Tívolí og skoða litlu hafmeyna heldur til að vinna hörðum höndum. Á síðasta ári voru af- hjúpaðir danskir atvinnurekendur sem misnotuðu gróflega hið ólöglega pólska vinnuafl. Pólverjarnir voru látnir vinna 10 tíma á dag alla daga vikunnar með sem svarar til 80 ísl. króna á tímann. Þótt und- arlegt megi virðast voru Pólverjarnir hæstánægðir með laun sín og vinnutíma; á þennan hátt tókst þeim að hala inn tvisvar sinnum meiri tekjum en þeim býðst í Pól- landi. Einn af dönsku atvinnurekendun- um var það ánægður með hið ódýra pólska vinnuafl að hann var farinn að skipuleggja þriggja mánaða vinnuferðir Pólverja til Danmerkur. Ástandið í Danmörku er þó mun skárra en víða annars staðar í Vestur-Evrópu hvað varðar ólöglega vinnu innflytjenda. Á Ítalíu er talið að um 1 milljón innflytj- enda vinni ólöglega í landinu, í Austurríki um 200.000 og á Spáni er fjöldi innflytj- enda sem vinna ólöglega talinn vera um 300.000. Á ráðstefnu á vegum Evrópuráðsins sem haldin var í Vín nýlega voru saman komin rúmlega 200 menn og konur frá 36 löndum Evrópu til að ræða um hvernig hægt sé að stöðva sókn innflytjenda til Vesturlanda. Það sem olli ráðstefnugest- um mestum áhyggjum var stóraukin sókn innflytjenda frá Austur-Evrópu yfir í vel- megun Vestursins. Á ráðstefnunni voru samþykktar yfir- lýsingar sem ganga í þá átt að lönd Vestur- Evrópu verði að hamla gegn innflytjenda- straumnum frá Austur-Evrópu með því að herða þær reglur sem gilda um innflytj- endur. Mörg lönd, þar á meðal Danmörk, höfðu fyrir ráðstefnuna riðið á vaðið og stöðvað innflytjendastrauminn frá Aust- ur-Evrópu. Þeir sem verst verða fyrir barðinu á hinum nýju reglum eru þeir austurevrópubúar sem tilheyra kúguðum minnihlutahópum og vegna ofsókna kjósa að yfirgefa heimaland sitt. Skv. yfirlýsing- um ráðstefnunnar í Vín verða ofsóknir gegn minnihlutahópum í Austur-Evrópu að vera mun blóðugri og alvarlegri en í dag svo að landamærum Vestursins verði lokið upp fyrir flóttamönnum frá Austur- Evrópu. Danmörku fékk hin nýja stefna yfir- valda gagnvart innflytjendum og flóttamönnum frá Austur-Evrópu eld- skírn sína þegar eistlenskir liðhlaupar úr sovéska hernum sóttu um hæli í Dan- mörku. Danski utanríkisráðherrann, Uf- fe Ellemann-Jensen, hafði lýst því yfir eftir að Sovétríkin hertu tak sitt á Eystra- saltsríkjunum að Danmörk stæði opin flóttamönnum þaðan. Eistlendingar kom- ust að því að lítið mark var takandi á yfir- lýsingum utanríkisráðherrans; þeim var vísað úr landi og því lýst yfir að ástandið í Eystrasaltsríkjunum væri ekki nógu alvar- legt til að Danmörk opnaði landamæri sín fyrir flóttamönnum frá Eystrasaltsríkjun- um. Þó svo dönsk yfirvöld hafi ákveðið að halda innflytjendum og flóttamönnum frá Austur-Evrópu frá Danmörku, bendir skoðanakönnun sem gerð var í lok janúar til þess að tæpur helmingur þjóðarinnar, um 41%, sé hlynntur því að Danmörk opni landamæri sín í auknum mæli fyrir flóttamönnum frá Eystrasaltsríkjunum og Miðausturlöndum. Samkvæmt skoðana- könnuninni eru danskir hægri menn þó lítt hrifnir af því að opna landamærin fyrir flóttamönnum frá hinum stríðshrjáðu Miðausturlöndum og vill meirihluti að- spurðra hægri manna aðeins hleypa flótta- mönnum frá Eystrasaltslöndunum inn í hlýjuna. Á meðal vinstri manna er sú skoðun ríkjandi að Danmörk skuli standa jafn opin fyrir flóttamönnum frá Eystra- saltsríkjunum og frá Miðausturlöndun- um. ó svo að stór hluti alþýðumanna í Vestur-Evrópu kunni um þessar mundir að vera hlynntur því að opna landamærin fyrir flóttamönnum frá Eystrasaltslöndunum og hinum stríðs- hrjáðu svæðum í Miðausturlöndum er þó ekkert sem bendir til þess að austur- evrópubúar á komandi árum geti flúið örbirgðina í eigin landi og tekið þátt í of- neyslunni í Vestur-Evrópu. Yfirvöld í hinni ríku Vestur-Evrópu vilja ekki hleypa fleirum að gnægtarborði velferðar- ríkjanna. 0 / tilefni af 10O ára afmæli verslunarinnar veitum við 20% afsiátt til 8. mars. ÚRSMIÐUR VEUUSUNDI 3 U, V/HðllSPÍSplðll S: 13014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.