Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 33

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 33
þjóðanna geti á þennan hátt ómerkt sænsk lög. að hefur löngum reynst vandasamt að fylgja sænskum reglum um vopna- og hergagnaútflutning út í ystu æsar. Svíar hafa meðal annars rekið sig á að það er ekki aðeins framleiðandinn sem getur selt vöruna, heldur geta kaupendur orðið að milliliðum, sem selja vöruna áfram. Þann- ig virðast t.d. sænsk vopn sem hafa verið seld til Singapore hafa komist til írans, á þeim tíma sem Svíar máttu ekki selja þangað vopn. Það varð líka viðkvæmt mál í Svíþjóð þegar í ljós kom að Bretar notuðu óspart sænskar sprengjuvörpur, sem auk þess hétu Karl Gústaf — í höfuðið á sænska konunginum — í Falklandseyja- stríðinu. Því er það kannski ekki nema von að menn spyrji hvers vegna Svíar framleiði vopn til útflutnings, ef þeir telja svo mikil- vægt að þessum vopnum sé ekki beitt gegn öðrum þjóðum? Eða — eins og menn spyrja sig gjarnan í dag þegar ríkisstjórnin hefur heimilað sölu á vopnum tO hersveita Sameinuðu þjóðanna — eru prinsípin bara til á pappírunum? Svíar hafa hingað til réttlætt vopnaút- flutninginn með því að hann sé undirstaða hlutleysisstefnunnar. Það sé allt of dýrt að framleiða vopn sem eingöngu séu ætluð til eigin hervarna og því sé útflutningurinn nauðsynlegur til að geta komið á fót öflug- um hervörnum heima fyrir og staðið þannig vörð um eigið hlutleysi. Þeir bæta því auk þess við að hvert ríki hafi rétt til að verja sig með því að koma sér upp öflugu vopnabúri. Með sölu á vopnum séu því Svíar, auk þess að efla eigin varnir að stuðla að því að önnur ríki geti gert hið sama. Sænsk friðarsamtök hafa gagnrýnt þetta sjónarmið og segja Svía ekki þurfa að fá landvarnir sínar niðurgreiddar með vopnasölu til annarra landa. Flestir þing- flokkar hafa hins vegar verið fylgjandi ríkjandi stefnu við framleiðslu og sölu á sænskum vopnum og sama má segja um samtök atvinnurekenda og launþega. Enda er hergagnaiðnaðurinn orðinn um- svifamikill og rótgróinn vinnuveitandi í mörgum sænskum byggðarlögum. 0 Alaska bílavðrur Bón og hreinsieSni Syrir kröSuharða bíleigendur \________________________________/ þessl nýji fm oss Tryggið ykkur Yl-ofna frá Ofnasmiðiu Suðurnesja. hitinn Áenuttab óunnan ÞJÓÐLÍF 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.