Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 35

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 35
einnig að þýðingu kennslubóka. Ég fékk mig lausan frá kennslu og líkast til hafa fyrri störf mín hjá fyrirtækinu ráðið mestu um að mér bauðst starf aðstoðarritstjóra við Alfræðiorðabókina. SE: Ég er jarðfræðingur og hef lengst af unnið við jarðfræðirannsóknir, síðast í rúman áratug hjá Jarðhitadeild Orku- stofnunar. Um það leyti sem vinna við alfræðiorðabókina var að fara í fullan gang var mikið rót á starfsmannahaldi þeirrar stofnunar og þegar mér bauðst vinna við Alfræðiorðabókina tók ég henni fegins hendi og sagði lausu starfi mínu hjá rík- inu. Ég geri ráð fyrir að reynsla við korta- vinnu hafi valdið því að mér bauðst starfið en kort eru einmitt snar þáttur í myndefni bókarinnar. Við félagarnir komum til starfa með ritstjórunum um áramótin 1987-88 og síðar tíndust inn fleiri starfs- menn í ritstjórn þar til fjöldinn var orðinn tylft manna. Hvernig var ritstjórninni háttað? HOH: í fyrstu fólst starfið einkum í sam- starfi við sérfræðingana. Eftir að þeir höfðu fundist og verið ráðnir og þeir feng- ið sín gögn, skiluðu þeir inn eins konar prufuskjali og ritstjórnin fór yfir það áður en lengra var haldið. Tilgangurinn með því var að gera sérfræðingunum sem ljós- asta grein fyrir eðli verksins og stuðla að því að allir tækju efnisþætti sína sem lík- ustum tökum, t.d. hvað varðaði lengd skýringa og uppbyggingu þeirra. Þetta gafst yfirleitt mjög vel; og það var í raun- inni ótrúlegt hvað menn tóku því vel að texta þeirra var oft gersamlega umturnað. Það gefur augaleið að þegar eitthundrað manns leggur til efni er óhugsandi að þeir setji allir efnið fram á sama hátt og aukin- heldur hefur hver maður sinn ritstíl. Það var því hlutverk ritstjórnar að reyna að gæða textann einhverjum samræmdum blæ og skapa heildarsvip á verkinu. Ég vona að það hafi tekist en víst er að margt vafðist fyrir okkur. Það þurfti til dæmis að vinna margvíslegt brautryðjendastarf, meðal annars að ákveða rithátt og kyn tökuorða úr erlendum málum. Átti til dæmis að rita gladíólur eða kesjuliljur, krýsantemur eða prestafíflar? Átti að rita Klettafjallageit eða klettafjallageit, Erm- arsundssund eða ermarsundssund? Regl- ur um rithátt orða á íslensku gáfu ekki skýr svör um þessa hluti. Þá þurfti einnig að ákveða hversu ýtar- legar skýringar ættu að vera. Danska fyrirmyndin, Fakta, gefur víða fremur stuttaralegar skýringar á fyrirbærum og hún hefur mjög mörg uppflettiorð. Fljót- lega varð ofan á að fækka uppflettiorðum nokkuð en leggja þeim mun meiri rækt við skýringarnar. Því fer víðs fjarri að skýr- ingarnar í Alfræðiorðabókinni séu einung- is þýddar úr dönsku bókinni, þær eru í mjög mörgum tilvikum endursamdar frá grunni. Bókin er öðrum þræði orðabók, því að í henni er að finna einkum ensk og dönsk orð, sem vísa beint til íslenskra nýyrða og lítt þekktra orða. Þetta köllum við lykla- bók, og er eins konar lykill að íslenskum orðum sem við töldum að almenningur þekkti lítt eða ekki. íslensk alfræði er öðruvísi en erlend alfræði, þar sem hún fjallar um séríslensk mál, þar er t.d. að finna útdrátt úr Islendingasögum. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hversu víðtækar upplýsingar eru í verk- inu. Til gamans og upplýsingar um nota- gildi þess langar mig að segja frá vestur íslensku konunni í Bandaríkjunum, sem þurfti hjartarsalt í jólabaksturinn. Hvað var hjartarsalt þar vestra? Hún gat ekki með nokkru móti komist að því fyrr en hún hringdi til ættjarðarinnar og lét fletta því upp í Alfræðiorðabókinni. SE: Þá má einnig geta þess að okkur var mikill vandi á höndum þegar ákveða þurfti rithátt erlendra landaheita og staða- nafna því að augljóslega þurfti að hafa sama rithátt á slíkum heitum hvar sem þau kæmu fyrir í bókinni. Um þetta leyti var mikil ruglandi á rithætti orða í fjölmiðlum og því var sett nefnd í málið. Hún gerði langan lista yfir helstu staðanöfn og setti sér að velja þann rithátt sem algengastur væri. Eftir að vinnsla landafræðiflokka er langt komin gerist það að fjölmiðlar taka upp nýja stefnu þar sem heiti eru skrifuð með íslenskum rithætti. Þarna held ég að mestu hafi ráðið útkoma Orðalykils Árna Böðvarssonar. Þá var orðið of seint fyrir okkur að taka þann kostinn og því er ritað Kuwait í bókinni en ekki Kúvæt eða jafn- vel Kúveit eins og nú sést iðulega á prenti. Þetta sýnir best hversu örar breytingar geta verið í slíkum málum. Þegar bókinni er flett verður ljóst að starf myndaritstjóra hefur verið talsvert umfangsmikið. I hverju fólst það eink- um? SE: Það er rétt að taka það fram strax að myndefni bókarinnar er ekki eins manns verk heldur samvinna undir stjórn myndaritstjóra. Björn Þorsteinsson tók t.d. mikinn þátt í vinnu við kort og skýr- ingarmyndir og sá nær alfarið um allar töflur í bókinni. Einar Arnalds sá að miklu leyti um íslenskt efni og flestir rit- stjórnarmenn komu eitthvað við sögu. Um mitt ár 1988 var ákveðið að íslenska bókin skyldi öll prentuð í fjórlit. Þetta ÞJÓÐLÍF 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.