Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 31

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 31
John Major segist fylgja félagslegri frjálshyggju. í kosningabaráttunni um formannskjörið sagðist hann vilja gefa meiri gaum að menntamálum og bœta kjör kennara; lýsti því meira að segja yfir að hann tryði að Bretland gœti orðið stéttlaust samfélag! göngumál), studdir af þrem valdamiklum ráðherrum, Douglas Hurd (utanríkis- mál), Kenneth Baker (innanríkismál) og Chris Patten, nýja flokksformanninum. Enginn þessara manna getur talist harður thatcheristi. íkisstjórnin sækir á brattann fram að næstu kosningum. Hún þarf að end- urheimta fylgi kjósenda sem dvínað hefur á undanförnum misserum. Valdabaráttan og hveitibrauðsdagar nýju ríkisstjórnar- innar gáfu íhaldsflokknum kost á að baða sig í sviðsljósi fjölmiðlanna og fylgi hans óx um stundar sakir. Nú hefur hins vegar sigið aftur á ógæfuhliðina og hefur Verka- mannaflokkurinn betur í skoðanakönn- unum, enda hafa leiðtogaskiptin litlu breytt um vandræði íhaldsmanna. Þeir hafa að vísu losað sig við óvinsælan for- ingja, en þrjú mál einkum halda áfram að gera þeim lífið leitt. Nýjasta útsvarið, poll tax, hefur mætt feykilegri andspyrnu um allt land og hefur flokkurinn ekki bitið úr nálinni með það mál. Hver ráðherrann í kapp við annan hefur þvegið hendur sínar af þessari gælu- hugmynd Thachers upp á síðkastið og hefur ríkisstjórnin séð sig knúna til að lofa breytingum á skattinum, enda þótt ekki takist að koma gagngerðum umbótum í kring fyrr en eftir kosningar. Heseltine umhverfismálaráðherra hefur málið á sinni könnu, en hann er yfirlýstur and- stæðingur útsvarsins. Skipun hans í þetta embætti er til marks um að Major er mikið í mun að láta útsvarið ekki verða að kosn- ingamáli. Klofningur og tvístígandi innan Ihalds- flokksins út af Evrópubandalaginu hefur einnig valdið honum ómældum erfiðleik- um. Djúpstæður ágreiningur ríkir enn um málið og þarf Major að sigla milli skers og báru. Ólíkt Thatcher mun hann forðast að einangra Bretland og að ögra hinum aðild- arríkjum bandalagsins. Stefna hans mun líklega miðast við það umfram allt að halda flokknum saman í þessu máli, fallast á aukna samvinnu aðildarríkjanna, en jafnframt veita þeim öflum mótspyrnu sem hraðast og lengst vilja ganga í samein- ingu á efnahagssviðinu. Samdráttur í efnahagslífi og verðbólga var þriðja ástæðan fyrir óvinsældum ríkis- stjórnarinnar og átti mikinn þátt í að fella Thatcher. Eftir þenslu síðustu ára endaði áratugurinn alveg eins og hann byrjaði — í miklum viðskiptahalla, hárri verðbólgu og samdrætti í atvinnulífi. Aldrei urðu fleiri fyrirtæki gjaldþrota en á árinu 1990. Spáð er enn meiri samdrætti fram eftir þessu ári og að verðbólga muni fara hægt hjaðnandi. Staðan í efnahagsmálum virð- ist ráða meira og meira um vinsældir ríkis- stjórna á síðari árum, en jafnframt hafa stjórnvöld æ minni áhrif á gang efnahags- lífs eftir því sem hagkerfin verða opnari og háðari alþjóðlegum sveiflum. í besta falli geta þau reynt að tengja kosningar við uppsveiflu í atvinnulífi, en breska stjórnin á erfitt um vik þegar ástandið er svona svart og litlar horfur á bata í bráð. Ríkisstjórn Majors reynir nú að þvo af sér stimpil thatcherismans í ýmsum óþægilegum