Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 30

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 30
ERLENT NYJA STJORNIN GEGN THATCHERISMA GUÐMUNDUR JÓNSSON LUNDÚNUM Svo frábrugðin var ellefu ára stjórn Thatchers fyrri ríkisstjórnum að segja má að ákveðnu tímaskeiði í sögu eftir- stríðsáranna sé lokið. Nú þegar hún er horfin af vettvangi er eins og bresk stjórnmál svífi í tómarúmi, þau séu hvorki búin að öðlast form né inntak eftir að þessi aðsópsmikli stjórnmálamaður er ekki lengur til að gefa tóninn. iðurstaða leiðtogakjörsins innan íhaldsflokksins í nóvember síðast- liðnum var, þrátt fyrir þann öfluga stuðn- ing sem Thatcher fékk, mikill léttir fyrir þingflokkinn. Hvað hefði gerst ef hún hefði fengið þau fjögur atkvæði sem upp á vantaði til að vinna í fyrstu umferðinni? Hún hefði ekki aðeins lýst yfir sigri heldur hampað niðurstöðunni sem ótvíræðri staðfestingu á því að flokkurinn væri á réttri braut undir hennar forystu og gert kröfu til þess að leiða hann í næstu kosn- ingum. Michael Heseltine hefði ekki John Major, forsætisráðherra Bretlands: lit- laus thatcherísti eða sjálfstæður leiðtogi? verið boðin ráðherrastaða, enda þótt hann hefði fylgi þriðjungs þingflokksins. Þetta hefði verið ófær staða fyrir Ihaldsflokkinn í væntanlegum kosningum, rækilega klof- inn með óvinsælan leiðtoga. Það voru helst hinir virku flokksfélagar sem einarð- ast studdu Thatcher, en einmitt þaðan er nú hrópað á hefnd gegn „svikurunum“, Howe, Lawson, Heseltine og nánustu fylgismönnum hans. Thatcher taldi sig hafa köllun í bresk- um stjórnmálum og vann ótrauð að því að sinna henni hvað sem tautaði og raulaði. Þetta var nýfrjálshyggjan, hin róttæka hægristefna síðasta áratugar sem er svo órjúfanlega tengd Thatcher sjálfri. Óttast hægrimenn að fjara muni undan stefnunni þegar Thatcher nýtur ekki lengur við, ekki síst vegna þess að thatcherismi náði ekki að vinna hugi og hjörtu meirihluta þjóðarinnar. Ráðríki og valdastjórn voru leið Thatchers til að bæta sér upp veika pólitíska stöðu sína, hún var leiðtogi í minnihluta — innan þingflokksins, í rík- isstjórninni, í landinu. Mörg helstu stefnumál stjórnarinnar mættu harðri andstöðu kjósenda, en pólitísk sannfær- ing, kænska, einurð og heppni fleyttu Thatcher yfir erfiðustu hjallana. Hún var ófeimin við að fara ótroðnar slóðir, átti í stöðugri baráttu við þau öfl sem hún taldi vera að draga Bretland niður í svaðið, ætl- aði að frelsa einstaklinginn úr viðjum vel- ferðarríkisins og félagshyggjunnar og stillti mönnum upp við vegg: með hverj- um ert þú? Þannig kallaði hún fram djúp- stæða tvískiptingu í flokknum og í landinu öllu milli einlægra aðdáenda og haturs- fullra fjandmanna. Spurningin er, mun thatcherisminn lifa guðmóður sína? Margir útleggja fall That- chers sem skipbrot nýju hægristefnunnar og benda á að meira að segja íhaldsflokk- urinn hafí hafnað henni með foringja- skiptunum. Við skulum þó ekki láta það villa okkur sýn að þótt nýja hægristefnan í Bretlandi sé kennd við Thatcher sjálfa stendur hún ekki og fellur með einni manneskju. Hreyfingin lifir góðu lífi, þótt foringinn sé fallinn. „Ávinningar" that- cherismans eru margir og mun þeirra gæta langan tíma, einkaframtakið hefur verið styrkt á kostnað opinbera geirans, meiri agi er í ríkisfjármálunum, verkalýðshreyf- ingin hefur verið njörvuð niður, atvinnu- leysi er ekki lengur pólitískt eldfimt mál, verndarstefna í efnahagsmálum er eigin- lega búin að vera og þar með hefur innlend hagstjórn í raun æ minna að segja í saman- burði við alþjóðlegar aðstæður í efnahags- málum. ▼ ohn Major, nýi forsætisráðherrann, er I að upplagi gjörólíkur forvera sínum. Hægri armur íhaldsflokksins taldi þennan litlausa hæglætismann vænlegasta for- mannsefnið í leiðtogakjörinu og best fall- inn til að halda uppi merki Thatchers. Þó er viðbúið að hann fylgi ekki eins her- skárri hægristefnu, vegna þess að hann vantar þá harðskeyttu hugmyndafræði og trúboðsanda sem forveri hans hafði. En hvaða stefnu hann mun framfylgja ná- kvæmlega er erfiðara að segja svo fljótt eftir valdatöku hans. Major á skjótan og áfallalitlum frama sínum Thatcher að þakka. Hann er helst prísaður fyrir að vera fær og dugmikill stjórnmálamaður sem á sér enga óvini. Hann er eindreginn markaðssinni, en tek- ið er til þess að hann var aðstoðarráðherra Nigels Lawsons á þensluskeiðinu um miðjan síðasta áratug sem íhaldsmenn rekja verðbólgu síðustu ára til og hann var helsti hvatamaður þess innan stjórnarinn- ar að Bretar gerðust aðilar að sameiginlegu gengisskráningarkerfi Evrópubandalags- ins. I félagsmálum virðist hann vera langt í frá thatcheristi. Hann er á móti dauðarefs- ingum og segist aðhyllast félagslega frjáls- hyggju. Þegar hann var bæjarstjórnarfull- trúi í Lambethhverfi í London fyrr á árum studdi hann dyggilega rekstur bæjaríbúða og beitti sér gegn kynþáttastefnu innan flokks og utan. I kosningabaráttunni um formannskjörið sagðist hann vilja gefa meiri gaum að menntamálum og bæta kjör kennara; lýsti því meira að segja yfir að hann tryði að Bretland gæti orðið stétt- laust samfélag! Skipan ríkisstjórnarinnar bendir líka til áherslubreytingar hjá Major. Hann hefur lagt kapp á að græða sárin eftir leiðtoga- slaginn, efla samvinnu innan ríkisstjórn- arinnar og treysta flokkinn aftur í sessi. Varla er lengur hægt að tala um thatcher- ískan arm innan ríkisstjórnarinnar eftir að Norman Tebbit, Young lávarður, Nicholas Ridley, Geoffrey Howe, Nigel Lawson og nú síðast Cecil Parkinson eru á bak og burt. Þeir sem ráða ferðinni eru Norman Lamont fjármálaráðherra og David Mellor, aðstoðarmaður hans og ráðherrar í stóru útgjaldaráðuneytunum, Michael Heseltine (umhverfismál, þ.á.m. sveitarstjórnarmál), William Waldegrave (heilbrigðismál), Kenneth Clarke (menntamál) og Malcolm Rafkind (sam- 30 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.