málum. Teikn eru á lofti um verulegar áherslubreytingar í stefnu flokksins á komandi árum: athafnafrelsi einstaklinganna mun ekki verða jafnráð- andi markmið og áður en meiri áhersla lögð á hagsmuni og velferð almennings, en í því felst meðal annars góð opinber þjón- usta í heilbrigðis-, mennta-, samgöngu- og umhverfismálum. Auðvitað er hér verið að reyna að halda hylli kjósenda, því eftir allt saman er yfirgnæfandi fylgi við opin- bera velferðarkerfið. Ekki er þar með sagt að flokkurinn muni snúa baki við einkavæðingunni og öðrum róttækum málum, heldur fara hægar í sakirnar og láta opinbera geirann ekki gjalda þeirrar stefnu í jafnríkum mæli og áður. Harðlínustefna í utanríkismálum er þegar á undanhaldi vegna breyttra að- stæðna í utanríkismálum sem líklega leiða til niðurskurðar í útgjöldum til hermála. Hugmyndafræði nýju hægristefnunnar mun þannig fá á sig hófsamari og raun- særri blæ. íhaldsflokkurinn verður líkari því sem hann var áður en Thatcher tók að gera skurk í honum, rómaður fyrir póli- tísk hyggindi og aðlögunarhæfni sem mið- uðu að því að halda honum við völd. ái þessi stjórnlist fram að ganga mun stjórnarandstöðunni veitast erfitt að velta þaulsetnum Ihaldsflokknum úr valdasessi. Síðustu árin hefur Verka- mannaflokknum tekist að fóta sig betur á vígvelli thatcherismans og vegnað vel í skoðanakönnunum. Leiðtogar hans þakka viðamiklu endurnýjunarstarfi inn- an flokksins, tekið hefur verið til hendinni í útbreiðslu- og áróðursstarfi, stefnan hef- ur verið endurskoðuð og flokkurinn er miklu agaðri og samhentari en fyrr. Ráð- stefnur flokksins sem áður voru oft ansi róstusamar hafa snúist upp í sviðsettar sýningar með fánum, tónlist og lófaklappi á viðeigandi stöðum og slá jafnvel ráð- stefnum íhaldsflokksins við. Áður var verkalýðshreyfingin lífæð flokksins, en nú eru það skynhrif í gegnum sjónvarp sem sóst er eftir. Auknum vinsældum á Verkamanna- flokkurinn þó fremur að þakka óvinsælli ríkisstjórn en sínu eigin aðdráttarafli. Endurskoðun á stefnu flokksins hefur einkum verið fólgin í því að afmá gömul kennileiti — þjóðnýtingu, einhliða af- vopnun, andstöðu við Evrópubandalagið — og koma sér fyrir á því pólitíska landa- korti sem hægristefnan dró upp á síðast- liðnum áratug. Hve hæpið það er að reyna að vinna kosningar á óförum Ihaldsflokks- ins í stað eigin verðleika er að koma betur í ljós eftir því sem íhaldsflokkurinn reynir að aðgreina sig frá thatcherismanum og leitar inn að miðju stjórnmálanna. Hættan er sú fyrir Verkamannaflokkinn að kjós- endur geri lítinn greinarmun á flokkunum þegar að kosningum kemur, að baráttan snúist öll um traust og pólitískan stíl. Þeim fjölgar því innan Verkamanna- flokksins sem segja að hann þurfi að höfða til kjósenda á jákvæðan hátt, sýna hvaða kostum hann er búinn umfram aðra flokka. Hann þurfi að marka sér skýran pólitískan grundvöll og setja fram fram- tíðarsýn sem bendir fólki á hvers konar þjóðfélagi hann vill stefna að. Hann hefur ennþá ekki gefið skýr svör við mikilvæg- um spurningum í þessa veru, svo sem hvert hlutverk ríkisins í hagstjórn á að vera, hvernig mæta ber vaxandi kostnaði við velferðarkerfið og hvert Evrópu- bandalagið á að stefna, svo sitthvað sé nefnt. 0 ÞJÓÐLÍF 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.